Prófuðu nýjan flugtaxa í Seoul Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2021 12:03 Flugtaxa þýska fyrirtækisins Volocopter 2X flogið á Gimpo-flugvellinum í Seoul í morgun. AP/Lee Jin-man Kerfi til að stjórna smáþyrlum sem yfirvöld í Suður-Kóreu vonast til að verði notaðar sem flugtaxar á næstu árum, var sýnt í Seoul í morgun. Ráðmenn í landinu vonast til þess að fólk verði farið að fljúga um í massavís árið 2025. Ríkisstjórn Suður-Kóreu tilkynnti í fyrra áætlun um að hefja almenna notkun smáþyrla fyrir árið 2025. Til stendur að nota þær til að ferja fólk sérstaklega frá mikið notuðum flugvöllum til miðborgar Seoul. Samkvæmt frétt Reuters áætlar samgönguráðuneyti Suður-Kóreu að slík þjónusta gæti stytt ferðatíma úr klukkustund í bíl í um tuttugu mínútur í lofti. Noh Hyeong-ouk, samgönguráðherra, fylgdist með sýningunni í morgun en hann sagði í yfirlýsingu að þar sem búist væri við því að notkun þyrlna eins og þeirrar sem sýnd var muni aukast verulega á næstu árum, sé mjög mikilvægt að gera tilraunir með þær við allar aðstæður. Auk þess að sýna eina smáþyrlu sem flogið var um svæðið, var líkan annarrar frá þarlendu fyrirtæki sýnt í Seoul í morgun. Sú þyrla á að vera fimm sæta og eiga fyrstu flugtilraunirnar að hefjast á næsta ári. Þar að auki var sýnd tækni sem nota á til að fylgjast með og stýra umferð smáþyrlna. Sömuleiðis voru sýnd ljós sem nota á til að merkja flugvelli fyrir smáþyrlur. Hér að neðan má sjá smáþyrlu Volocopter á flugi. Þyrlan er tveggja sæta og getur bæði verið flogið af flugmanni og flogið sjálfvirkt. > Ráðuneytið áætlar að far frá Incheon alþjóðaflugvellinum í Seoul, til miðborgarinnar, muni kosta um 93 Bandaríkjadali þegar ferðirnar hefjast árið 2025. Verðið muni svo lækka þegar árin líða.
Ríkisstjórn Suður-Kóreu tilkynnti í fyrra áætlun um að hefja almenna notkun smáþyrla fyrir árið 2025. Til stendur að nota þær til að ferja fólk sérstaklega frá mikið notuðum flugvöllum til miðborgar Seoul. Samkvæmt frétt Reuters áætlar samgönguráðuneyti Suður-Kóreu að slík þjónusta gæti stytt ferðatíma úr klukkustund í bíl í um tuttugu mínútur í lofti. Noh Hyeong-ouk, samgönguráðherra, fylgdist með sýningunni í morgun en hann sagði í yfirlýsingu að þar sem búist væri við því að notkun þyrlna eins og þeirrar sem sýnd var muni aukast verulega á næstu árum, sé mjög mikilvægt að gera tilraunir með þær við allar aðstæður. Auk þess að sýna eina smáþyrlu sem flogið var um svæðið, var líkan annarrar frá þarlendu fyrirtæki sýnt í Seoul í morgun. Sú þyrla á að vera fimm sæta og eiga fyrstu flugtilraunirnar að hefjast á næsta ári. Þar að auki var sýnd tækni sem nota á til að fylgjast með og stýra umferð smáþyrlna. Sömuleiðis voru sýnd ljós sem nota á til að merkja flugvelli fyrir smáþyrlur. Hér að neðan má sjá smáþyrlu Volocopter á flugi. Þyrlan er tveggja sæta og getur bæði verið flogið af flugmanni og flogið sjálfvirkt. > Ráðuneytið áætlar að far frá Incheon alþjóðaflugvellinum í Seoul, til miðborgarinnar, muni kosta um 93 Bandaríkjadali þegar ferðirnar hefjast árið 2025. Verðið muni svo lækka þegar árin líða.
Suður-Kórea Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira