Víst okra Félagsbústaðir Gunnar Smári Egilsson skrifar 12. nóvember 2021 13:01 Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, benti réttilega á í svari sínu við grein minni að félagið notar hagnað sinn eftir rekstur og útlagaðan fjármagsnkostnað til að greiða lán sín niður. Af 1068 m.kr. afgangi fóru 950 m.kr. til að greiða niður lánin. Hagnaður eftir rekstur, fjármagnskostnað og niðurgreiðslur lána var því um 118 m.kr. í fyrra. Hagnaður Félagsbústaða eftir verðbreytingar lána og eigna var hins vegar 1,4 milljarðar króna í fyrra og hefur undanfarin níu ár verið um 45,6 milljarðar króna á núvirði, eða um 5,1 milljarðar á ári að meðaltali. En miðað við hagnað af rekstri eftir fjármagnskostnað og niðurgreiðslu lána er ekki ýkja mikill hagnaður af útleigu Félagsbústaða. En forsendurnar eru þá þær að fátækasta fólkið í Reykjavík eigi að borga húseignina og allan rekstrar og fjármagnskostnað á þeim lánstíma sem Félagsbústaðir semja um, oftast 40 ár eða rétt rúmlega það. Og að Félagsbústaðir sjálfir eigi að njóta bættrar fjárhagsstöðu vegna hækkun fasteignaverðs. Leigjendur borga sama húsið oft Þegar ég las svar Sigrúnar áttaði ég mig á að ég hefði átt á skýra mál mitt miklu betur. Sá sem leggur fram skilning sem er í andstöðu við viðtekin viðhorf þarf að skýra mál sitt vel. Ég gerði það ekki í grein minni og þakka Sigrúnu ábendinguna. Félagsbústaðir eiga margar íbúðir sem eru eldri en 40 ára. Blokkirnar í Fellahverfinu voru til dæmis byggðar fyrir hálfri öld og Bakkahverfið er eldra, þessi hverfi byggðust upp í kjölfar kjarasamninga 1964. Og það er til þó nokkuð af enn eldra félagslegu húsnæði í borginni. Bjarnaborg, elsta félagslega leiguhúsnæði borgarinnar, var byggð fyrir 120 árum. Miðað við þær forsendur, að fátækasta fólkið borgi upp byggingar- eða kaupverð íbúðanna upp á um 40 árum auk rekstrar og fjármagnskostnað, væru íbúar Bjarnaborgar búnir að borga það hús þrisvar sinnum upp. Og í síðari tvö skiptin hefði leigan að frádregnum rekstrar- og viðhaldskostnaði, endað sem hreinn hagnaður hjá Félagsbústöðum. Ég vil hins vegar ekki ganga út frá því að kostnaður Félagsbústaða við að reka húsnæðið og eignast það á um 40 árum. Ég geng út frá því að not leigandans af húsnæðinu sé kostnaður Félagsbústaða af húsnæðinu á líftíma hússins. Ef við miðum við Bjarnaborg eru það 120 ár að lágmarki. Víða um Evrópu er enn eldra félagsleg húsnæði, hús sem eru eins og Bjarnaborgin sómi sinna hverfa og sem munu verða það næstu hundrað árin. Og lengur en það. Ég hafna sem sagt markaðslegum forsendum Félagsbústaða, að félagið sé sjóður sem eigi að ganga upp á lánstíma lánanna. Að leigan eigi að greiða upp húsin á fjörutíu árum eða svo. Eigið fé á íbúð hækkar um 15 milljónir Það er ekki hægt að nálgast ársreikning Félagsbústaða fyrir árið 2011 hjá Ríkisskattstjóra svo ég nota 2012 sem upphafspunkt. Þá voru skuldir Félagsbústaða 72,4% af heildareignum. Þetta er eilítið yfir því rauða striki sem kínversk stjórnvöld settu í sumar á fasteignafélög til að koma í veg fyrir bólumyndun, en eðlilegt í ljósi þess að fasteignamat hafði lækkað árin eftir Hrun á sama tíma og verðbólga hækkaði lánin. Um síðustu áramót var þetta hlutfall komið niður í 48,5%. Sem er mikil breyting á skömmum tíma. Og hlutfallið er langt fyrir innan allt sem kalla má eðlilega varúð. Félagsbústaðir myndu ekki þurfa aðstoð Reykjavíkurborgar þótt fasteignaverð í borginni myndi helmingast. Á þessum níu árum hækkaði eigið fé Félagsbústaða úr 14,1 milljarði króna á núvirði í 51,5 milljarð króna, eða um 37,4 milljarða króna. Ef við hættum að hugsa um Félagsbústaði sem sjóð sem skila eigi eiganda sínum sem bestri afkomu og lítum á hann sem samvinnufélag leigjenda þá jafngildir þessi hækkun 15 m.kr. á hverja íbúð sem Félagsbústaðir áttu að meðaltali á tímabilinu. Leigjendur hefðu getað létt greiðslubyrði Ef við hugsum um leigjendurna eins og eigendur þá gætu þeir nýtt hluta af þessu fé, eða aukna lánhæfni sem bætt eiginfjárstaða gefur, til að endurfjármagna húsið sitt og fleyta afborgunum áfram til að létta greiðslubyrðina. Leigjendurnir hefðu sagt sér að staðan væri það góð að óþarfi væri að sprengja sig á að greiða lánin svona hratt niður. Losum aðeins um kverkatakið, það liggur ekki lífið á. Lífið er mikilvægara en það manngerða markmið að fátækasta fólk Reykjavíkur eigi að greiða niður byggingarkostnað eða kaupverð íbúða á fjörutíu árum. En leigjendur sögðu þetta ekki vegna þess að þeir voru aldrei spurðir. Þótt Félagsbústaðir séu félagslegt fyrirtæki og eigi að vera rekið út frá samfélagslegum markmiðum, þá hafa leigjendur þar enga rödd. Ef ekki væri fyrir að Sósíalistar í borginni hafi skipað einn af leigjendum Félagsbústaða í stjórn félagsins. En leigjendur hafa enga formlega aðkomu að stefnumörkun eða rekstri félagsins. Í grunninn eru skipulag Félagsbústaðir eins og Heimavellir, eða hvaða leigufélag sem er. 30 þúsund króna lækkun vel möguleg 15 m.kr. hækkun eiginfjár á hverja íbúð á níu ára tímabili gera tæplega 140 þús. kr. á mánuði. Í greininni sem Sigrún svaraði hélt ég því fram að Félagsbústaðir gætu lækkað meðalleiguna um 30 þús. kr. á mánuði. Og ég ætla að halda mig við það. Yfir þetta tímabil, níu ár, hefði það kostað rúma átta milljarða króna. Félagsbústaðir hefðu þá skuldað á núvirði tæplega 60 milljarða króna um síðustu áramót, eða um 56% af heildareignar, sem er langt innan allra hættumarka. Með þessu væru Félagsbústaðir að færa leigjendum sínum hluta af bættri eignastöðu, svipað og lífeyrissjóðir gera gagnvart sjóðfélögum sínum, nú síðast Lífeyrissjóður verslunarmanna. Og þetta er það sama og eigendur húsnæðis gera alla daga, nýta hækkun fasteignamats til að taka lán til að bæta lífskjör sín. Þótt ástandið á húsnæðismarkaði Reykjavíkur hafa vissulega verið óeðlilegt síðustu árin vegna skorts á húsnæði sem eftirspurn er eftir (mikið hins vegar byggt af svokölluðum lúxusíbúðum), þá er alls ekki óeðlilegt að fasteignaverð hækki umfram lán. Frá stríðslokum hefur húsnæði hækkað umfram verðlag og þar með umfram skuldir, ekki bara hérlendis heldur alls staðar í okkar heimshluta. Leigumarkaðurinn er vítisvél Ég hef skrifað nokkrar greinar á Vísi um húsnæðismál að undanförnu. Í einni þeirra lýsti ég hvernig markaður þar sem leiguverð eltir mikla hækkun húsnæðisverðs umfram verðlag og laun verður að einskonar vítisvél sem linnulaust flytur fé frá þeim sem lítið eiga til þeirra sem eiga mikið og vilja eignast enn meira. Þetta er markaður sem elur á siðleysi. Ég benti líka á í annarri grein að hlutfall leigu af húsnæðisverði er miklu hærra á Íslandi en í nokkru landi sem við viljum bera okkur saman við. Það merkir að á Íslandi borga leigendur stærri hluta kostnaðar leigusala en í löndum með þroskaðri húsnæðismarkað. Ísland sker sig úr að þessu leyti. Hækkun á fasteignamarkaði magnar ekki upp leiguverð annars staðar og grefur undan lífskjörum leigjenda í sama mæli og hér. Það er því aumt markmið Félagsbústaða að leigan þar sé um fjórðungi lægri en á almennum markaði. Það er eins og að segja að það sé ekki svo heitt hér vegna þess að það sé jú enn heitar í helvíti. Kominn tími á nýja stefnu Við lifum það sem kallað er spennandi tíma. Sá samfélagssáttmáli sem myndaðist á forsendum nýfrjálshyggjunnar er hruninn, þótt ekki sé enn ljóst hvað komi í staðinn. En besta leiðin til að móta nýjan sáttmála er að yfirgefa nýfrjálshyggjuna og allar hennar manngerðu reglur. Til dæmis þá að kostnaður leigjenda skuli vera allur kostnaður og uppgreiðsla kaupverðs leigusala á um eða rétt rúmlega fjörutíu árum. Fátækasta fólkið í Reykjavík ætti að borga í húsaleigu kostnað og niðurgreiðslu byggingarkostnaðar á líftíma húsanna. Og það ætti að borga húsaleigu sem er innan við 25% af ráðstöfunartekjum þess. Og leigjendur ættu að njóta sterkari fjárhagslegrar stöðu þeirra sjóða sem halda utan um húsnæðið fyrir þá. Ekkert af þessu á við um Félagsbústaði. Félagið innheimtir í mörgum tilfellum svo háa húsaleigu að húsnæðiskostnaður leigjendanna sem er verulega íþyngjandi, keyrir fólk niður í fátækt. Og Félagsbústaðir bæta fjárhagsstöðu sína frá ári til árs og deila henni á engan hátt með leigjendum, sem þó standa straum af öllum rekstri og fjármagnskostnaði. Ég get því fullyrt að víst okri Félagsbústaðir á leigjendum sínum. Höfundur er félagi í Samtökum leigjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Leigumarkaður Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, benti réttilega á í svari sínu við grein minni að félagið notar hagnað sinn eftir rekstur og útlagaðan fjármagsnkostnað til að greiða lán sín niður. Af 1068 m.kr. afgangi fóru 950 m.kr. til að greiða niður lánin. Hagnaður eftir rekstur, fjármagnskostnað og niðurgreiðslur lána var því um 118 m.kr. í fyrra. Hagnaður Félagsbústaða eftir verðbreytingar lána og eigna var hins vegar 1,4 milljarðar króna í fyrra og hefur undanfarin níu ár verið um 45,6 milljarðar króna á núvirði, eða um 5,1 milljarðar á ári að meðaltali. En miðað við hagnað af rekstri eftir fjármagnskostnað og niðurgreiðslu lána er ekki ýkja mikill hagnaður af útleigu Félagsbústaða. En forsendurnar eru þá þær að fátækasta fólkið í Reykjavík eigi að borga húseignina og allan rekstrar og fjármagnskostnað á þeim lánstíma sem Félagsbústaðir semja um, oftast 40 ár eða rétt rúmlega það. Og að Félagsbústaðir sjálfir eigi að njóta bættrar fjárhagsstöðu vegna hækkun fasteignaverðs. Leigjendur borga sama húsið oft Þegar ég las svar Sigrúnar áttaði ég mig á að ég hefði átt á skýra mál mitt miklu betur. Sá sem leggur fram skilning sem er í andstöðu við viðtekin viðhorf þarf að skýra mál sitt vel. Ég gerði það ekki í grein minni og þakka Sigrúnu ábendinguna. Félagsbústaðir eiga margar íbúðir sem eru eldri en 40 ára. Blokkirnar í Fellahverfinu voru til dæmis byggðar fyrir hálfri öld og Bakkahverfið er eldra, þessi hverfi byggðust upp í kjölfar kjarasamninga 1964. Og það er til þó nokkuð af enn eldra félagslegu húsnæði í borginni. Bjarnaborg, elsta félagslega leiguhúsnæði borgarinnar, var byggð fyrir 120 árum. Miðað við þær forsendur, að fátækasta fólkið borgi upp byggingar- eða kaupverð íbúðanna upp á um 40 árum auk rekstrar og fjármagnskostnað, væru íbúar Bjarnaborgar búnir að borga það hús þrisvar sinnum upp. Og í síðari tvö skiptin hefði leigan að frádregnum rekstrar- og viðhaldskostnaði, endað sem hreinn hagnaður hjá Félagsbústöðum. Ég vil hins vegar ekki ganga út frá því að kostnaður Félagsbústaða við að reka húsnæðið og eignast það á um 40 árum. Ég geng út frá því að not leigandans af húsnæðinu sé kostnaður Félagsbústaða af húsnæðinu á líftíma hússins. Ef við miðum við Bjarnaborg eru það 120 ár að lágmarki. Víða um Evrópu er enn eldra félagsleg húsnæði, hús sem eru eins og Bjarnaborgin sómi sinna hverfa og sem munu verða það næstu hundrað árin. Og lengur en það. Ég hafna sem sagt markaðslegum forsendum Félagsbústaða, að félagið sé sjóður sem eigi að ganga upp á lánstíma lánanna. Að leigan eigi að greiða upp húsin á fjörutíu árum eða svo. Eigið fé á íbúð hækkar um 15 milljónir Það er ekki hægt að nálgast ársreikning Félagsbústaða fyrir árið 2011 hjá Ríkisskattstjóra svo ég nota 2012 sem upphafspunkt. Þá voru skuldir Félagsbústaða 72,4% af heildareignum. Þetta er eilítið yfir því rauða striki sem kínversk stjórnvöld settu í sumar á fasteignafélög til að koma í veg fyrir bólumyndun, en eðlilegt í ljósi þess að fasteignamat hafði lækkað árin eftir Hrun á sama tíma og verðbólga hækkaði lánin. Um síðustu áramót var þetta hlutfall komið niður í 48,5%. Sem er mikil breyting á skömmum tíma. Og hlutfallið er langt fyrir innan allt sem kalla má eðlilega varúð. Félagsbústaðir myndu ekki þurfa aðstoð Reykjavíkurborgar þótt fasteignaverð í borginni myndi helmingast. Á þessum níu árum hækkaði eigið fé Félagsbústaða úr 14,1 milljarði króna á núvirði í 51,5 milljarð króna, eða um 37,4 milljarða króna. Ef við hættum að hugsa um Félagsbústaði sem sjóð sem skila eigi eiganda sínum sem bestri afkomu og lítum á hann sem samvinnufélag leigjenda þá jafngildir þessi hækkun 15 m.kr. á hverja íbúð sem Félagsbústaðir áttu að meðaltali á tímabilinu. Leigjendur hefðu getað létt greiðslubyrði Ef við hugsum um leigjendurna eins og eigendur þá gætu þeir nýtt hluta af þessu fé, eða aukna lánhæfni sem bætt eiginfjárstaða gefur, til að endurfjármagna húsið sitt og fleyta afborgunum áfram til að létta greiðslubyrðina. Leigjendurnir hefðu sagt sér að staðan væri það góð að óþarfi væri að sprengja sig á að greiða lánin svona hratt niður. Losum aðeins um kverkatakið, það liggur ekki lífið á. Lífið er mikilvægara en það manngerða markmið að fátækasta fólk Reykjavíkur eigi að greiða niður byggingarkostnað eða kaupverð íbúða á fjörutíu árum. En leigjendur sögðu þetta ekki vegna þess að þeir voru aldrei spurðir. Þótt Félagsbústaðir séu félagslegt fyrirtæki og eigi að vera rekið út frá samfélagslegum markmiðum, þá hafa leigjendur þar enga rödd. Ef ekki væri fyrir að Sósíalistar í borginni hafi skipað einn af leigjendum Félagsbústaða í stjórn félagsins. En leigjendur hafa enga formlega aðkomu að stefnumörkun eða rekstri félagsins. Í grunninn eru skipulag Félagsbústaðir eins og Heimavellir, eða hvaða leigufélag sem er. 30 þúsund króna lækkun vel möguleg 15 m.kr. hækkun eiginfjár á hverja íbúð á níu ára tímabili gera tæplega 140 þús. kr. á mánuði. Í greininni sem Sigrún svaraði hélt ég því fram að Félagsbústaðir gætu lækkað meðalleiguna um 30 þús. kr. á mánuði. Og ég ætla að halda mig við það. Yfir þetta tímabil, níu ár, hefði það kostað rúma átta milljarða króna. Félagsbústaðir hefðu þá skuldað á núvirði tæplega 60 milljarða króna um síðustu áramót, eða um 56% af heildareignar, sem er langt innan allra hættumarka. Með þessu væru Félagsbústaðir að færa leigjendum sínum hluta af bættri eignastöðu, svipað og lífeyrissjóðir gera gagnvart sjóðfélögum sínum, nú síðast Lífeyrissjóður verslunarmanna. Og þetta er það sama og eigendur húsnæðis gera alla daga, nýta hækkun fasteignamats til að taka lán til að bæta lífskjör sín. Þótt ástandið á húsnæðismarkaði Reykjavíkur hafa vissulega verið óeðlilegt síðustu árin vegna skorts á húsnæði sem eftirspurn er eftir (mikið hins vegar byggt af svokölluðum lúxusíbúðum), þá er alls ekki óeðlilegt að fasteignaverð hækki umfram lán. Frá stríðslokum hefur húsnæði hækkað umfram verðlag og þar með umfram skuldir, ekki bara hérlendis heldur alls staðar í okkar heimshluta. Leigumarkaðurinn er vítisvél Ég hef skrifað nokkrar greinar á Vísi um húsnæðismál að undanförnu. Í einni þeirra lýsti ég hvernig markaður þar sem leiguverð eltir mikla hækkun húsnæðisverðs umfram verðlag og laun verður að einskonar vítisvél sem linnulaust flytur fé frá þeim sem lítið eiga til þeirra sem eiga mikið og vilja eignast enn meira. Þetta er markaður sem elur á siðleysi. Ég benti líka á í annarri grein að hlutfall leigu af húsnæðisverði er miklu hærra á Íslandi en í nokkru landi sem við viljum bera okkur saman við. Það merkir að á Íslandi borga leigendur stærri hluta kostnaðar leigusala en í löndum með þroskaðri húsnæðismarkað. Ísland sker sig úr að þessu leyti. Hækkun á fasteignamarkaði magnar ekki upp leiguverð annars staðar og grefur undan lífskjörum leigjenda í sama mæli og hér. Það er því aumt markmið Félagsbústaða að leigan þar sé um fjórðungi lægri en á almennum markaði. Það er eins og að segja að það sé ekki svo heitt hér vegna þess að það sé jú enn heitar í helvíti. Kominn tími á nýja stefnu Við lifum það sem kallað er spennandi tíma. Sá samfélagssáttmáli sem myndaðist á forsendum nýfrjálshyggjunnar er hruninn, þótt ekki sé enn ljóst hvað komi í staðinn. En besta leiðin til að móta nýjan sáttmála er að yfirgefa nýfrjálshyggjuna og allar hennar manngerðu reglur. Til dæmis þá að kostnaður leigjenda skuli vera allur kostnaður og uppgreiðsla kaupverðs leigusala á um eða rétt rúmlega fjörutíu árum. Fátækasta fólkið í Reykjavík ætti að borga í húsaleigu kostnað og niðurgreiðslu byggingarkostnaðar á líftíma húsanna. Og það ætti að borga húsaleigu sem er innan við 25% af ráðstöfunartekjum þess. Og leigjendur ættu að njóta sterkari fjárhagslegrar stöðu þeirra sjóða sem halda utan um húsnæðið fyrir þá. Ekkert af þessu á við um Félagsbústaði. Félagið innheimtir í mörgum tilfellum svo háa húsaleigu að húsnæðiskostnaður leigjendanna sem er verulega íþyngjandi, keyrir fólk niður í fátækt. Og Félagsbústaðir bæta fjárhagsstöðu sína frá ári til árs og deila henni á engan hátt með leigjendum, sem þó standa straum af öllum rekstri og fjármagnskostnaði. Ég get því fullyrt að víst okri Félagsbústaðir á leigjendum sínum. Höfundur er félagi í Samtökum leigjenda.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun