Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2021 13:25 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gríðarleg vonbrigði að þessi staða sé komin upp í faraldrinum. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . „Ég held að við séum öll sammála um það að það eru mikil vonbrigði en þetta er staðan og það er skiljanlegt að ráðherrann telji nauðsynlegt að bregðast við. Svo er alltaf hægt að ræða um það hvernig er líklegast að við náum árangri,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það truflar mig aðeins í þessu að við erum í raun og veru að grípa inn í stöðuna með aðgerðum sem að líkjast á margan hátt því sem við þurftum að gera þegar við vorum með óbólusetta þjóð. Það er eittvað sem maður staldrar við.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti á hádegi að ráðist verði í enn harðari takmarkanir en kynntar voru fyrir viku síðan. Nú mega fimmtíu koma saman í rými, nema allir taki hraðpróf áður. Þá er grímuskylda í gildi þar sem ekki er hægt að viðhalda metra fjarlægð, skemmtistaðir og veitingastaðir þurfa að loka klukkan tíu og allir þurfa að vera komnir út fyrir ellefu. Þá verður sundlaugum og líkamsræktum gert að taka ekki á móti fleirum en 75 prósentum af leyfðum hámarksfjölda. Fólk, fyrirtæki og stofnanir megi gera meira Bjarni segir ljóst að heilbrigðiskerfið allt sé þá undir miklu álagi og veltir hann því fyrir sér hvort einkageirinn gæti ekki létt undir. „Maður spyr sig, því við erum að smitrekja langt umfram það sem aðrir eru að gera, hvort við gætum treyst meira á fólk, fyrirtæki og stofnanir viða ð gera próf og finna smitin án þess að það séu opinberir starfsmenn í því að hringja og kortleggja. En þetta eru matsatriði,“ segir Bjarni. Hann lítur björtum augum á örvunarbólusetningu landsmanna. Til stendur að gefa 160 þúsund manns örvunarskammt fyrir áramót, en minnst fimm mánuðir verða að vera liðnir frá annarri sprautu bóluefnisins áður en fólk getur farið í örvunarbólusetningu. „Það sem mér finnst mestu máli skipta á þessum tímapunkti er að það er von í því að þriðja sprautan geti skilað gríðarlega miklum árangri og við erum með áform uppi um að vera með sérstakt átak í þessum örvunarskömmtum. Ég er að binda vonir við að það muni breyta stöðunni að nýju.“ Spítalinn þoli litla viðbót Bjarni minnir þó á að mun minni líkur séu á því að fólk verði alvarlega veikt af Covid-19 sé það bólusett. „Helmingurinn af þeim sem þurfa innlögn eru óbólusettir. Við verðum líka að skoða hversu vel bólusetningin er að koma í veg fyrir dauðsföll. Það er gríðarlegur ávinningur af bólusetningum í því samhengi. Eins er líka miklu ólíklegra að þú leggist inn eða þurfir á öndunarvél að halda ef þú ert bólusettur,“ segir Bjarni. Það breyti þó ekki þeirri veiku stöðu sem komin sé upp á Landspítalanum. „Spítalinn virðist þola mjög litla viðbót, til dæmis inn á gjörgæslu eða inn á bráðadeild. Það er vegna þess að fyrir er staðan mjög veik og við ætlum núna að setja nokkra milljarða í að laga þá stöðu.“ „Við erum öll almannavarnir“ Heldur megi ekki gleymast að framtak einstaklinganna í baráttunni gegn sóttinni skipti máli. „Við höfum sagt frá uppafi: „Við erum öll almannavarnir“ og við megum ekkert þrátt fyrir bólusetninguna hætta að vera á varðbergi gagnvart útbreiðslu smitanna. Mér líður þannig að við gætum gert meira sem samfélag bæði með hraðprófum og öðrum aðferðum. Þannig þyrftum við ekki í jafn miklu mæli að treysta á smitrakningateymið okkar sem er að sligast undan álagi þegar smitum fjölgar jafn mikið og raun ber vitni,“ segir Bjarni. „Allt kerfið er greinilega undir gríðarlegu álagi við að hefta útbreiðslu smita en við auðvitað frá upphafi höfum haft mestar áhyggjur af veikindunum, fólki þar sem líf er undir og fólk geti lent í krítískri stöðu fyrir utan álagið á spítalan sjálfan og aðgerðir sem þarf að fresta og svo framvegis. Ef við gætum öll tekið þátt í að rekja smitin og finna þau gætum við kannski létt á kerfinu öllu. Önnur ríki eru ekki í svona mikilli smitrakningu en það fer mjög mikið púður í það á Íslandi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Gríðarlegt álag fyrir á gjörgæsludeildum vegna veikinda ungbarna Gjörgæslulæknir á Landspítalanum segir gríðarlegt álag fyrir á gjörgæsludeildum vegna umgangspesta sem leggist alvarlega á ung börn. Þá hafi þurft að fresta stórum aðgerðum. 12. nóvember 2021 12:00 Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 176 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 176 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 82 af þeim 176 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 49 prósent. 86 voru utan sóttkvíar, eða 51 prósent. 91 af þeim sem greindist í gær er fullbólusettur, bólusetning er hafin í tilviki sjö og sjötíu eru óbólusettir. 12. nóvember 2021 10:29 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
„Ég held að við séum öll sammála um það að það eru mikil vonbrigði en þetta er staðan og það er skiljanlegt að ráðherrann telji nauðsynlegt að bregðast við. Svo er alltaf hægt að ræða um það hvernig er líklegast að við náum árangri,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það truflar mig aðeins í þessu að við erum í raun og veru að grípa inn í stöðuna með aðgerðum sem að líkjast á margan hátt því sem við þurftum að gera þegar við vorum með óbólusetta þjóð. Það er eittvað sem maður staldrar við.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti á hádegi að ráðist verði í enn harðari takmarkanir en kynntar voru fyrir viku síðan. Nú mega fimmtíu koma saman í rými, nema allir taki hraðpróf áður. Þá er grímuskylda í gildi þar sem ekki er hægt að viðhalda metra fjarlægð, skemmtistaðir og veitingastaðir þurfa að loka klukkan tíu og allir þurfa að vera komnir út fyrir ellefu. Þá verður sundlaugum og líkamsræktum gert að taka ekki á móti fleirum en 75 prósentum af leyfðum hámarksfjölda. Fólk, fyrirtæki og stofnanir megi gera meira Bjarni segir ljóst að heilbrigðiskerfið allt sé þá undir miklu álagi og veltir hann því fyrir sér hvort einkageirinn gæti ekki létt undir. „Maður spyr sig, því við erum að smitrekja langt umfram það sem aðrir eru að gera, hvort við gætum treyst meira á fólk, fyrirtæki og stofnanir viða ð gera próf og finna smitin án þess að það séu opinberir starfsmenn í því að hringja og kortleggja. En þetta eru matsatriði,“ segir Bjarni. Hann lítur björtum augum á örvunarbólusetningu landsmanna. Til stendur að gefa 160 þúsund manns örvunarskammt fyrir áramót, en minnst fimm mánuðir verða að vera liðnir frá annarri sprautu bóluefnisins áður en fólk getur farið í örvunarbólusetningu. „Það sem mér finnst mestu máli skipta á þessum tímapunkti er að það er von í því að þriðja sprautan geti skilað gríðarlega miklum árangri og við erum með áform uppi um að vera með sérstakt átak í þessum örvunarskömmtum. Ég er að binda vonir við að það muni breyta stöðunni að nýju.“ Spítalinn þoli litla viðbót Bjarni minnir þó á að mun minni líkur séu á því að fólk verði alvarlega veikt af Covid-19 sé það bólusett. „Helmingurinn af þeim sem þurfa innlögn eru óbólusettir. Við verðum líka að skoða hversu vel bólusetningin er að koma í veg fyrir dauðsföll. Það er gríðarlegur ávinningur af bólusetningum í því samhengi. Eins er líka miklu ólíklegra að þú leggist inn eða þurfir á öndunarvél að halda ef þú ert bólusettur,“ segir Bjarni. Það breyti þó ekki þeirri veiku stöðu sem komin sé upp á Landspítalanum. „Spítalinn virðist þola mjög litla viðbót, til dæmis inn á gjörgæslu eða inn á bráðadeild. Það er vegna þess að fyrir er staðan mjög veik og við ætlum núna að setja nokkra milljarða í að laga þá stöðu.“ „Við erum öll almannavarnir“ Heldur megi ekki gleymast að framtak einstaklinganna í baráttunni gegn sóttinni skipti máli. „Við höfum sagt frá uppafi: „Við erum öll almannavarnir“ og við megum ekkert þrátt fyrir bólusetninguna hætta að vera á varðbergi gagnvart útbreiðslu smitanna. Mér líður þannig að við gætum gert meira sem samfélag bæði með hraðprófum og öðrum aðferðum. Þannig þyrftum við ekki í jafn miklu mæli að treysta á smitrakningateymið okkar sem er að sligast undan álagi þegar smitum fjölgar jafn mikið og raun ber vitni,“ segir Bjarni. „Allt kerfið er greinilega undir gríðarlegu álagi við að hefta útbreiðslu smita en við auðvitað frá upphafi höfum haft mestar áhyggjur af veikindunum, fólki þar sem líf er undir og fólk geti lent í krítískri stöðu fyrir utan álagið á spítalan sjálfan og aðgerðir sem þarf að fresta og svo framvegis. Ef við gætum öll tekið þátt í að rekja smitin og finna þau gætum við kannski létt á kerfinu öllu. Önnur ríki eru ekki í svona mikilli smitrakningu en það fer mjög mikið púður í það á Íslandi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Gríðarlegt álag fyrir á gjörgæsludeildum vegna veikinda ungbarna Gjörgæslulæknir á Landspítalanum segir gríðarlegt álag fyrir á gjörgæsludeildum vegna umgangspesta sem leggist alvarlega á ung börn. Þá hafi þurft að fresta stórum aðgerðum. 12. nóvember 2021 12:00 Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 176 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 176 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 82 af þeim 176 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 49 prósent. 86 voru utan sóttkvíar, eða 51 prósent. 91 af þeim sem greindist í gær er fullbólusettur, bólusetning er hafin í tilviki sjö og sjötíu eru óbólusettir. 12. nóvember 2021 10:29 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Gríðarlegt álag fyrir á gjörgæsludeildum vegna veikinda ungbarna Gjörgæslulæknir á Landspítalanum segir gríðarlegt álag fyrir á gjörgæsludeildum vegna umgangspesta sem leggist alvarlega á ung börn. Þá hafi þurft að fresta stórum aðgerðum. 12. nóvember 2021 12:00
Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56
176 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 176 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 82 af þeim 176 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 49 prósent. 86 voru utan sóttkvíar, eða 51 prósent. 91 af þeim sem greindist í gær er fullbólusettur, bólusetning er hafin í tilviki sjö og sjötíu eru óbólusettir. 12. nóvember 2021 10:29