„Ömurlegar fréttir kæri félagi“ Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2021 15:57 Sólveig Anna telur einsýnt að með athæfi sínu hafi Magnúsi tekist að gera ASÍ óhæft til að fjalla um mál sem snerta alvarlegt áreiti á vinnustað. Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, hefur ritað Magnúsi M. Norðdahl, lögfræðingi ASÍ harðort bréf þar sem hún sakar hann um að standa með ofbeldismanni. Hún telur að með framgöngu sinni hafi Magnús gert Alþýðusambandið vanhæft til aðkomu að málum sem snerta kynbundið ofbeldi og áreiti. Sólveig birtir bréf sitt í heild á Facebook-síðu sinni. Í bréfinu kemur fram að maðurinn sem hún hefur sakað um ofbeldisfullar hótanir í sinn garð, maður sem hún hefur kært sem slíkan til lögreglu er Tryggvi Marteinsson. En í fréttum í morgun var greint frá því að hann hafi verið rekinn sem starfsmaður á skrifstofum Eflingar. Í bréfi Sólveigar Önnu segir: „Umræddur starfsmaður er sá sem hótaði mér ofbeldisverkum á heimili mínu. Hótuninni fylgdi nákvæm útlistun á því hvernig hann hefði áður gert hótanir gegn meintum óvinum sínum að veruleika og útskýringar á því hvers vegna hann teldi að hann myndi aðeins hljóta skilorðsbundinn dóm yrði hann dæmdur vegna þess sem hann hugðist gera mér.“ Fyrirliggjandi ofbeldishótanir Tryggva Sólveig Anna segir jafnframt að eins og hún hafi áður greint frá opinberlega þá liggi fyrir skriflegur vitnisburður frá starfsmanninum sem hann orðaði hótanir sínar við. Sá vitnisburður kom fram bæði í samtölum við aðra starfsmenn, meðal annarra trúnaðarmann vinnustaðarins, og í skriflegum samskiptum sem liggja hjá mannauðsstjóra skrifstofu Eflingar. Sólveig vísar þá í bréfi sínu til kveðju sem Magnús sendir til Tryggva á Facebook-vegg hins síðarnefnda þar sem hann kvartar sáran undan brottrekstrinum. Sólveig Anna, sem tekur fram að hún hafi ekki komið að brottrekstri mannsins, segir að Tryggvi noti tækifærið og uppnefni stjórnendur Eflingar „kommúnista“ og segist hafa “goldið þess” að vera “karlmaður og Íslendingur” – en þau ummæli hefur Tryggvi reyndar fellt út úr upprunalegri færslu. „Þú sást þig knúinn til þess að bæta ummælum við færsluna og eru þau svohljóðandi: “Ömurlegar fréttir kæri félagi - á löngum ferli mínum í störfum fyrir þetta stóra stéttarfélag hefur við mig aldrei orði verið á þig hallað - þvert á móti.” Þú ert lögfræðingur Alþýðusambands Íslands og nýtur sem slíkur mikillar virðingarstöðu. Horft er til orða þinna ekki aðeins sem leiðsagnar eða álits, heldur jafnvel sem einhvers konar úrskurðar, enda er það svo að Alþýðusambandinu er treyst til að skera úr um ýmis mál sem varða aðildarfélögin og kemur þá iðulega til þinna kasta,“ segir meðal annars í harðorðu bréfi Sólveigar. ASÍ tapað trúverðugleika sínum Vísir hefur reynt að ná tali af Magnúsi, nú fjórum klukkustundum eftir að Sólveig Anna birti bréf sitt en án árangurs. Sjálf segist Sólveig Anna að enn hafi engin viðbrögð við erindi hennar komið frá ASÍ. Bréf Sólveigar til Magnúsar er ítarlegt en þar segir meðal annars að hún telji hann hafa gert ASÍ vanhæft til aðkomu að málum sem snerta kynbundið ofbeldi og áreiti. „Stofnun sem felur karli með þín viðhorf og hugmyndir um hvað telst ásættanleg opinber framganga í slíkum málum stöðu æðsta lögfræðivalds hefur tapað trúverðugleika sínum. Enginn þolandi í kynbundnu ofbeldis- eða áreitnismáli getur treyst því að mál þeirra fái faglega eða hlutlausa meðferð af hálfu ASÍ meðan þú gegnir þar þeirri stöðu sem þú gerir,“ segir Sólveig. En sjá má bréf hennar í heild í innfelldri færslu hennar hér ofar. Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Lögreglumál Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Sólveig birtir bréf sitt í heild á Facebook-síðu sinni. Í bréfinu kemur fram að maðurinn sem hún hefur sakað um ofbeldisfullar hótanir í sinn garð, maður sem hún hefur kært sem slíkan til lögreglu er Tryggvi Marteinsson. En í fréttum í morgun var greint frá því að hann hafi verið rekinn sem starfsmaður á skrifstofum Eflingar. Í bréfi Sólveigar Önnu segir: „Umræddur starfsmaður er sá sem hótaði mér ofbeldisverkum á heimili mínu. Hótuninni fylgdi nákvæm útlistun á því hvernig hann hefði áður gert hótanir gegn meintum óvinum sínum að veruleika og útskýringar á því hvers vegna hann teldi að hann myndi aðeins hljóta skilorðsbundinn dóm yrði hann dæmdur vegna þess sem hann hugðist gera mér.“ Fyrirliggjandi ofbeldishótanir Tryggva Sólveig Anna segir jafnframt að eins og hún hafi áður greint frá opinberlega þá liggi fyrir skriflegur vitnisburður frá starfsmanninum sem hann orðaði hótanir sínar við. Sá vitnisburður kom fram bæði í samtölum við aðra starfsmenn, meðal annarra trúnaðarmann vinnustaðarins, og í skriflegum samskiptum sem liggja hjá mannauðsstjóra skrifstofu Eflingar. Sólveig vísar þá í bréfi sínu til kveðju sem Magnús sendir til Tryggva á Facebook-vegg hins síðarnefnda þar sem hann kvartar sáran undan brottrekstrinum. Sólveig Anna, sem tekur fram að hún hafi ekki komið að brottrekstri mannsins, segir að Tryggvi noti tækifærið og uppnefni stjórnendur Eflingar „kommúnista“ og segist hafa “goldið þess” að vera “karlmaður og Íslendingur” – en þau ummæli hefur Tryggvi reyndar fellt út úr upprunalegri færslu. „Þú sást þig knúinn til þess að bæta ummælum við færsluna og eru þau svohljóðandi: “Ömurlegar fréttir kæri félagi - á löngum ferli mínum í störfum fyrir þetta stóra stéttarfélag hefur við mig aldrei orði verið á þig hallað - þvert á móti.” Þú ert lögfræðingur Alþýðusambands Íslands og nýtur sem slíkur mikillar virðingarstöðu. Horft er til orða þinna ekki aðeins sem leiðsagnar eða álits, heldur jafnvel sem einhvers konar úrskurðar, enda er það svo að Alþýðusambandinu er treyst til að skera úr um ýmis mál sem varða aðildarfélögin og kemur þá iðulega til þinna kasta,“ segir meðal annars í harðorðu bréfi Sólveigar. ASÍ tapað trúverðugleika sínum Vísir hefur reynt að ná tali af Magnúsi, nú fjórum klukkustundum eftir að Sólveig Anna birti bréf sitt en án árangurs. Sjálf segist Sólveig Anna að enn hafi engin viðbrögð við erindi hennar komið frá ASÍ. Bréf Sólveigar til Magnúsar er ítarlegt en þar segir meðal annars að hún telji hann hafa gert ASÍ vanhæft til aðkomu að málum sem snerta kynbundið ofbeldi og áreiti. „Stofnun sem felur karli með þín viðhorf og hugmyndir um hvað telst ásættanleg opinber framganga í slíkum málum stöðu æðsta lögfræðivalds hefur tapað trúverðugleika sínum. Enginn þolandi í kynbundnu ofbeldis- eða áreitnismáli getur treyst því að mál þeirra fái faglega eða hlutlausa meðferð af hálfu ASÍ meðan þú gegnir þar þeirri stöðu sem þú gerir,“ segir Sólveig. En sjá má bréf hennar í heild í innfelldri færslu hennar hér ofar.
Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Lögreglumál Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent