Sagt er frá atvikinu í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að málið hafi átt sér stað í morgun þar sem lögreglumennirnir hafi verið við skyldustörf.
Jóhann Karl segir lögreglumennina hafa verið slegna í framan en að þeir séu ekki alvarlega slasaðir.