Tillögu um neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur vísað til velferðarráðs Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2021 22:07 Tillagan felur í sér að koma á fót nýju neyðarathvarfi fyrir heimilislausar konur í formi herbergjagistingar og yrði starfrækt með skaðaminnkandi nálgun. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur til velferðarráðs. Tillagan felur í sér að koma á fót nýju neyðarathvarfi fyrir heimilislausar konur í formi herbergjagistingar og yrði starfrækt með skaðaminnkandi nálgun. Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum segir að athvarfið yrði sambærilegt því sem komið var á í Skipholti sem neyðarhúsnæði vegna Covid-19. Því hefur verið lokað. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Ég fagna því auðvitað að meirihlutinn í borgarstjórn hafi ekki fellt málið heldur vísað því til meðferðar Velferðarráðs, hvar ég á sæti. Þó ekki sé um fullnaðarsigur að ræða þá er fyrsta orrustan unnin og ég mun fylgja málinu fast eftir í velferðarráði, enda þolir það enga bið eðli málsins samkvæmt,“ er haft eftir Ragnhildi Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur, fyrsta varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og flytjanda tillögunnar í áðurnefndri tilkynningu. Ragnhildur segir þennan hóp kvenna hafa beðið eftir úrræðinu og þær séu á götunni í kuldanum sem fylgi þessum árstíma. Ragnhildur segist bjartsýn á að unnið verði úr tillögunni eins og Sjálfstæðismenn hafi lagt upp með en það muni taka lengri tíma en hún vonaðist til. „Neyðarhúsið í Skipholti hafði þá sérstöðu umfram önnur hefðbundin neyðarskýli að vera herbergjagisting. Þar voru konur með sitt eigið herbergi þar sem öryggi þeirra var tryggt og þær gátu haft eigur sínar í friði. Þá höfðu þær einnig sér baðherbergi. Neyðarhúsið var jafnframt opið allan sólarhringinn vegna aðstæðna og því höfðu konurnar meiri stjórn á því hvernig þær ráðstöfuðu degi sínum en ella,“ segir í greinargerð með tillögunni. Þar segir einnig að aðsókn í úrræðið hafi verið mikil og það hafi verið upplifun starfsfólk að fyrirkomulagið reyndist þeim sem notuðu sér þjónustuna betur en hefðbundið neyðarskýli. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum segir að athvarfið yrði sambærilegt því sem komið var á í Skipholti sem neyðarhúsnæði vegna Covid-19. Því hefur verið lokað. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Ég fagna því auðvitað að meirihlutinn í borgarstjórn hafi ekki fellt málið heldur vísað því til meðferðar Velferðarráðs, hvar ég á sæti. Þó ekki sé um fullnaðarsigur að ræða þá er fyrsta orrustan unnin og ég mun fylgja málinu fast eftir í velferðarráði, enda þolir það enga bið eðli málsins samkvæmt,“ er haft eftir Ragnhildi Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur, fyrsta varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og flytjanda tillögunnar í áðurnefndri tilkynningu. Ragnhildur segir þennan hóp kvenna hafa beðið eftir úrræðinu og þær séu á götunni í kuldanum sem fylgi þessum árstíma. Ragnhildur segist bjartsýn á að unnið verði úr tillögunni eins og Sjálfstæðismenn hafi lagt upp með en það muni taka lengri tíma en hún vonaðist til. „Neyðarhúsið í Skipholti hafði þá sérstöðu umfram önnur hefðbundin neyðarskýli að vera herbergjagisting. Þar voru konur með sitt eigið herbergi þar sem öryggi þeirra var tryggt og þær gátu haft eigur sínar í friði. Þá höfðu þær einnig sér baðherbergi. Neyðarhúsið var jafnframt opið allan sólarhringinn vegna aðstæðna og því höfðu konurnar meiri stjórn á því hvernig þær ráðstöfuðu degi sínum en ella,“ segir í greinargerð með tillögunni. Þar segir einnig að aðsókn í úrræðið hafi verið mikil og það hafi verið upplifun starfsfólk að fyrirkomulagið reyndist þeim sem notuðu sér þjónustuna betur en hefðbundið neyðarskýli.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira