1.592 látist í umferðarslysum á Íslandi frá 1915 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2021 09:08 Viðbragðsaðilar kveikja á kertum til minningar um þá sem hafa látist í umferðarslysum 21. nóvember í fyrra. Frá því að fyrsta banaslysið í umferðinni var skráð á Íslandi árið 1915 hafa 1.592 látist í umferðinni, til og með 16. nóvember síðastliðnum. Sjö einstaklingar hafa látist það sem af er þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samgöngustofu, þar sem vakin er athygli á alþjóðlegum minningardegi um þá sem látist hafa í umferðinni, 21. nóvember. Í ár verður dagurinn notaður til að beina sjónum að afleiðingum þess að nota ekki öryggisbelti. „Tilgangurinn með deginum er að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni; leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni. Þá er rík hefð fyrir því á minningardeginum að færa starfsstéttum, sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður, þakkir fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf. Minningardagurinn er alþjóðlegur undir merkjum Sameinuðu þjóðanna, sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu. Um það bil 3.600 einstaklingar láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum,“ segir í tilkynningunni. Umferðarslys snerta fjölda manns utan þeirra sem í þeim lenda, bæði viðbragðsaðila og aðstandendur, sem sitja eftir með sorgina. Ef horft er til síðustu 10 ára hafa 12 manns látist í umferðinni að meðaltali ár hvert. Áratuginn þar á undan, árin 2001 til 2010, létust að meðaltali 20 manns í umferðinni á hverju ári. „Segja má að allt samfélagið deili með sér alvarlegum afleiðingum umferðarslysa. Vart er til sá einstaklingur sem þekkir ekki einhvern sem lent hefur í alvarlegu slysi í umferðinni. Það er því til mikils að vinna að koma í veg fyrir slysin og megi þessi dagur efla vitund okkar fyrir því og ábyrgð.“ Efnt verður til minningarathafnar við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð kl. 14. Þar verða forseti Íslands og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra viðstaddir og flytja ávörp. Þá verður einnig kveikt á kertum til minningar um fórnarlömb umferðarslysa. Boðuð verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í en vegna kórónuveirufaraldursins verður streymt frá athöfninni á vef minningardagsins. Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samgöngustofu, þar sem vakin er athygli á alþjóðlegum minningardegi um þá sem látist hafa í umferðinni, 21. nóvember. Í ár verður dagurinn notaður til að beina sjónum að afleiðingum þess að nota ekki öryggisbelti. „Tilgangurinn með deginum er að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni; leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni. Þá er rík hefð fyrir því á minningardeginum að færa starfsstéttum, sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður, þakkir fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf. Minningardagurinn er alþjóðlegur undir merkjum Sameinuðu þjóðanna, sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu. Um það bil 3.600 einstaklingar láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum,“ segir í tilkynningunni. Umferðarslys snerta fjölda manns utan þeirra sem í þeim lenda, bæði viðbragðsaðila og aðstandendur, sem sitja eftir með sorgina. Ef horft er til síðustu 10 ára hafa 12 manns látist í umferðinni að meðaltali ár hvert. Áratuginn þar á undan, árin 2001 til 2010, létust að meðaltali 20 manns í umferðinni á hverju ári. „Segja má að allt samfélagið deili með sér alvarlegum afleiðingum umferðarslysa. Vart er til sá einstaklingur sem þekkir ekki einhvern sem lent hefur í alvarlegu slysi í umferðinni. Það er því til mikils að vinna að koma í veg fyrir slysin og megi þessi dagur efla vitund okkar fyrir því og ábyrgð.“ Efnt verður til minningarathafnar við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð kl. 14. Þar verða forseti Íslands og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra viðstaddir og flytja ávörp. Þá verður einnig kveikt á kertum til minningar um fórnarlömb umferðarslysa. Boðuð verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í en vegna kórónuveirufaraldursins verður streymt frá athöfninni á vef minningardagsins.
Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira