Forstjóri Festi hótar að reka starfsfólk ef hagvaxtaraukinn kemur til framkvæmda! Vilhjálmur Birgisson skrifar 18. nóvember 2021 12:31 Í fréttum í dag kom fram að hagvaxtaraukinn komi fyrirtækjum spánskt fyrir sjónir en mikið ofboðsleg hræsni er í þessu fólki. En nú grenja sumir atvinnurekendur eins og stunginn grís yfir því að það hagvaxtaraukinn í lífskjarasamningnum komi hugsanlega til framkvæmda á næsta ári. Núna sprettur t.d. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festa, sem rekur ELKO, Krónuna og N1 fram og hótar að það séu bara tvær leiðir til að takast á við greiðslu á hagvaxtaraukanum það er annaðhvort að hækka vöruverð eða að fækka starfsfólki. Að hugsa sér svona hótun, en við gengum frá samningum sem kváðu á um að ef hagvöxtur á pr. mann fer upp fyrir vissa prósentu þá komi til greiðslu á hagvaxtaraukanum og nemur sú greiðsla frá 3.000 kr. til 13.000 kr. Nú vilja vissir atvinnurekendur ekkert fara eftir þessum samningum og hræsnin í þessu fólki ríður ekki við einteyming. Nægir t.d. að nefna í því samhengi að það kom fram í fréttum að Festi hafi hagnast um 2,3 milljarða á árinu 2020 og velta t.d. hjá Krónunni hafi aldrei verið meiri og hagnaður Krónunnar hafi aukist um 22%. Tala svo um að eina leiðin til að borga þennan hagvaxtaauka sem muni kosta fyrirtækið hugsanlega 300 milljónir sé að reka starfsfólk eða hækka vöruverð. Halló Festi skilaði 2,3 milljörðum í hagnað er ekki nóg að hagnaður verði t.d. 2 milljarðar? Hagnaður Festi er ekki eina hræsnið í þessu samhengi því að þessi sami forstjóri, Eggert Þór, sem núna grenjar eins og enginn sé morgundagurinn yfir því að þurfa hugsanlega að greiða fólki sem tekur laun eftir afar lágum launatöxtum fékk sjálfur fimm mánaða bónus árið 2019 og fóru árslaun hans úr 61,7 milljónum króna í 73,4 milljónir eða sem nemur tæpum 12 milljóna króna hækkun launa á ársgrundvelli. Mánaðarlaun hans fóru úr 5,1 milljón í 6,1 milljón á mánuði. Svo koma svona græðgispungar og væla yfir því að fólkið á gólfinu sem skapar arðinn hjá fyrirtækinu eigi hugsanlega möguleika að fá aukahækkun í formi þess sem samið var í lífskjarasamningum í formi hagvaxtarauka. Mér sýnist að hroki og fyrirlitning sumra atvinnurekenda í garð sinna starfsmanna muni kalla á að launafólk skuli búa sig undir átök á íslenskum vinnumarkaði á næsta ári. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Í fréttum í dag kom fram að hagvaxtaraukinn komi fyrirtækjum spánskt fyrir sjónir en mikið ofboðsleg hræsni er í þessu fólki. En nú grenja sumir atvinnurekendur eins og stunginn grís yfir því að það hagvaxtaraukinn í lífskjarasamningnum komi hugsanlega til framkvæmda á næsta ári. Núna sprettur t.d. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festa, sem rekur ELKO, Krónuna og N1 fram og hótar að það séu bara tvær leiðir til að takast á við greiðslu á hagvaxtaraukanum það er annaðhvort að hækka vöruverð eða að fækka starfsfólki. Að hugsa sér svona hótun, en við gengum frá samningum sem kváðu á um að ef hagvöxtur á pr. mann fer upp fyrir vissa prósentu þá komi til greiðslu á hagvaxtaraukanum og nemur sú greiðsla frá 3.000 kr. til 13.000 kr. Nú vilja vissir atvinnurekendur ekkert fara eftir þessum samningum og hræsnin í þessu fólki ríður ekki við einteyming. Nægir t.d. að nefna í því samhengi að það kom fram í fréttum að Festi hafi hagnast um 2,3 milljarða á árinu 2020 og velta t.d. hjá Krónunni hafi aldrei verið meiri og hagnaður Krónunnar hafi aukist um 22%. Tala svo um að eina leiðin til að borga þennan hagvaxtaauka sem muni kosta fyrirtækið hugsanlega 300 milljónir sé að reka starfsfólk eða hækka vöruverð. Halló Festi skilaði 2,3 milljörðum í hagnað er ekki nóg að hagnaður verði t.d. 2 milljarðar? Hagnaður Festi er ekki eina hræsnið í þessu samhengi því að þessi sami forstjóri, Eggert Þór, sem núna grenjar eins og enginn sé morgundagurinn yfir því að þurfa hugsanlega að greiða fólki sem tekur laun eftir afar lágum launatöxtum fékk sjálfur fimm mánaða bónus árið 2019 og fóru árslaun hans úr 61,7 milljónum króna í 73,4 milljónir eða sem nemur tæpum 12 milljóna króna hækkun launa á ársgrundvelli. Mánaðarlaun hans fóru úr 5,1 milljón í 6,1 milljón á mánuði. Svo koma svona græðgispungar og væla yfir því að fólkið á gólfinu sem skapar arðinn hjá fyrirtækinu eigi hugsanlega möguleika að fá aukahækkun í formi þess sem samið var í lífskjarasamningum í formi hagvaxtarauka. Mér sýnist að hroki og fyrirlitning sumra atvinnurekenda í garð sinna starfsmanna muni kalla á að launafólk skuli búa sig undir átök á íslenskum vinnumarkaði á næsta ári. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun