Hvað getur hið opinbera gert til að draga úr verðbólgunni? Ólafur Stephensen skrifar 19. nóvember 2021 11:30 Verðbólgan hefur náð sér á strik undanfarna mánuði. Hún mældist 4,5% í síðasta mánuði og ýmsar spár gera ráð fyrir að hún verði um eða yfir 5% í þessum mánuði. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út í vikunni, er því spáð að verðbólga verði yfir 4% langt fram á næsta ár, með öðrum orðum vel yfir markmiði bankans um 2,5%. Hækkanir á húsnæðismarkaði vega sem fyrr þungt í verðbólgunni, en sömuleiðis er talsverð innflutt verðbólga eins og það er kallað, ekki sízt vegna gífurlegra hækkana á flutningskostnaði og hrávöruverði á alþjóðamörkuðum, sem eru flestar með beinum eða óbeinum hætti afleiðing heimsfaraldursins. Birgjar margra innflutningsfyrirtækja hafa hækkað verð og verð á aðföngum til innlendrar framleiðslu hafa sömuleiðis hækkað mikið. Þótt fyrirtæki leggi mikið á sig til að finna leiðir til að lækka annan kostnað og komast hjá því að velta hækkunum út í verðlagið, verður ekki horft framhjá þessari alþjóðlegu þróun. Verðbólgan skerðir hag jafnt fyrirtækja og almennings. Sama á við um vaxtahækkanir, sem eru helzta tæki Seðlabankans til að hafa hemil á verðbólgunni. Stytt í verndaraðgerð fyrir innlenda framleiðendur Við þessar aðstæður ættu stjórnvöld því væntanlega að gera allt sem þau geta til að halda verðlagi niðri. Sumar ákvarðanir þeirra hafa þó áhrif í þveröfuga átt. Undir lok síðasta árs ákvað Alþingi til dæmis að breyta nýju fyrirkomulagi við útboð tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur, sem hafði reynzt neytendum til hagsbóta, tímabundið aftur til fyrra horfs. Breytingin var gerð í þeim yfirlýsta tilgangi að hækka verð á innfluttum búvörum og auðvelda þar með innlendum framleiðendum að halda uppi verði á sinni vöru. Þetta óhagstæða útboðsfyrirkomulag á að gilda fram í ágúst á næsta ári. Þegar Alþingi kemur saman hefur það tækifæri til að stytta þann tíma og stuðla þannig að lækkun verðlags. Efnt loforðin um hagstæðara regluverk og skattaumhverfi Allir ríkisstjórnarflokkarnir gáfu fyrirheit fyrir kosningar um einfaldara og hagstæðara regluverk og skattaumhverfi fyrirtækja, ekki sízt þeirra minni og meðalstóru. Mest myndi fyrirtækin muna um lækkun á tryggingagjaldinu sem lagt er á launagreiðslur. Þegar þingið kemur saman til að afgreiða fjárlagafrumvarp hefur stjórnarmeirihlutinn tækifæri til að efna kosningaloforðin og létta reglubyrði og álögum af fyrirtækjunum. Það myndi auðvelda þeim að velta ekki kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Lækkað fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði Líkt og Félag atvinnurekenda hefur ítrekað bent á, eru sveitarfélögin ekki stikkfrí í umræðunni um efnahagslegan stöðugleika. Þau hafa innheimt milljarða á milljarða ofan í aukna skatta af fyrirtækjum vegna hækkana fasteignamats, sem fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði eru reiknaðir af. Þannig hækkuðu skattgreiðslur fyrirtækjanna til sveitarfélaga um tæplega 70% á sex árum! Þótt sum sveitarfélög hafi orðið við áskorun Félags atvinnurekenda um að lækka álagningarprósentuna á næsta ári til að vega upp á móti hækkunum fasteignamats, virðist algengt að álagning fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði í stærri sveitarfélögum landsins hækki um 7-8% á næsta ári, vel umfram verðbólgu. Frá því eru heiðarlegar undantekningar, eins og í Vestmannaeyjum þar sem tekjur bæjarins af atvinnuhúsnæði munu lækka á milli ára. Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga hafa víðast hvar ekki verið afgreiddar og enn er tækifæri fyrir sveitarstjórnarmenn að axla ábyrgð og tryggja að hækkun skattbyrði fyritækja vegna atvinnuhúsnæðis verði hófleg. Það myndi líka hjálpa fyrirtækjunum að halda verðlagi stöðugu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Verðbólgan hefur náð sér á strik undanfarna mánuði. Hún mældist 4,5% í síðasta mánuði og ýmsar spár gera ráð fyrir að hún verði um eða yfir 5% í þessum mánuði. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út í vikunni, er því spáð að verðbólga verði yfir 4% langt fram á næsta ár, með öðrum orðum vel yfir markmiði bankans um 2,5%. Hækkanir á húsnæðismarkaði vega sem fyrr þungt í verðbólgunni, en sömuleiðis er talsverð innflutt verðbólga eins og það er kallað, ekki sízt vegna gífurlegra hækkana á flutningskostnaði og hrávöruverði á alþjóðamörkuðum, sem eru flestar með beinum eða óbeinum hætti afleiðing heimsfaraldursins. Birgjar margra innflutningsfyrirtækja hafa hækkað verð og verð á aðföngum til innlendrar framleiðslu hafa sömuleiðis hækkað mikið. Þótt fyrirtæki leggi mikið á sig til að finna leiðir til að lækka annan kostnað og komast hjá því að velta hækkunum út í verðlagið, verður ekki horft framhjá þessari alþjóðlegu þróun. Verðbólgan skerðir hag jafnt fyrirtækja og almennings. Sama á við um vaxtahækkanir, sem eru helzta tæki Seðlabankans til að hafa hemil á verðbólgunni. Stytt í verndaraðgerð fyrir innlenda framleiðendur Við þessar aðstæður ættu stjórnvöld því væntanlega að gera allt sem þau geta til að halda verðlagi niðri. Sumar ákvarðanir þeirra hafa þó áhrif í þveröfuga átt. Undir lok síðasta árs ákvað Alþingi til dæmis að breyta nýju fyrirkomulagi við útboð tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur, sem hafði reynzt neytendum til hagsbóta, tímabundið aftur til fyrra horfs. Breytingin var gerð í þeim yfirlýsta tilgangi að hækka verð á innfluttum búvörum og auðvelda þar með innlendum framleiðendum að halda uppi verði á sinni vöru. Þetta óhagstæða útboðsfyrirkomulag á að gilda fram í ágúst á næsta ári. Þegar Alþingi kemur saman hefur það tækifæri til að stytta þann tíma og stuðla þannig að lækkun verðlags. Efnt loforðin um hagstæðara regluverk og skattaumhverfi Allir ríkisstjórnarflokkarnir gáfu fyrirheit fyrir kosningar um einfaldara og hagstæðara regluverk og skattaumhverfi fyrirtækja, ekki sízt þeirra minni og meðalstóru. Mest myndi fyrirtækin muna um lækkun á tryggingagjaldinu sem lagt er á launagreiðslur. Þegar þingið kemur saman til að afgreiða fjárlagafrumvarp hefur stjórnarmeirihlutinn tækifæri til að efna kosningaloforðin og létta reglubyrði og álögum af fyrirtækjunum. Það myndi auðvelda þeim að velta ekki kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Lækkað fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði Líkt og Félag atvinnurekenda hefur ítrekað bent á, eru sveitarfélögin ekki stikkfrí í umræðunni um efnahagslegan stöðugleika. Þau hafa innheimt milljarða á milljarða ofan í aukna skatta af fyrirtækjum vegna hækkana fasteignamats, sem fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði eru reiknaðir af. Þannig hækkuðu skattgreiðslur fyrirtækjanna til sveitarfélaga um tæplega 70% á sex árum! Þótt sum sveitarfélög hafi orðið við áskorun Félags atvinnurekenda um að lækka álagningarprósentuna á næsta ári til að vega upp á móti hækkunum fasteignamats, virðist algengt að álagning fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði í stærri sveitarfélögum landsins hækki um 7-8% á næsta ári, vel umfram verðbólgu. Frá því eru heiðarlegar undantekningar, eins og í Vestmannaeyjum þar sem tekjur bæjarins af atvinnuhúsnæði munu lækka á milli ára. Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga hafa víðast hvar ekki verið afgreiddar og enn er tækifæri fyrir sveitarstjórnarmenn að axla ábyrgð og tryggja að hækkun skattbyrði fyritækja vegna atvinnuhúsnæðis verði hófleg. Það myndi líka hjálpa fyrirtækjunum að halda verðlagi stöðugu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun