Ný hæð borgar fyrir lyftu og viðhald Ævar Harðarson skrifar 19. nóvember 2021 12:01 Í kynningu sem var að hefjast á hugmyndum og tillögum að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru sýndar hugmyndir um að heimila húsfélögum lyftulausra fjölbýlishúsa að bæta við íbúðarhæð samtímis því sem bætt er við lyftu. Sömu heimildir eru eða verða til staðar í öðrum hverfum þegar hverfisskipulag hefur verið samþykkt fyrir þau, en talið er að á milli átta og tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í þriggja til fimm hæða háum fjölbýlishúsum án lyftu. Með því að heimila húsfélögum að ráðast í þessar breytingar er hægt að bæta aðgengi að þúsundum íbúða. Þannig mun til dæmis eldra fólk með minnkandi hreyfigetu geta búið lengur í sínum íbúðum. Gera má ráð fyrir að verðmæti eigna aukist þar sem lyftum er bætt við byggingar en auk þess getur sala á byggingarétti ofan á fjölbýlishús mögulega bæði staðið undir kostnaði við að setja lyftu og fjármagnað viðhald og þannig sparað eigendum íbúða umtalsvert fé. Taka verður fram að þessar byggingarheimildir tilheyra alfarið viðkomandi húsfélagi og eru eign þess. Borgin er að færa lóðarhöfum og eigendum fasteigna þessa möguleika, það er síðan þeirra ákvörðun hvort skal nýta heimildirnar. Talið er að á milli átta og tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í þriggja til fimm hæða háum fjölbýlishúsum án lyftu. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Í því sambandi er sérstaklega horft til einstaklinga með skerta hreyfigetu og aldraðra.Bragi Þór Jósefsson Ófullnægjandi aðgengi Í Reykjavík er mikill fjöldi af eldri fjölbýlishúsum sem byggð voru á 60 ára tímabili frá því um miðja síðustu öld sem flest eru án lyftu og á þremur til fimm hæðum. Flest þessara húsa eru fjórar hæðir en í Byggingarsamþykkt Reykjavíkur frá 1965 segir: „Sé íbúðarhús meira en fjórar hæðir, skal vera lyfta“. Afleiðingin af þessu ákvæði, sem var í gildi nánast óbreytt fram til 2012, var að flest fjölbýlishús sem byggð voru í Reykjavík urðu fjórar hæðir eða lægri og án lyftu. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Í því sambandi er sérstaklega horft til einstaklinga með skerta hreyfigetu og aldraðra. Þessar byggingar hafa mörg sameiginleg einkenni eins og aflangt form, þrjár til fimm hæðir auk þess að vera undantekningalaust án lyftu. Húsin standa yfirleitt saman í skipulögðum röðum á stórum lóðum, sem nýta má betur. Þau er víða í borginni í grónum hverfum eins og Vesturbæ, Hlíðum, Háaleiti, Heimum, Bústaðahverfi, Árbæ og Breiðholti. Litlar breytingar hafa verið gerðar á þessum fjölbýlishúsum. Nokkur þeirra hafa þó verið klædd að utan og svalir yfirbyggðar. Það þekkist vart að lyftur hafi verið settar í þessi hús til að bæta aðgengi eða að þau hafi verið stækkuð. Þessi gerð fjölbýlishúsa er ekki séríslenskt fyrirbæri. Eftir seinni heimstyrjöld voru sambærileg fjölbýlishús byggð um alla Evrópu í hundruða þúsunda tali. Víða í Evrópu hafa verið gerðar breytingar á þessum húsakosti, meðal annars vegna lélegs ástands og félagslegra vandamála. Teikningin sýnir mögulega ofanábyggingu með nýjum íbúðum ásamt lyftum sem tengdar eru við allar hæðir til að bæta aðgengi.Trípolí arkitektar Möguleg fyrirmynd Í hverfisskipulagi sem var samþykkt fyrir Árbæ 2019 voru í fyrsta skipti veittar sérstakar heimildir til að bæta aðgengi með því að setja lyftur við slík fjölbýlishús. Sömu heimildir eru í hverfisskipulagi fyrir Breiðholt. Enn sem komið er hafa engin húsfélög nýtt sér þessar heimildir. Hindranir sem bent er á er skortur á góðum fyrirmyndum. Einnig dreift eignarhald í fjölbýlishúsum og ákvæði um að samþykki allra eigenda þurfi að liggja fyrir áður en ráðist er í framkvæmdir. Í raun þýðir þetta að allir í tilteknu húsfélagi þurfi að samþykkja slíkar breytingar samkvæmt ákvæðum í lögum um fjöleignahús. Þeir farartálmar eru hins vegar ekki til staðar þar sem allar íbúðir í einu fjölbýlishúsi eru í sömu eigu, eins og á við um byggingar Félagsbústaða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur því ákveðið að standa fyrir hugmyndasamkeppni í samvinnu Félagsbústaði og Arkitektafélag Íslands til að þróa þetta mikilvæga mál áfram. Vonast er til að út úr slíkri hönnunarsamkeppi komi góðar, fallegar og hagkvæmar lausnir sem nýst geti öllum íbúum í fjölbýlishúsum sem í dag eru með ófullnægjandi aðgengi. Vinnutillögur fyrir hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru til sýnis á Kjarvalsstöðum frá 19. til 26. nóvember og á vefnum til 21. janúar. Opið er fyrir ábendingar og athugasemdir til sama dags. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt, umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ævar Harðarson Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Í kynningu sem var að hefjast á hugmyndum og tillögum að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru sýndar hugmyndir um að heimila húsfélögum lyftulausra fjölbýlishúsa að bæta við íbúðarhæð samtímis því sem bætt er við lyftu. Sömu heimildir eru eða verða til staðar í öðrum hverfum þegar hverfisskipulag hefur verið samþykkt fyrir þau, en talið er að á milli átta og tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í þriggja til fimm hæða háum fjölbýlishúsum án lyftu. Með því að heimila húsfélögum að ráðast í þessar breytingar er hægt að bæta aðgengi að þúsundum íbúða. Þannig mun til dæmis eldra fólk með minnkandi hreyfigetu geta búið lengur í sínum íbúðum. Gera má ráð fyrir að verðmæti eigna aukist þar sem lyftum er bætt við byggingar en auk þess getur sala á byggingarétti ofan á fjölbýlishús mögulega bæði staðið undir kostnaði við að setja lyftu og fjármagnað viðhald og þannig sparað eigendum íbúða umtalsvert fé. Taka verður fram að þessar byggingarheimildir tilheyra alfarið viðkomandi húsfélagi og eru eign þess. Borgin er að færa lóðarhöfum og eigendum fasteigna þessa möguleika, það er síðan þeirra ákvörðun hvort skal nýta heimildirnar. Talið er að á milli átta og tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í þriggja til fimm hæða háum fjölbýlishúsum án lyftu. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Í því sambandi er sérstaklega horft til einstaklinga með skerta hreyfigetu og aldraðra.Bragi Þór Jósefsson Ófullnægjandi aðgengi Í Reykjavík er mikill fjöldi af eldri fjölbýlishúsum sem byggð voru á 60 ára tímabili frá því um miðja síðustu öld sem flest eru án lyftu og á þremur til fimm hæðum. Flest þessara húsa eru fjórar hæðir en í Byggingarsamþykkt Reykjavíkur frá 1965 segir: „Sé íbúðarhús meira en fjórar hæðir, skal vera lyfta“. Afleiðingin af þessu ákvæði, sem var í gildi nánast óbreytt fram til 2012, var að flest fjölbýlishús sem byggð voru í Reykjavík urðu fjórar hæðir eða lægri og án lyftu. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Í því sambandi er sérstaklega horft til einstaklinga með skerta hreyfigetu og aldraðra. Þessar byggingar hafa mörg sameiginleg einkenni eins og aflangt form, þrjár til fimm hæðir auk þess að vera undantekningalaust án lyftu. Húsin standa yfirleitt saman í skipulögðum röðum á stórum lóðum, sem nýta má betur. Þau er víða í borginni í grónum hverfum eins og Vesturbæ, Hlíðum, Háaleiti, Heimum, Bústaðahverfi, Árbæ og Breiðholti. Litlar breytingar hafa verið gerðar á þessum fjölbýlishúsum. Nokkur þeirra hafa þó verið klædd að utan og svalir yfirbyggðar. Það þekkist vart að lyftur hafi verið settar í þessi hús til að bæta aðgengi eða að þau hafi verið stækkuð. Þessi gerð fjölbýlishúsa er ekki séríslenskt fyrirbæri. Eftir seinni heimstyrjöld voru sambærileg fjölbýlishús byggð um alla Evrópu í hundruða þúsunda tali. Víða í Evrópu hafa verið gerðar breytingar á þessum húsakosti, meðal annars vegna lélegs ástands og félagslegra vandamála. Teikningin sýnir mögulega ofanábyggingu með nýjum íbúðum ásamt lyftum sem tengdar eru við allar hæðir til að bæta aðgengi.Trípolí arkitektar Möguleg fyrirmynd Í hverfisskipulagi sem var samþykkt fyrir Árbæ 2019 voru í fyrsta skipti veittar sérstakar heimildir til að bæta aðgengi með því að setja lyftur við slík fjölbýlishús. Sömu heimildir eru í hverfisskipulagi fyrir Breiðholt. Enn sem komið er hafa engin húsfélög nýtt sér þessar heimildir. Hindranir sem bent er á er skortur á góðum fyrirmyndum. Einnig dreift eignarhald í fjölbýlishúsum og ákvæði um að samþykki allra eigenda þurfi að liggja fyrir áður en ráðist er í framkvæmdir. Í raun þýðir þetta að allir í tilteknu húsfélagi þurfi að samþykkja slíkar breytingar samkvæmt ákvæðum í lögum um fjöleignahús. Þeir farartálmar eru hins vegar ekki til staðar þar sem allar íbúðir í einu fjölbýlishúsi eru í sömu eigu, eins og á við um byggingar Félagsbústaða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur því ákveðið að standa fyrir hugmyndasamkeppni í samvinnu Félagsbústaði og Arkitektafélag Íslands til að þróa þetta mikilvæga mál áfram. Vonast er til að út úr slíkri hönnunarsamkeppi komi góðar, fallegar og hagkvæmar lausnir sem nýst geti öllum íbúum í fjölbýlishúsum sem í dag eru með ófullnægjandi aðgengi. Vinnutillögur fyrir hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru til sýnis á Kjarvalsstöðum frá 19. til 26. nóvember og á vefnum til 21. janúar. Opið er fyrir ábendingar og athugasemdir til sama dags. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt, umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun