Hópuðust saman við heimili samnemanda og ætluðu að taka lögin í sínar hendur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. nóvember 2021 19:07 Lögregla var kölluð að heimilinu klukkan um 20 mínútur í tíu í gærkvöldi. vísir/tumi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að heimili í Garðabæ í gærkvöldi en stór hópur krakka hafði safnast saman fyrir utan það og haft í hótunum við heimilisfólkið. Aðstoðaryfirlögregluþjónn gerir ráð fyrir að heimilisfólkið leggi inn kærur á morgun og að málið verði í framhaldi unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, enda séu krakkarnir ósakhæfir. „Þetta mál varðar hótanir frá ólögráða einstaklingum sem eru þarna að veitast að fólkinu sem býr í húsinu út af einhverju myndskeiði á TikTok sem er síðan sagður vera tilbúningur,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Krakkarnir eru á unglingastigi og voru komnir ansi margir saman fyrir utan heimili fólksins í gær, jafnvel einhverjir tugir krakka. Ásakanir á samfélagsmiðlum Umrætt myndband tengist 13 ára samnemanda krakkanna en hann er þar sakaður um alvarlegt athæfi. Skólastjórinn sendi foreldrum póst í dag þar sem málið var rætt og foreldrar eindregið hvattir til að ræða við börn sín um alvarleika þess að taka þátt í árásum, ofbeldi og hótunum á hendur öðru barni. Í pósti skólastjórans er málið rakið og talað um að nemandinn hafi verið sakaður um alvarlegt athæfi á samfélagsmiðlum. Ásakanirnar hafi síðan undið upp á sig alla vikuna. Í kjölfarið hafi skemmdarverk verið unnin á skáp nemandans og námsgögnum og loks á heimili hans. Myndir hafi verið birtar af heimilinu á samfélagsmiðlum ásamt nöfnum og símanúmerum hans og foreldra hans. Í gærkvöldi hafi síðan nokkrir tugir krakka safnast saman fyrir utan heimilið og símhringingum og skilaboðum tók að rigna inn til heimilismanna þar sem nemandanum var meðal annars hótað lífláti og hvattur til að drepa sig. Svona virkar réttarkerfið ekki „Það var mikið áreiti þarna í gær og símarnir hjá fólkinu hringdu allir látlaust,“ segir Skúli. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.vísir/vilhelm Málið sé viðkvæmt enda um ólögráða einstaklinga að ræða þar. Sakhæfisaldur á Íslandi er þó 15 ára og þeir sem brjóta af sér á þeim aldri lúti sömu lögmálum og fullorðnir þegar kemur að kærum og lögreglurannsókn. Þegar um yngri einstaklinga sé að ræða verði að vinna slík mál í nánu samstarfi við barnaverndaryfirvöld. „Við gerum ráð fyrir því að íbúarnir þarna komi til okkar í fyrramálið og leggi fram kærur vegna málsins. Síðan, eins og gefur að skilja, þegar við erum að tala um svona ósakhæfa grunnskólakrakka þá er þetta orðið flókið og við verðum að vinna það með barnaverndaryfirvöldum,“ segir Skúli. Honum sýnist sem þarna hafi einhver umræða á samfélagsmiðlum farið gjörsamlega úr böndunum hjá krökkunum. „Svo virðist sem þarna ætli þau að fara að taka málin í sínar hendur og afgreiða eitthvað vegna einhverra ásakana sem hafa farið af stað. En svoleiðis virkar okkar réttarkerfi bara alls ekki og mikilvægt að þau skilji það.“ Lögreglumál Garðabær Grunnskólar Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira
„Þetta mál varðar hótanir frá ólögráða einstaklingum sem eru þarna að veitast að fólkinu sem býr í húsinu út af einhverju myndskeiði á TikTok sem er síðan sagður vera tilbúningur,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Krakkarnir eru á unglingastigi og voru komnir ansi margir saman fyrir utan heimili fólksins í gær, jafnvel einhverjir tugir krakka. Ásakanir á samfélagsmiðlum Umrætt myndband tengist 13 ára samnemanda krakkanna en hann er þar sakaður um alvarlegt athæfi. Skólastjórinn sendi foreldrum póst í dag þar sem málið var rætt og foreldrar eindregið hvattir til að ræða við börn sín um alvarleika þess að taka þátt í árásum, ofbeldi og hótunum á hendur öðru barni. Í pósti skólastjórans er málið rakið og talað um að nemandinn hafi verið sakaður um alvarlegt athæfi á samfélagsmiðlum. Ásakanirnar hafi síðan undið upp á sig alla vikuna. Í kjölfarið hafi skemmdarverk verið unnin á skáp nemandans og námsgögnum og loks á heimili hans. Myndir hafi verið birtar af heimilinu á samfélagsmiðlum ásamt nöfnum og símanúmerum hans og foreldra hans. Í gærkvöldi hafi síðan nokkrir tugir krakka safnast saman fyrir utan heimilið og símhringingum og skilaboðum tók að rigna inn til heimilismanna þar sem nemandanum var meðal annars hótað lífláti og hvattur til að drepa sig. Svona virkar réttarkerfið ekki „Það var mikið áreiti þarna í gær og símarnir hjá fólkinu hringdu allir látlaust,“ segir Skúli. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.vísir/vilhelm Málið sé viðkvæmt enda um ólögráða einstaklinga að ræða þar. Sakhæfisaldur á Íslandi er þó 15 ára og þeir sem brjóta af sér á þeim aldri lúti sömu lögmálum og fullorðnir þegar kemur að kærum og lögreglurannsókn. Þegar um yngri einstaklinga sé að ræða verði að vinna slík mál í nánu samstarfi við barnaverndaryfirvöld. „Við gerum ráð fyrir því að íbúarnir þarna komi til okkar í fyrramálið og leggi fram kærur vegna málsins. Síðan, eins og gefur að skilja, þegar við erum að tala um svona ósakhæfa grunnskólakrakka þá er þetta orðið flókið og við verðum að vinna það með barnaverndaryfirvöldum,“ segir Skúli. Honum sýnist sem þarna hafi einhver umræða á samfélagsmiðlum farið gjörsamlega úr böndunum hjá krökkunum. „Svo virðist sem þarna ætli þau að fara að taka málin í sínar hendur og afgreiða eitthvað vegna einhverra ásakana sem hafa farið af stað. En svoleiðis virkar okkar réttarkerfi bara alls ekki og mikilvægt að þau skilji það.“
Lögreglumál Garðabær Grunnskólar Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira