Arnar Daði: Er ekki vanur að hrósa andstæðingnum Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2021 20:10 Tveir sigrar í röð hjá Gróttunni. Stöð 2/Skjáskot Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var að vonum sáttur með sitt lið er þeir sigruðu sinn annan leik í röð á tímabilinu gegn Víking á útivelli sem leikinn var fyrr í kvöld. Staðan var jöfn í hálfleik en í síðari hálfleik varð leikurinn kaflaskiptari sem endaði þó með fjögurra sigri marka sigri Seltirninga. Lokatölur í Víkinni, 26-22. „Þetta venst ágætlega. Þetta var gríðarlega erfiður leikur og Víkingarnir eiga hrós skilið fyrir sína spilamennsku. Ég er nú ekki vanur að hrósa andstæðingnum en við þurftum heldur betur að hafa fyrir þessu í dag.“ Sagði Arnar Daði strax að leik loknum. „Það er eiginlega ekki fyrr en um miðbik seinni hálfleiks sem þeir komast tveimur mörkum yfir að við förum að ná að snúa þessu aðeins okkur í vil. Við tökum þarna 5-1 vörn, við neyðumst eiginlega til þess að gera það. Stundum er bara allt í lagi að neyðast í eitthvað sem við erum ekki búnir að vera að æfa mikið. Lúðvík stóð sig vel fyrir framan og svo var Einar Baldvin frábær í markinu með nánast 50% markvörslu.“ „Þegar við erum komnir einhverjum fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik þá var eins og við værum komnir í einhvern þægindarramma, ég get ekki sagt að við höfum slakað á, en við tókum einhverjar óagaðar ákvarðanir sóknarlega og förum svolítið út úr okkar concepti. Hamza fer á eld þarna og skorar þrjú mörk á stuttum tíma, þá kólnum við aðeins niður.“ „Það var virkilegur karakter í strákunum. Við lendum tveimur mörkum undir í síðari hálfleik og snúum því við með 5-0 kafla. Það er þvílíkur karakter í þessu liði og það er eiginlega bara það sem ég tek út úr þessum leik. Þeir gefast aldrei upp. Þetta var virkilega erfitt eins og ég sagði áðan. Miklu erfiðari leikur heldur en síðasti sigur á móti Stjörnunni. Þetta var erfiður leikur.“ „Lykillinn að sigrinum var að Einar Baldvin var frábær í markinu. Svo var það virkilega agaður sóknarleikur þegar við spiluðum góða sókn. Byrjuð fínt sóknarlega í fyrri hálfleik og síðasta korterið líka. Þá vorum við að spila eftir því sem beðið var um að gera, þá opnaðist þetta. Á sama kafla í fyrri hálfleik vorum við líka að gera það en vorum ekki að nýta opnunina. Þegar þetta fór að detta inn í lokin þá sá maður þetta geisla af strákunum.“ „Við erum að spila núna sjö leiki á 26 dögum. HSÍ vill að við förum að spila átta leiki á 26 dögum en ég ætla að vona að menn fari á engjaveginn að skoða aðeins um hag fyrir leikmönnum, þjálfara og félaganna. Þannig ég ætla að vona að þetta verði bara sjö leikir. Strax á fimmtudaginn spilum við frestaðan leik á móti Selfoss og svo eigum við ÍBV á sunnudaginn og ég er í raun ekki kominn lengra en það. En það er erfið vika framundan og það er gott að fara með sigur inn í hana.“ Olís-deild karla Grótta Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Grótta 22-26 | Víkingar enn stigalausir Gróttumenn gerðu góða ferð í Víkina í Olís deildinni í handbolta í kvöld. 21. nóvember 2021 20:36 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sjá meira
Staðan var jöfn í hálfleik en í síðari hálfleik varð leikurinn kaflaskiptari sem endaði þó með fjögurra sigri marka sigri Seltirninga. Lokatölur í Víkinni, 26-22. „Þetta venst ágætlega. Þetta var gríðarlega erfiður leikur og Víkingarnir eiga hrós skilið fyrir sína spilamennsku. Ég er nú ekki vanur að hrósa andstæðingnum en við þurftum heldur betur að hafa fyrir þessu í dag.“ Sagði Arnar Daði strax að leik loknum. „Það er eiginlega ekki fyrr en um miðbik seinni hálfleiks sem þeir komast tveimur mörkum yfir að við förum að ná að snúa þessu aðeins okkur í vil. Við tökum þarna 5-1 vörn, við neyðumst eiginlega til þess að gera það. Stundum er bara allt í lagi að neyðast í eitthvað sem við erum ekki búnir að vera að æfa mikið. Lúðvík stóð sig vel fyrir framan og svo var Einar Baldvin frábær í markinu með nánast 50% markvörslu.“ „Þegar við erum komnir einhverjum fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik þá var eins og við værum komnir í einhvern þægindarramma, ég get ekki sagt að við höfum slakað á, en við tókum einhverjar óagaðar ákvarðanir sóknarlega og förum svolítið út úr okkar concepti. Hamza fer á eld þarna og skorar þrjú mörk á stuttum tíma, þá kólnum við aðeins niður.“ „Það var virkilegur karakter í strákunum. Við lendum tveimur mörkum undir í síðari hálfleik og snúum því við með 5-0 kafla. Það er þvílíkur karakter í þessu liði og það er eiginlega bara það sem ég tek út úr þessum leik. Þeir gefast aldrei upp. Þetta var virkilega erfitt eins og ég sagði áðan. Miklu erfiðari leikur heldur en síðasti sigur á móti Stjörnunni. Þetta var erfiður leikur.“ „Lykillinn að sigrinum var að Einar Baldvin var frábær í markinu. Svo var það virkilega agaður sóknarleikur þegar við spiluðum góða sókn. Byrjuð fínt sóknarlega í fyrri hálfleik og síðasta korterið líka. Þá vorum við að spila eftir því sem beðið var um að gera, þá opnaðist þetta. Á sama kafla í fyrri hálfleik vorum við líka að gera það en vorum ekki að nýta opnunina. Þegar þetta fór að detta inn í lokin þá sá maður þetta geisla af strákunum.“ „Við erum að spila núna sjö leiki á 26 dögum. HSÍ vill að við förum að spila átta leiki á 26 dögum en ég ætla að vona að menn fari á engjaveginn að skoða aðeins um hag fyrir leikmönnum, þjálfara og félaganna. Þannig ég ætla að vona að þetta verði bara sjö leikir. Strax á fimmtudaginn spilum við frestaðan leik á móti Selfoss og svo eigum við ÍBV á sunnudaginn og ég er í raun ekki kominn lengra en það. En það er erfið vika framundan og það er gott að fara með sigur inn í hana.“
Olís-deild karla Grótta Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Grótta 22-26 | Víkingar enn stigalausir Gróttumenn gerðu góða ferð í Víkina í Olís deildinni í handbolta í kvöld. 21. nóvember 2021 20:36 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Grótta 22-26 | Víkingar enn stigalausir Gróttumenn gerðu góða ferð í Víkina í Olís deildinni í handbolta í kvöld. 21. nóvember 2021 20:36