Getur enn brugðið til beggja vona þó bylgjan sé á hægri niðurleið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. nóvember 2021 12:12 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fleiri óbólusetta hafa verið lagða inn á Landspítalann með COVID-19 síðustu daga en bólusetta. Vísir/Egill Svo virðist sem fjórða bylgja kórónuveirunnar hér á landi sé á hægri niðurleið. Sóttvarnalæknir segir að enn geti þó brugðið til beggja vona. Eitt hundrað fjörutíu og sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að svo virðist sem faraldurinn sé á hægri niðurleið en enn geti þó brugðið til beggja vona. „Þetta er náttúrulega lægra, sem betur fer, lægri tölur heldur en við sáum í fyrradag og hérna eins og við vitum þá erum við alltaf með hærri tölur svona fyrstu dagana, svona mánudag og þriðjudag eftir helgarnar. Þannig þetta er allavega ekki að fara upp þannig ég vona að þróunin verði áfram niður á við. Svona heildarþróunin ef maður lítur á marga daga þá er þetta svona að skríða heldur niður myndi ég segja og hérna við skulum bara sjá hvort það heldur ekki áfram.“ Hann segir stöðuna á Landspítalanum ágæta. „Það eru nítján inniliggjandi og ég held að það séu þrír á gjörgæsludeild. Þannig að það hefur ekkert bætt neitt í það og þeir hafa náð að útskrifa þannig ég vona að það haldi áfram líka.“ Undanfarna daga hafa heldur fleiri óbólusettir verið lagðir inn á spítalann en bólusettir. „Samkvæmt upplýsingum frá smitsjúkdómalæknum á spítalanum þá eru þeir að öllu jöfnu veikari en þeir bólusettu og eru lengur að jafna sig.“ Nokkrar stórar hópsýkingar eru nú í gangi í samfélaginu. „Þessi stóru hópsmit eru á Patreksfirði eins og staðan er núna og á Grundarfirði. Svo vorum við náttúrulega með Dalvík líka sem er verið að ná utan um kannski.“Reglugerðin sem nú er í gildi um sóttvarnaðgerðir og takmarkanir gildir til 8. desember næstkomandi. Þórólfur sér að svo stöddu ekki ástæðu til að leggja til breytingar á því.„Við erum bara að reyna að ná tökum á þessu eins og hægt er og það getur brugðið til beggja vona eins og staðan er núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. 23. nóvember 2021 14:40 „Ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ýmis teikn vera um að við séu búin að ná toppnum í þeirri smitbylgju sem nú stendur. Hann segir stöðuna hafa verið nokkuð góða um helgina þó að enn eigi eftir að taka tölurnar almennilega saman. 22. nóvember 2021 08:21 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Eitt hundrað fjörutíu og sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að svo virðist sem faraldurinn sé á hægri niðurleið en enn geti þó brugðið til beggja vona. „Þetta er náttúrulega lægra, sem betur fer, lægri tölur heldur en við sáum í fyrradag og hérna eins og við vitum þá erum við alltaf með hærri tölur svona fyrstu dagana, svona mánudag og þriðjudag eftir helgarnar. Þannig þetta er allavega ekki að fara upp þannig ég vona að þróunin verði áfram niður á við. Svona heildarþróunin ef maður lítur á marga daga þá er þetta svona að skríða heldur niður myndi ég segja og hérna við skulum bara sjá hvort það heldur ekki áfram.“ Hann segir stöðuna á Landspítalanum ágæta. „Það eru nítján inniliggjandi og ég held að það séu þrír á gjörgæsludeild. Þannig að það hefur ekkert bætt neitt í það og þeir hafa náð að útskrifa þannig ég vona að það haldi áfram líka.“ Undanfarna daga hafa heldur fleiri óbólusettir verið lagðir inn á spítalann en bólusettir. „Samkvæmt upplýsingum frá smitsjúkdómalæknum á spítalanum þá eru þeir að öllu jöfnu veikari en þeir bólusettu og eru lengur að jafna sig.“ Nokkrar stórar hópsýkingar eru nú í gangi í samfélaginu. „Þessi stóru hópsmit eru á Patreksfirði eins og staðan er núna og á Grundarfirði. Svo vorum við náttúrulega með Dalvík líka sem er verið að ná utan um kannski.“Reglugerðin sem nú er í gildi um sóttvarnaðgerðir og takmarkanir gildir til 8. desember næstkomandi. Þórólfur sér að svo stöddu ekki ástæðu til að leggja til breytingar á því.„Við erum bara að reyna að ná tökum á þessu eins og hægt er og það getur brugðið til beggja vona eins og staðan er núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. 23. nóvember 2021 14:40 „Ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ýmis teikn vera um að við séu búin að ná toppnum í þeirri smitbylgju sem nú stendur. Hann segir stöðuna hafa verið nokkuð góða um helgina þó að enn eigi eftir að taka tölurnar almennilega saman. 22. nóvember 2021 08:21 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. 23. nóvember 2021 14:40
„Ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ýmis teikn vera um að við séu búin að ná toppnum í þeirri smitbylgju sem nú stendur. Hann segir stöðuna hafa verið nokkuð góða um helgina þó að enn eigi eftir að taka tölurnar almennilega saman. 22. nóvember 2021 08:21