Í Hlíðahverfi barst tilkynning um umferðarslys þar sem ökumaður, sem er grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, hafði ekið á kyrrstæða bifreið. Ökumaðurinn var slasaður eftir áreksturinn og fluttur á Landspítala til aðhlynningar.
Lögreglunni og slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst einnig tilkynning um eld í bifreið á bensínstöð í póstnúmerinu 112 en nánari upplýsingar eru ekki gefnar í tilkynningu lögreglu um verkefni næturinnar.