Of snemmt að segja hvort Vínbúðinni í Austurstræti verði lokað Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2021 09:40 Forsvarsmenn ÁTVR vilja kanna hvaða möguleika þeir hefðu á þessu svæði. Vísir/Kolbeinn Tumi Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að ekki sé búið að ákveða að loka Vínbúðinni í Austurstræti. Hún segir leitt hvernig þetta mál hefur farið en ánægjulegt að vita að viðskiptavinir séu ánægðir með núverandi staðsetningu í Austurstræti. Þetta sagði Sigrún í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hún einnig að í grunninn væri ástæða þess að ÁTVR hefði auglýst eftir nýju húsnæði í miðborginni að aðgengi fyrir starfsmenn stofnunarinnar að versluninni í Austurstræti væri erfitt. Það væri erfitt að koma vörum þarna að og búðin væri frekar óhagstæð og á tveimur hæðum. Forsvarsmenn ÁTVR hafi viljað kanna hvaða möguleika þeir hefðu á þessu svæði. Sigrún sagði fjölmiðla hafa oftúlkað orð hennar hún hafi aldrei sagt að búið væri að ákveða að opna Vínbúð í Fiskislóð. „Það sem ég skrifaði er að næsta stig er að ræða við þessa eigendur húsnæðis á Fiskislóð og sjá hvort við komust að einhverju samkomulagi. Ef að það verður, þá þurfum við að ákveða hvort við opnum nýja vínbúð og hugsanlega lokum Vínbúðinni í Austurstræti en þetta hefur ekkert verið endanlega ákveðið,“ sagði Sigrún. Fram kom í síðasta mánuði að forsvarsmenn ÁTVR væru að skoða kosti sína í miðborginni. Í frétt Fréttablaðsins í gær sagði að búið væri að ákveða staðsetningu nýrrar Vínbúðar sem koma ætti í stað þeirrar sem er í Austurstræti og það væri húsnæði að Fiskislóð. Í kjölfarið sagði Vísir frá því að hugmyndin um að opna Vínbúð að Fiskislóð hefði vakið hörð viðbrögð. Margir lýstu yfir áhyggjum af því að fyrir íbúa í miðborginni yrði langt að leita í næstu Vínbúð ef þeirri í Austurstræti væri lokað. Sigrún sagði þau hjá ÁTVR vita að staðan væri erfið og mögulega þyrfti að hugsa svæðið upp á nýtt. Nauðsynlegt hefði verið að loka versluninni í Borgartúni og ekkert húsnæði hafi fengist í staðinn. „Þannig að við gerum okkur grein fyrir því að þetta er stórt svæði sem er ekki dekkað,“ sagði hún. Þess vegna væri ekki búið að taka ákvörðun um að loka í Austurstræti en það væri erfitt að reka Vínbúð þar. Hún vildi ekki segja hvort versluninni yrði lokað eða ekki. Það væri of snemmt. Vínbúðin ætti allavega eftir að vera í Austurstræti í marga mánuði. Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. 18. nóvember 2021 21:00 Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. 17. nóvember 2021 23:25 Leita að nýju húsnæði fyrir Vínbúð í miðborginni Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur auglýst eftir leiguhúsnæði í miðborg Reykjavíkur fyrir verslun sem ætlað er að koma í stað þeirrar sem er til húsa í Austurstræti. 27. október 2021 07:46 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þetta sagði Sigrún í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hún einnig að í grunninn væri ástæða þess að ÁTVR hefði auglýst eftir nýju húsnæði í miðborginni að aðgengi fyrir starfsmenn stofnunarinnar að versluninni í Austurstræti væri erfitt. Það væri erfitt að koma vörum þarna að og búðin væri frekar óhagstæð og á tveimur hæðum. Forsvarsmenn ÁTVR hafi viljað kanna hvaða möguleika þeir hefðu á þessu svæði. Sigrún sagði fjölmiðla hafa oftúlkað orð hennar hún hafi aldrei sagt að búið væri að ákveða að opna Vínbúð í Fiskislóð. „Það sem ég skrifaði er að næsta stig er að ræða við þessa eigendur húsnæðis á Fiskislóð og sjá hvort við komust að einhverju samkomulagi. Ef að það verður, þá þurfum við að ákveða hvort við opnum nýja vínbúð og hugsanlega lokum Vínbúðinni í Austurstræti en þetta hefur ekkert verið endanlega ákveðið,“ sagði Sigrún. Fram kom í síðasta mánuði að forsvarsmenn ÁTVR væru að skoða kosti sína í miðborginni. Í frétt Fréttablaðsins í gær sagði að búið væri að ákveða staðsetningu nýrrar Vínbúðar sem koma ætti í stað þeirrar sem er í Austurstræti og það væri húsnæði að Fiskislóð. Í kjölfarið sagði Vísir frá því að hugmyndin um að opna Vínbúð að Fiskislóð hefði vakið hörð viðbrögð. Margir lýstu yfir áhyggjum af því að fyrir íbúa í miðborginni yrði langt að leita í næstu Vínbúð ef þeirri í Austurstræti væri lokað. Sigrún sagði þau hjá ÁTVR vita að staðan væri erfið og mögulega þyrfti að hugsa svæðið upp á nýtt. Nauðsynlegt hefði verið að loka versluninni í Borgartúni og ekkert húsnæði hafi fengist í staðinn. „Þannig að við gerum okkur grein fyrir því að þetta er stórt svæði sem er ekki dekkað,“ sagði hún. Þess vegna væri ekki búið að taka ákvörðun um að loka í Austurstræti en það væri erfitt að reka Vínbúð þar. Hún vildi ekki segja hvort versluninni yrði lokað eða ekki. Það væri of snemmt. Vínbúðin ætti allavega eftir að vera í Austurstræti í marga mánuði.
Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. 18. nóvember 2021 21:00 Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. 17. nóvember 2021 23:25 Leita að nýju húsnæði fyrir Vínbúð í miðborginni Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur auglýst eftir leiguhúsnæði í miðborg Reykjavíkur fyrir verslun sem ætlað er að koma í stað þeirrar sem er til húsa í Austurstræti. 27. október 2021 07:46 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. 18. nóvember 2021 21:00
Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. 17. nóvember 2021 23:25
Leita að nýju húsnæði fyrir Vínbúð í miðborginni Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur auglýst eftir leiguhúsnæði í miðborg Reykjavíkur fyrir verslun sem ætlað er að koma í stað þeirrar sem er til húsa í Austurstræti. 27. október 2021 07:46