Taktu tvær Arnar I. Jónsson og Heiðrún Björk Gísladóttir skrifa 29. nóvember 2021 12:31 Nú fer í hönd einn stærsti netverslunardagur ársins þegar stafrænn mánudagur rennur upp með tilheyrandi glæsiboðum fyrir neytendur. Alnetið sefur aldrei og er alltaf opið. Sífellt fleiri nýta sér vefverslanir til þess að gera góð kaup og sér í lagi í aðdraganda jólahátíðarinnar. Heimsfaraldurinn sem ekkert lát virðist vera á hefur flýtt þróun stafrænnar verslunar og má segja að flestir taki nýjungunum fagnandi. Hvimleiður fylgifiskur aukinnar stafrænnar verslunar og þjónustu er fjölgun stafrænna glæpamanna. Umfang og fjölbreytni stafrænna glæpa er mikið og fer vaxandi dag frá degi. Mikill fjöldi Íslendinga fellur fyrir brellibrögðum þeirra á ári hverju og stórum fjárhæðum er tapað í hendur glæpona. Erfitt að koma í veg fyrir alla glæpi Fjármálafyrirtæki, greiðslumiðlunarfyrirtæki, opinberar stofnanir, lögreglan og einkaaðilar eyða miklum tíma og fjármunum í að reyna að koma í veg fyrir stafræna glæpi, hvort sem um er að ræða smávægilegar upphæðir sem stolið er af grunlausum neytendum eða stærri árásir á grunnkerfi og upplýsingar almennings. Það er því miður þannig að ekki er hægt að koma í veg fyrir alla stafræna glæpi því þróunin er mjög hröð hjá þeim sem starfa við svik. Því er í raun eitt mikilvægasta vopnið sem neytendur geta beitt að taka sér smá tíma og láta ekki upplýsingar af hendi sem hægt er að nota til að svíkja af þeim fjármuni. Netglæpamenn birtast yfirleitt ekki í tölvum og tækjum almennings og láta greipar sópa. Það þarf að veita þeim upplýsingar til dæmis um bankareikninga, leyninúmer, kortaupplýsingar eða veita þeim aðgang að tækjum í gegnum sýkt viðhengi. Það er því grundvallaratriði fyrir neytandann að vera á varðbergi þegar hann er beðinn um upplýsingar. Traust er mikilvægt í viðskiptum. Ef svindl fær að grassera getur það dregið úr vilja fólks til að nýta sér stafrænar lausnir. Neytendur vilja netverslun og glæpamenn vilja svindla á neytendum. Því betur sem við erum upplýst um aðferðir stafrænna glæpamanna því minni ávinningur verður af því að herja á landsmenn. Baráttan hefst því heimavið. Stórir verslunardagar fram undan Það er sérstaklega mikilvægt fyrir neytendur núna á stærstu vikum netverslunar að hafa augun opin og ekki gefa frá sér viðkvæmar upplýsingar umhugsunarlaust. Ef þú færð óvænt boð um að þrýsta á tengil og slá inn greiðslukortaupplýsingar þá eru miklar líkur á að um svindl sé að ræða og því brýnt að ganga úr skugga um að réttur aðili sé að falast eftir upplýsingum. Því miður eru glæpamenn færir í sínu fagi og oft getur verið erfitt að greina á milli svindls og réttmætra upplýsingabeiðna.. Til þess að lágmarka hættuna á því að lenda í klónum á þessum glæpamönnum er hægt er að nálgast upplýsingar og ráð m.a. á vefsíðum bankanna, netöryggissveit fjarskiptastofu og lögreglunnar. Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja telja að stafrænt öryggi fyrirtækja og neytenda sé eitt mikilvægasta hagsmunamál komandi ára. Samtökin ætla að leggja sitt af mörkum og setja fókusinn á þessi málefni á komandi misserum undir yfirskriftinni Taktu tvær. Mikilvægi þess að upplýsa fyrirtæki og neytendur um aðferðir til að lágmarka hættuna á því að lenda í klónum á stafrænum glæpamönnum hefur aldrei verið meiri. Sem neytandi er mikilvægt að staldra við þegar beiðni um upplýsingar berst. Þá getur reynst vel að taka sér tvær mínútur og kanna málið betur í stað þess að bregðast strax við. Vefverslun er mikil búbót fyrir neytendur en mikilvægt er að vera á verði og taka sér tíma til að hugsa hvort allt sé með felldu. Arnar I. Jónsson er Sérfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja og Heiðrún Björk Gísladóttir er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Hér er til dæmis hægt að nálgast fróðleik um netsvik: https://netoryggi.is/ https://www.logreglan.is/fraedsla/internetid/netsvindl/ https://www.islandsbanki.is/is/grein/netoryggi https://www.landsbankinn.is/umraedan/netoryggi/hvernig-get-eg-varist-kortasvikum https://www.arionbanki.is/bankinn/fleira/oryggismal/#netsvik Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netglæpir Netöryggi Verslun Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fer í hönd einn stærsti netverslunardagur ársins þegar stafrænn mánudagur rennur upp með tilheyrandi glæsiboðum fyrir neytendur. Alnetið sefur aldrei og er alltaf opið. Sífellt fleiri nýta sér vefverslanir til þess að gera góð kaup og sér í lagi í aðdraganda jólahátíðarinnar. Heimsfaraldurinn sem ekkert lát virðist vera á hefur flýtt þróun stafrænnar verslunar og má segja að flestir taki nýjungunum fagnandi. Hvimleiður fylgifiskur aukinnar stafrænnar verslunar og þjónustu er fjölgun stafrænna glæpamanna. Umfang og fjölbreytni stafrænna glæpa er mikið og fer vaxandi dag frá degi. Mikill fjöldi Íslendinga fellur fyrir brellibrögðum þeirra á ári hverju og stórum fjárhæðum er tapað í hendur glæpona. Erfitt að koma í veg fyrir alla glæpi Fjármálafyrirtæki, greiðslumiðlunarfyrirtæki, opinberar stofnanir, lögreglan og einkaaðilar eyða miklum tíma og fjármunum í að reyna að koma í veg fyrir stafræna glæpi, hvort sem um er að ræða smávægilegar upphæðir sem stolið er af grunlausum neytendum eða stærri árásir á grunnkerfi og upplýsingar almennings. Það er því miður þannig að ekki er hægt að koma í veg fyrir alla stafræna glæpi því þróunin er mjög hröð hjá þeim sem starfa við svik. Því er í raun eitt mikilvægasta vopnið sem neytendur geta beitt að taka sér smá tíma og láta ekki upplýsingar af hendi sem hægt er að nota til að svíkja af þeim fjármuni. Netglæpamenn birtast yfirleitt ekki í tölvum og tækjum almennings og láta greipar sópa. Það þarf að veita þeim upplýsingar til dæmis um bankareikninga, leyninúmer, kortaupplýsingar eða veita þeim aðgang að tækjum í gegnum sýkt viðhengi. Það er því grundvallaratriði fyrir neytandann að vera á varðbergi þegar hann er beðinn um upplýsingar. Traust er mikilvægt í viðskiptum. Ef svindl fær að grassera getur það dregið úr vilja fólks til að nýta sér stafrænar lausnir. Neytendur vilja netverslun og glæpamenn vilja svindla á neytendum. Því betur sem við erum upplýst um aðferðir stafrænna glæpamanna því minni ávinningur verður af því að herja á landsmenn. Baráttan hefst því heimavið. Stórir verslunardagar fram undan Það er sérstaklega mikilvægt fyrir neytendur núna á stærstu vikum netverslunar að hafa augun opin og ekki gefa frá sér viðkvæmar upplýsingar umhugsunarlaust. Ef þú færð óvænt boð um að þrýsta á tengil og slá inn greiðslukortaupplýsingar þá eru miklar líkur á að um svindl sé að ræða og því brýnt að ganga úr skugga um að réttur aðili sé að falast eftir upplýsingum. Því miður eru glæpamenn færir í sínu fagi og oft getur verið erfitt að greina á milli svindls og réttmætra upplýsingabeiðna.. Til þess að lágmarka hættuna á því að lenda í klónum á þessum glæpamönnum er hægt er að nálgast upplýsingar og ráð m.a. á vefsíðum bankanna, netöryggissveit fjarskiptastofu og lögreglunnar. Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja telja að stafrænt öryggi fyrirtækja og neytenda sé eitt mikilvægasta hagsmunamál komandi ára. Samtökin ætla að leggja sitt af mörkum og setja fókusinn á þessi málefni á komandi misserum undir yfirskriftinni Taktu tvær. Mikilvægi þess að upplýsa fyrirtæki og neytendur um aðferðir til að lágmarka hættuna á því að lenda í klónum á stafrænum glæpamönnum hefur aldrei verið meiri. Sem neytandi er mikilvægt að staldra við þegar beiðni um upplýsingar berst. Þá getur reynst vel að taka sér tvær mínútur og kanna málið betur í stað þess að bregðast strax við. Vefverslun er mikil búbót fyrir neytendur en mikilvægt er að vera á verði og taka sér tíma til að hugsa hvort allt sé með felldu. Arnar I. Jónsson er Sérfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja og Heiðrún Björk Gísladóttir er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Hér er til dæmis hægt að nálgast fróðleik um netsvik: https://netoryggi.is/ https://www.logreglan.is/fraedsla/internetid/netsvindl/ https://www.islandsbanki.is/is/grein/netoryggi https://www.landsbankinn.is/umraedan/netoryggi/hvernig-get-eg-varist-kortasvikum https://www.arionbanki.is/bankinn/fleira/oryggismal/#netsvik
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun