Þórólfur kominn með örvunarskammt: „Ég er Astra maður þannig að ég er að svíkja lit“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. nóvember 2021 12:31 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fékk örvunarskammt af bóluefni Moderna í dag. Þriðja vika örvunarbólusetningarátaks yfirvalda hófst í dag í Laugardalshöll. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir bólusetningarnar ganga vel en sóttvarnalæknir var meðal þeirra sem fengu sinn þriðja skammt í dag. Alls greindust 95 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær en af þeim sem greindust voru 42 utan sóttkvíar við greiningu. Um er að ræða þriðja daginn í röð þar sem daglegur fjöldi smitaðra innanlands er undir 100. Fjórtán greindust með virk smit á landamærunum. Nítján eru nú á sjúkrahúsi, tveir eru á gjörgæslu og eru þeir báðir í öndunarvél. Fólk streymdi að Laugardalshöllinni í morgun fyrir örvunarskammt bóluefnis en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir daginn byrja vel. „Þetta fer bara vel af stað eins og aðra daga og á fyrsta klukkutíma voru komnir um 1500 manns þannig að dagurinn lítur vel út,“ segir Ragnheiður. „Þetta er þriðja vikan sem er að fara af stað núna hjá okkur og fyrstu tvær vikur hafa bara gengið nokkuð vel.“ Síðastliðnar tvær vikur hafa um 20 þúsund manns verið að mæta í örvunarskammt frá mánudegi til miðvikudags á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur fólk einnig geta mætt á fimmtudögum og föstudögum ef þau komast ekki aðra daga og segir Ragnheiður að um þúsund manns mæti þá daga. Hún ítrekar mikilvægi þess að fólk mæti í örvunarskammt þegar þau fá boð. Til stendur að lang flestir muni fá boð í örvunarbólusetningu fyrir jól en þeir sem fengu Janssen og síðan örvun í ágúst, og börn á aldrinum 12 til fimmtán ára, fá boð eftir áramót. Býst ekki við að taka veikindadag á morgun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var meðal þeirra sem mættu í örvunarskammt í morgun. „Tilfinningin er bara mjög góð, ég vona bara að ég verði vel örvaður og að þetta muni hjálpa okkur. Ég hef fulla trú á því,“ segir Þórólfur. Þórólfur var fullbólusettur með AstraZeneca fyrr á árinu og grínaðist með að hann væri að svíkja lit með því að fá Moderna í örvun. „Ég er Astra maður þannig að ég er að svíkja lit og fer núna í Moderna.“ Býstu við að taka veikindadag á morgun? „Nei, ég á ekki von á því,“ segir Þórólfur léttur í bragði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Mögulegt að slakað verði á sóttkvíarreglum fyrir þríbólusetta Mögulegt er að þeir sem hafa fengið örvunarskammt sleppi við sóttkví ef breytingar sem nú eru til skoðunar koma til framkvæmda. Sóttvarnalæknir segist binda miklar vonir við örvunarbólusetningu. 27. nóvember 2021 12:50 Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35 Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Alls greindust 95 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær en af þeim sem greindust voru 42 utan sóttkvíar við greiningu. Um er að ræða þriðja daginn í röð þar sem daglegur fjöldi smitaðra innanlands er undir 100. Fjórtán greindust með virk smit á landamærunum. Nítján eru nú á sjúkrahúsi, tveir eru á gjörgæslu og eru þeir báðir í öndunarvél. Fólk streymdi að Laugardalshöllinni í morgun fyrir örvunarskammt bóluefnis en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir daginn byrja vel. „Þetta fer bara vel af stað eins og aðra daga og á fyrsta klukkutíma voru komnir um 1500 manns þannig að dagurinn lítur vel út,“ segir Ragnheiður. „Þetta er þriðja vikan sem er að fara af stað núna hjá okkur og fyrstu tvær vikur hafa bara gengið nokkuð vel.“ Síðastliðnar tvær vikur hafa um 20 þúsund manns verið að mæta í örvunarskammt frá mánudegi til miðvikudags á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur fólk einnig geta mætt á fimmtudögum og föstudögum ef þau komast ekki aðra daga og segir Ragnheiður að um þúsund manns mæti þá daga. Hún ítrekar mikilvægi þess að fólk mæti í örvunarskammt þegar þau fá boð. Til stendur að lang flestir muni fá boð í örvunarbólusetningu fyrir jól en þeir sem fengu Janssen og síðan örvun í ágúst, og börn á aldrinum 12 til fimmtán ára, fá boð eftir áramót. Býst ekki við að taka veikindadag á morgun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var meðal þeirra sem mættu í örvunarskammt í morgun. „Tilfinningin er bara mjög góð, ég vona bara að ég verði vel örvaður og að þetta muni hjálpa okkur. Ég hef fulla trú á því,“ segir Þórólfur. Þórólfur var fullbólusettur með AstraZeneca fyrr á árinu og grínaðist með að hann væri að svíkja lit með því að fá Moderna í örvun. „Ég er Astra maður þannig að ég er að svíkja lit og fer núna í Moderna.“ Býstu við að taka veikindadag á morgun? „Nei, ég á ekki von á því,“ segir Þórólfur léttur í bragði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Mögulegt að slakað verði á sóttkvíarreglum fyrir þríbólusetta Mögulegt er að þeir sem hafa fengið örvunarskammt sleppi við sóttkví ef breytingar sem nú eru til skoðunar koma til framkvæmda. Sóttvarnalæknir segist binda miklar vonir við örvunarbólusetningu. 27. nóvember 2021 12:50 Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35 Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Mögulegt að slakað verði á sóttkvíarreglum fyrir þríbólusetta Mögulegt er að þeir sem hafa fengið örvunarskammt sleppi við sóttkví ef breytingar sem nú eru til skoðunar koma til framkvæmda. Sóttvarnalæknir segist binda miklar vonir við örvunarbólusetningu. 27. nóvember 2021 12:50
Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35
Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21