Við höfum efni á að gera betur! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. desember 2021 07:30 Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2022 sýnir svo ekki verður um villst að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er sterk þrátt fyrir efnahagslegar þrengingar í þjóðfélaginu sem hefur gert ýmsum öðrum sveitarfélögum óleik. Ætla mætti að slík staða væri nýtt til að bæta þjónustu. Við þurfum til dæmis að leysa vanda íbúa á biðlista eftir félagslegu húsnæði, þar sem Garðabær hefur hunsað uppbyggingu. Nú þykir fréttnæmt að meirihlutinn ætli að leggja heilar 150 milljónir á næsta ári til uppbyggingar á félagslegu húsnæði þ.e. sem á að verja í kaup á íbúðum. Til þess að setja þá upphæð í samhengi er vert að benda á að 200 milljónir eiga að fara í tækjakaup inn í nýtt fjölnota íþróttahús. Það er líka hægt að setja þessar 150 milljónir í samhengi með því að benda á að á biðlista eftir félagslegu húsnæði eru nú um 50 umsóknir. Að baki hverri umsókn eru 1-5 einstaklingar, fatlaðir og ófatlaðir. Jafn margir bíða svo eftir því að fá að komast á biðlistann. Áætlun meirihlutans er eins og blaut tuska í andlit þessara íbúa. Og ekki skánar staðan þegar fjöldi félagslegra íbúða í Garðabæ er borinn saman við nágrannasveitarfélögin. Garðabær er með tæplega 2 félagslegar íbúðir á hverja 1000 íbúa, en Hafnarfjörður 8 íbúðir. Meirihlutinn með allt sitt fé ætlar ekki að bregðast við þeirri staðreynd að íbúum Garðabæjar fjölgar ört, t.d. yfir 2000 á yfirstandandi kjörtímabili. Áfram heldur meirihlutinn að berja höfðinu við steininn, þrátt fyrir t.d. óviðunandi ástand í leikskólamálum sveitarfélagsins, sem verður ekki leyst að fullu fyrr en árið 2023. Ástand sem hefur áhrif á fjölmargar barnafjölskyldur sem völdu Garðabæ til búsetu vegna orðspors sveitarfélagsins um gott aðgengi að leikskólum. Fleiri íbúar þýðir auðvitað hærri skatttekjur og bæjarsjóður bólgnar út. Áætlaður halli ársins 2020 þurrkaðist út og við árlok er bærinn tæpar 250 milljónir í plús. Fjármagnið er til en forgangsröðunin er ekki í þágu grunnþjónustu og lögbundinna verkefna. Það er ekki stórmannlegt að hreykja sér af góðri fjárhagsstöðu á sama tíma og þau sem minnst mega sín eru látin afskiptalaus. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2022 sýnir svo ekki verður um villst að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er sterk þrátt fyrir efnahagslegar þrengingar í þjóðfélaginu sem hefur gert ýmsum öðrum sveitarfélögum óleik. Ætla mætti að slík staða væri nýtt til að bæta þjónustu. Við þurfum til dæmis að leysa vanda íbúa á biðlista eftir félagslegu húsnæði, þar sem Garðabær hefur hunsað uppbyggingu. Nú þykir fréttnæmt að meirihlutinn ætli að leggja heilar 150 milljónir á næsta ári til uppbyggingar á félagslegu húsnæði þ.e. sem á að verja í kaup á íbúðum. Til þess að setja þá upphæð í samhengi er vert að benda á að 200 milljónir eiga að fara í tækjakaup inn í nýtt fjölnota íþróttahús. Það er líka hægt að setja þessar 150 milljónir í samhengi með því að benda á að á biðlista eftir félagslegu húsnæði eru nú um 50 umsóknir. Að baki hverri umsókn eru 1-5 einstaklingar, fatlaðir og ófatlaðir. Jafn margir bíða svo eftir því að fá að komast á biðlistann. Áætlun meirihlutans er eins og blaut tuska í andlit þessara íbúa. Og ekki skánar staðan þegar fjöldi félagslegra íbúða í Garðabæ er borinn saman við nágrannasveitarfélögin. Garðabær er með tæplega 2 félagslegar íbúðir á hverja 1000 íbúa, en Hafnarfjörður 8 íbúðir. Meirihlutinn með allt sitt fé ætlar ekki að bregðast við þeirri staðreynd að íbúum Garðabæjar fjölgar ört, t.d. yfir 2000 á yfirstandandi kjörtímabili. Áfram heldur meirihlutinn að berja höfðinu við steininn, þrátt fyrir t.d. óviðunandi ástand í leikskólamálum sveitarfélagsins, sem verður ekki leyst að fullu fyrr en árið 2023. Ástand sem hefur áhrif á fjölmargar barnafjölskyldur sem völdu Garðabæ til búsetu vegna orðspors sveitarfélagsins um gott aðgengi að leikskólum. Fleiri íbúar þýðir auðvitað hærri skatttekjur og bæjarsjóður bólgnar út. Áætlaður halli ársins 2020 þurrkaðist út og við árlok er bærinn tæpar 250 milljónir í plús. Fjármagnið er til en forgangsröðunin er ekki í þágu grunnþjónustu og lögbundinna verkefna. Það er ekki stórmannlegt að hreykja sér af góðri fjárhagsstöðu á sama tíma og þau sem minnst mega sín eru látin afskiptalaus. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun