35 íbúðir afhentar á Selfossi í dag í hæsta húsnæði á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. desember 2021 13:03 35 íbúðir eru í nýju blokkinni og það verða líka 35 íbúðir í hinni blokkinni, sem Pálmatré er að byggja á fullum krafti. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru ánægðir íbúðaeigendur, sem taka á móti lyklum sínum í dag í 35 nýjum íbúðum á Selfossi en blokkin, sem fólkið er að flytja í er hæsta húsnæði á Suðurlandi upp á sex hæðir. Allar íbúðirnar í blokkinni seldust án auglýsinga. Byggingarverktakinn er byrjaður að byggja aðra blokk við hlið þeirra nýju. Það voru starfsmenn Pálmatrés, sem byggðu blokkina á 14 mánuðum. Öllum íbúðunum 35 er skilað fullkláruðum, þannig að það er bara að flytja inn. Ekki eru bílskúrar eða bílakjallari, sem fylgja íbúðunum. Pálmi Pálsson, sem er frá bænum Hjálmsstöðum í Laugardal rétt við Laugarvatn er eigandi Pálmatrés. „Fólk kemur hér í hollum eftir því á hvaða hæðum það er og fær bara lyklana afhenta og gengur í sínar íbúðir. Svo um helgina eða í næstu viku förum við yfir málin með þeim. Það tók okkur 14 mánuði að byggja blokkina því við gátum ekki farið hraðar út af efnisþurrð og fleiri atriða, þannig að þetta hefur bara gengið mjög vel, tíðin verið góð og allir kátir,“ segir Pálmi. Pálmi segir mikla vöntun á húsnæði á Selfossi og því hafi íbúðirnar í nýju blokkinni selst eins og heitar lummur. Íbúðirnar eru aðeins mismunandi að stærð eða meðal verðið á þeim fullbúnum er um 35 milljónir króna. Pálmi Pálsson, eigandi Pálmatrés er stoltur og ánægður með nýju blokkina og starfsfólkið sitt, sem hefur unnið við að koma henni upp á síðustu 14 mánuðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pálmi og hans starfsmenn eru byrjaðir á nýrri blokk. „Já, ,við erum búnir að steypa upp annað 35 íbúða hús við hliðina hér og setjum það í sölu með vorinu, þannig að það er áætlað að afhenda það einhvern tíma næsta haust“. Pálmi segir að húsnæðisskortur á Selfossi tengist ástandinu í Reykjavík, fólk er að flytja þaðan og austur fyrir fjall. “Svo er náttúrulega mikil fjölgun á fólki hérna og það hefur bara verið skortur á húsnæði hér á svæðinu. Það er fullt af fólki hér úr nærsveitunum, sem kaupir hér undir börnin sín í námi og þess háttar, þannig að það er ýmislegt sem spilar saman þar,“ bætir Pálmi við. Og þessi nýja blokk, þetta er hæsta íbúðarhús á Suðurlandi, eða hvað? „Mér skilst það já, það hlýtur einhver að fara í hærra á næstunni, það getur ekki annað verið. Blokkinn á að þola alla jarðskjálfta, enda er það útreiknað af sérfræðingum,“ segir Pálmi og hlær, stoltur og sáttur við nýju blokkina. Pálmi, sem fær sér hér í nefið hefur haft nóg að gera við að sýna áhugasömu fólki íbúðirnar í nýju blokkinni. Meðalverð á íbúðunum er um 35 milljónir króna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Það voru starfsmenn Pálmatrés, sem byggðu blokkina á 14 mánuðum. Öllum íbúðunum 35 er skilað fullkláruðum, þannig að það er bara að flytja inn. Ekki eru bílskúrar eða bílakjallari, sem fylgja íbúðunum. Pálmi Pálsson, sem er frá bænum Hjálmsstöðum í Laugardal rétt við Laugarvatn er eigandi Pálmatrés. „Fólk kemur hér í hollum eftir því á hvaða hæðum það er og fær bara lyklana afhenta og gengur í sínar íbúðir. Svo um helgina eða í næstu viku förum við yfir málin með þeim. Það tók okkur 14 mánuði að byggja blokkina því við gátum ekki farið hraðar út af efnisþurrð og fleiri atriða, þannig að þetta hefur bara gengið mjög vel, tíðin verið góð og allir kátir,“ segir Pálmi. Pálmi segir mikla vöntun á húsnæði á Selfossi og því hafi íbúðirnar í nýju blokkinni selst eins og heitar lummur. Íbúðirnar eru aðeins mismunandi að stærð eða meðal verðið á þeim fullbúnum er um 35 milljónir króna. Pálmi Pálsson, eigandi Pálmatrés er stoltur og ánægður með nýju blokkina og starfsfólkið sitt, sem hefur unnið við að koma henni upp á síðustu 14 mánuðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pálmi og hans starfsmenn eru byrjaðir á nýrri blokk. „Já, ,við erum búnir að steypa upp annað 35 íbúða hús við hliðina hér og setjum það í sölu með vorinu, þannig að það er áætlað að afhenda það einhvern tíma næsta haust“. Pálmi segir að húsnæðisskortur á Selfossi tengist ástandinu í Reykjavík, fólk er að flytja þaðan og austur fyrir fjall. “Svo er náttúrulega mikil fjölgun á fólki hérna og það hefur bara verið skortur á húsnæði hér á svæðinu. Það er fullt af fólki hér úr nærsveitunum, sem kaupir hér undir börnin sín í námi og þess háttar, þannig að það er ýmislegt sem spilar saman þar,“ bætir Pálmi við. Og þessi nýja blokk, þetta er hæsta íbúðarhús á Suðurlandi, eða hvað? „Mér skilst það já, það hlýtur einhver að fara í hærra á næstunni, það getur ekki annað verið. Blokkinn á að þola alla jarðskjálfta, enda er það útreiknað af sérfræðingum,“ segir Pálmi og hlær, stoltur og sáttur við nýju blokkina. Pálmi, sem fær sér hér í nefið hefur haft nóg að gera við að sýna áhugasömu fólki íbúðirnar í nýju blokkinni. Meðalverð á íbúðunum er um 35 milljónir króna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira