Stjórnarandstaðan kallar fjárlagafrumvarpið bráðabirgðafrumvarp Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2021 19:21 Stjórnarandstaðan reiknar með að ráðherrar ríkisstjórnarinnar muni leggja fram fjölmargar breytingar á nýframkomnu fjárlagafrumvarpi og því sé frumvarið eins konar bráðabirgðafrumvarp. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem nú er til umræðu á Alþingi og kallar það bráðabirgðafrumvarp. Ekki er víst að þingið nái að ljúka afgreiðslu frumvarpsins fyrir jól. Þingmenn stjórnarandstöðunnar reikna með að ríkisstjórnin eigi eftir að koma fram með fjölmargar breytingar á fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram með skömmum fyrirvara í vikunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir frumvarpið bera það með sér hvað það væri lagt fram með skömmum fyrirvara. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir fjármálafrumvarpið kerfisfrumvarp sem ekki væri ætlast til að stjórnarandstaðan hefði mikið um að segja.Vísir/Vilhelm „Enda heyrir maður núna aðeins frá stjórnarliðum að þeir séu byrjaðir að velta fyrir sér að það þurfi að gera talsverðar breytingar á fjárlagafrumvarpinu í nefndinni. Frumvarpi sem er nýbúið að leggja fram,“ sagði Sigmundur Davíð. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar vitnaði í Bjarna Beneditksson fjármálaráðherra þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir engu líkara en fjármálaráðherra hafi lagt fram drög að fjárlagafrumvarpi.Vísir/Vilhelm „Það sem hæstvirtur fjármálaráðherra boðaði hér þegar hann lagði fram þetta frumvarp. Að væntanlegar væru töluverðar breytingar. Ég skildi hann með þeim hætti að hann væri hér að leggja fram kannski í besta falli eitthvað sem hægt væri að kalla drög að fjárlagafrumvarpi,“ sagði Þorbjörg Sigríður og velti fyrir sér áhrif þess á afgreiðslu þingsins. Sigmundur Davíð sagði þetta vera kerfisfrumvarp og laust við alla pólitík. „Ef ríkisstjórnin ætlaði að standa við fyrirheitið úr síðasta stjórnarsáttmála um eflingu Alþingis, ég sé að þau endurtóku ekki þann brandara í nýja sáttmálanum; en ef hún hefði ætlað að gera það og leyfa þinginu að hafa raunveruleg áhrif á fjárlögin, þá væri þetta kannski jákvætt. En því miður munum við líklega horfa upp á það að ríkisstjórnin mun einfaldlega vilja nýta tímann til að gera áframhaldandi breytinigar fyrir sjálfa sig og fyrir ráðherra stjórnarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ekki víst að fjárlög verði afgreidd fyrir jól Formaður fjárlaganefndar gerir ráð fyrir að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki í dag. Það hafi verið klaufaskapur að senda frumvarpið út til umsagnar áður en umræður hófust um það á Alþingi og hún hafi lært af þeirri reynslu. Hugsanlegt er að Alþingi þurfi að funda á milli jóla og nýárs. 3. desember 2021 12:05 Tekist á um fjárlagafrumvarp undir tímapressu á Alþingi Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í dag. Fjármálaráðherra segir frumvarpið styðja við uppbyggingu á flestum sviðum og góða opinbera þjónustu án þess að skera þurfi niður eða hækka skatta. Stjórnarandstaðan segir frumvarpið hins vegar marka kyrrstöðu og samdrátt á sumum sviðum. 2. desember 2021 19:20 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar reikna með að ríkisstjórnin eigi eftir að koma fram með fjölmargar breytingar á fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram með skömmum fyrirvara í vikunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir frumvarpið bera það með sér hvað það væri lagt fram með skömmum fyrirvara. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir fjármálafrumvarpið kerfisfrumvarp sem ekki væri ætlast til að stjórnarandstaðan hefði mikið um að segja.Vísir/Vilhelm „Enda heyrir maður núna aðeins frá stjórnarliðum að þeir séu byrjaðir að velta fyrir sér að það þurfi að gera talsverðar breytingar á fjárlagafrumvarpinu í nefndinni. Frumvarpi sem er nýbúið að leggja fram,“ sagði Sigmundur Davíð. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar vitnaði í Bjarna Beneditksson fjármálaráðherra þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir engu líkara en fjármálaráðherra hafi lagt fram drög að fjárlagafrumvarpi.Vísir/Vilhelm „Það sem hæstvirtur fjármálaráðherra boðaði hér þegar hann lagði fram þetta frumvarp. Að væntanlegar væru töluverðar breytingar. Ég skildi hann með þeim hætti að hann væri hér að leggja fram kannski í besta falli eitthvað sem hægt væri að kalla drög að fjárlagafrumvarpi,“ sagði Þorbjörg Sigríður og velti fyrir sér áhrif þess á afgreiðslu þingsins. Sigmundur Davíð sagði þetta vera kerfisfrumvarp og laust við alla pólitík. „Ef ríkisstjórnin ætlaði að standa við fyrirheitið úr síðasta stjórnarsáttmála um eflingu Alþingis, ég sé að þau endurtóku ekki þann brandara í nýja sáttmálanum; en ef hún hefði ætlað að gera það og leyfa þinginu að hafa raunveruleg áhrif á fjárlögin, þá væri þetta kannski jákvætt. En því miður munum við líklega horfa upp á það að ríkisstjórnin mun einfaldlega vilja nýta tímann til að gera áframhaldandi breytinigar fyrir sjálfa sig og fyrir ráðherra stjórnarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ekki víst að fjárlög verði afgreidd fyrir jól Formaður fjárlaganefndar gerir ráð fyrir að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki í dag. Það hafi verið klaufaskapur að senda frumvarpið út til umsagnar áður en umræður hófust um það á Alþingi og hún hafi lært af þeirri reynslu. Hugsanlegt er að Alþingi þurfi að funda á milli jóla og nýárs. 3. desember 2021 12:05 Tekist á um fjárlagafrumvarp undir tímapressu á Alþingi Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í dag. Fjármálaráðherra segir frumvarpið styðja við uppbyggingu á flestum sviðum og góða opinbera þjónustu án þess að skera þurfi niður eða hækka skatta. Stjórnarandstaðan segir frumvarpið hins vegar marka kyrrstöðu og samdrátt á sumum sviðum. 2. desember 2021 19:20 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ekki víst að fjárlög verði afgreidd fyrir jól Formaður fjárlaganefndar gerir ráð fyrir að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki í dag. Það hafi verið klaufaskapur að senda frumvarpið út til umsagnar áður en umræður hófust um það á Alþingi og hún hafi lært af þeirri reynslu. Hugsanlegt er að Alþingi þurfi að funda á milli jóla og nýárs. 3. desember 2021 12:05
Tekist á um fjárlagafrumvarp undir tímapressu á Alþingi Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í dag. Fjármálaráðherra segir frumvarpið styðja við uppbyggingu á flestum sviðum og góða opinbera þjónustu án þess að skera þurfi niður eða hækka skatta. Stjórnarandstaðan segir frumvarpið hins vegar marka kyrrstöðu og samdrátt á sumum sviðum. 2. desember 2021 19:20