Ég á mér draum Þórunn Sif Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2021 14:00 Ég á mér draum um að kennarastarfið hljóti þá virðingu sem það á skilið. Virðingu frá viðsemjendum okkar sem segja „nei” við fullkomlega réttmætum kröfum okkar um leiðréttingu á launum miðað við viðmiðunarstéttir. Um að við njótum réttlætis og að 5 ára gömul loforð um leiðréttingu launa verði efnd, loforð sem gefin voru fyrir ýmis réttindi sem við höfum látið af hendi. Um að kennsla og menntun verði samfélagsmál þar sem ríkið leggst á sveif með sveitarfélögum til að leiðrétta þá skekkju sem er í launaútreikningi kennara hjá sveitarfélögunum. Um að veitt verði nægilegt fé í „skóla án aðgreiningar” svo hann geti starfað samkvæmt hugmyndum stefnunnar um „skóla fyrir alla”. Um að nemendur fái þau úrræði og aðstoð sem þeim ber. Um að kennarastarfið verði samkeppnisfært og aðlaðandi fyrir nýja kennara. Um að aldrei verði samið um menntastefnur og breytingar í menntamálum án aðkomu sérfræðinga í kennslu, þ.e.a.s. kennara. Um að Kennarasamband Íslands sé með sterka forystu þar sem gætt er að því að raddir grasrótarinnar fái hljómgrunn. Um að kennarar fái aðgang að handleiðslu og öðrum úrræðum sem kynnu að koma í veg fyrir kulnun í starfi. Um að samtal á milli skólastiga verði markvisst, uppbyggilegt og styrkjandi. Um að kennarar á öllum stigum sameinist í stolti yfir því mikilvæga og skapandi starfi sem þeir eru að vinna. Það er alls engin tilviljun að greinarhöfundi skuli vera hugleikin orð mannréttindafrömuðarins Martin Luther King. Er ekki kominn tími á mannréttindasáttmála við kennara? Höfundur er í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég á mér draum um að kennarastarfið hljóti þá virðingu sem það á skilið. Virðingu frá viðsemjendum okkar sem segja „nei” við fullkomlega réttmætum kröfum okkar um leiðréttingu á launum miðað við viðmiðunarstéttir. Um að við njótum réttlætis og að 5 ára gömul loforð um leiðréttingu launa verði efnd, loforð sem gefin voru fyrir ýmis réttindi sem við höfum látið af hendi. Um að kennsla og menntun verði samfélagsmál þar sem ríkið leggst á sveif með sveitarfélögum til að leiðrétta þá skekkju sem er í launaútreikningi kennara hjá sveitarfélögunum. Um að veitt verði nægilegt fé í „skóla án aðgreiningar” svo hann geti starfað samkvæmt hugmyndum stefnunnar um „skóla fyrir alla”. Um að nemendur fái þau úrræði og aðstoð sem þeim ber. Um að kennarastarfið verði samkeppnisfært og aðlaðandi fyrir nýja kennara. Um að aldrei verði samið um menntastefnur og breytingar í menntamálum án aðkomu sérfræðinga í kennslu, þ.e.a.s. kennara. Um að Kennarasamband Íslands sé með sterka forystu þar sem gætt er að því að raddir grasrótarinnar fái hljómgrunn. Um að kennarar fái aðgang að handleiðslu og öðrum úrræðum sem kynnu að koma í veg fyrir kulnun í starfi. Um að samtal á milli skólastiga verði markvisst, uppbyggilegt og styrkjandi. Um að kennarar á öllum stigum sameinist í stolti yfir því mikilvæga og skapandi starfi sem þeir eru að vinna. Það er alls engin tilviljun að greinarhöfundi skuli vera hugleikin orð mannréttindafrömuðarins Martin Luther King. Er ekki kominn tími á mannréttindasáttmála við kennara? Höfundur er í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar