Tekist á um fjárlög: Íslendingar séu miklir eftirbátar Norðurlanda í þróunarmálum Árni Sæberg skrifar 4. desember 2021 13:58 Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, fremst á myndinni. Fyrir aftan hann sitja Þórunn Sveinbjarnardóttir og Kristrún Frostadóttir, þingmenn Samfylkingarinnar. Fyrir aftan þær standa svo Tómas A. Tómasson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmenn Flokks fólksins. vísir/vilhelm Hart var tekist á um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar á Alþingi í gær og búast má við að ágreiningur haldi áfram í dag. Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og kallar það bráðabirgðafrumvarp. Ekki er víst að þingið nái að ljúka afgreiðslu frumvarpsins fyrir jól. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata hóf fundinn á umræðu um stöðu innflytjenda á Íslandi. Hún telur ekki nóg gert til að koma til móts við innflytjendur, en þeir hafi farið sérstaklega illa út úr kórónuveirukreppunni. Þá gagnrýndi hún einnig að einungis væri gert ráð fyrir tuttugu og þriggja milljóna kostnaði við undirbúning þess að Ísland taki við forsæti í ráðherraráði evrópu ráðsins. Fjárframlög til evrópumála í heild séu einnig of lág í fjárlagafrumvarpinu. Framlög hækka en ekki nógu mikið Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, vakti athygli á þróunarmálum. Hann fagnar því að það hlutfall vergrar landsframleiðslu, sem rennur til þróunarmála, hækki. Það fer úr 0,32 prósent í 0,35. Hann bendir þó á að OECD mælist til þess að þróuð ríki láti 0,7 prósent renna til þróunarmála. Tvöfalt hærra hlutfall en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. „Það er því að sjálfsögðu frábærar fréttir að við íslendingar séum komin hálfa leið að því markmiði. Þarna erum við Íslendingar enn miklir eftirbátar Norðurlanda og reyndar flestra landa í Vestur-Evrópu,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata. Alþingi Píratar Þróunarsamvinna Fjárlagafrumvarp 2022 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Sjá meira
Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og kallar það bráðabirgðafrumvarp. Ekki er víst að þingið nái að ljúka afgreiðslu frumvarpsins fyrir jól. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata hóf fundinn á umræðu um stöðu innflytjenda á Íslandi. Hún telur ekki nóg gert til að koma til móts við innflytjendur, en þeir hafi farið sérstaklega illa út úr kórónuveirukreppunni. Þá gagnrýndi hún einnig að einungis væri gert ráð fyrir tuttugu og þriggja milljóna kostnaði við undirbúning þess að Ísland taki við forsæti í ráðherraráði evrópu ráðsins. Fjárframlög til evrópumála í heild séu einnig of lág í fjárlagafrumvarpinu. Framlög hækka en ekki nógu mikið Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, vakti athygli á þróunarmálum. Hann fagnar því að það hlutfall vergrar landsframleiðslu, sem rennur til þróunarmála, hækki. Það fer úr 0,32 prósent í 0,35. Hann bendir þó á að OECD mælist til þess að þróuð ríki láti 0,7 prósent renna til þróunarmála. Tvöfalt hærra hlutfall en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. „Það er því að sjálfsögðu frábærar fréttir að við íslendingar séum komin hálfa leið að því markmiði. Þarna erum við Íslendingar enn miklir eftirbátar Norðurlanda og reyndar flestra landa í Vestur-Evrópu,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata.
Alþingi Píratar Þróunarsamvinna Fjárlagafrumvarp 2022 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Sjá meira