Viljum vera ofar í töflunni Ester Ósk Árnadóttir skrifar 5. desember 2021 20:30 Jónatan Magnússon biðlar til dómara um að leyfa liði sínu að fara ofar í töflunni. Vísir/Hulda Margrét Jónatan Magnússon, þjálfari KA var að vonum ánæðgur með sína menn eftir tveggja marka sigur á Gróttu í KA heimilinu í kvöld. Lokatölur 31-29. „Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn. Við mætum hérna sjóðandi heitu Gróttu liði, þeir með mikið sjálfstraust en við að leita að okkar. Gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik,“ sagði Jónatan eftir leik. „Við byrjum leikinn frábærlega. Ég var mjög ánægður hvernig við komum inn í leikinn, varnaleikurinn var mjög góður. Við hefðum mögulega geta verið með betri stöðu í hálfleik ef við hefðum geta haldið aðeins út en það kom smá hik hjá okkur. Skrítið að vera ekki með fleiri mörk í hálfleiknum en svo var þetta bara stál í stál í seinni hálfleik.“ KA leiddi allan leikinn og komst mest sjö mörkum yfir í fyrri hálfleik, 9-2. „Við vissum fyrirfram að þetta yrði mjög erfiður leikur hér í dag. Það munaði samt litlu að við hefðum geta keyrt alveg yfir þá en fyrst að það gekk ekki þá kom mjög gott áhlaup frá þeim. Heilt yfir var frammistaðan nóg til að vinna, mér fannst við eiga sigurinn skilið og örugglega erfitt fyrir Gróttu að koma hingað. Enn og aftur eru frábær stemmning á leikjum hjá okkur þrátt fyrir allt ruglið sem er í gangi í samfélaginu. Mér finnst að það ætti að vera fyrirsögnin á þessu, hversu vel áhorfendur létu sjá sig og studdu okkur, frábær stemmning.“ KA hefur náð í þrjá sigra í deildinni og hefur gengið verið brösulegt, liðið er í 10 sæti. „Það er gott að vinna, við spiluðum að mörgi leiti góðan leik á móti Haukum heima síðast en fáum ekkert út úr honum. Spilum svo ágætsleik á móti Selfoss í síðustu umferð en það var sama niðurstaða þess vegna er svo gott að fá þessi 2 stig því frammistaðan var góð, gott að fá sigurtilfinninguna.“ Þrátt fyrir nokkuð af töpuðum boltum í leiknum kom það ekki að sök. „Við erum með of margaða tapaða bolta í leik, stundum erum við ekki einu sinni undir pressu. Grótta er að spila mjög góða vörn og eru að setja lið í mjög erfiðar stöður og nokkrir af töpuðu boltunum í dag er út af því. Það er búið að vera mikið af áhyggjuefnum hjá okkur en í dag hef ég hins vegar engar áhyggjur. Í dag er ég bara ánægður að hafa unnið, búið að vera erfið vika og því er ég mjög stoltur af mínum mönnum að hafa klárað þetta í kvöld.“ Heimir Örn Árnason var kynntur inn í þjálfarateymi KA í vikunni en hann er uppalin í KA. „Hann kemur inn í þjálfarateymið til að styrkja það. Heimir hefur gríðarlega reynslu og mikla rödd og það gefur augaleið að hann kemur inn til að létta undir álagið á mér og Sverre. Ég er mjög ánægður með það. KA er stórt félag og við viljum vera ofar í deildinni heldur en við höfum verið. Þetta er ein leið í því.“ Framundan er leikur á móti HK í KA heimilinu næstkomandi föstudag. „Fyrir þennan leik lagðist það vel í mig en það leggst ennþá betur í mig núna. Basti er með ungt lið sem náði í stig í síðasta leik, þeir eins og Grótta koma með sjálfstraust inn í þann leik og við verðum að búa okkur undir það. Þetta er lið sem er að leita að sínum fyrsta sigri og við búum okkur vel undir þann leik. Við hlökkum til að fara að spila, hörku æfingarvika framundan,“ sagði Jónatan að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. KA Íslenski handboltinn Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - FH | Stórleikur í Mosó Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Sjá meira
„Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn. Við mætum hérna sjóðandi heitu Gróttu liði, þeir með mikið sjálfstraust en við að leita að okkar. Gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik,“ sagði Jónatan eftir leik. „Við byrjum leikinn frábærlega. Ég var mjög ánægður hvernig við komum inn í leikinn, varnaleikurinn var mjög góður. Við hefðum mögulega geta verið með betri stöðu í hálfleik ef við hefðum geta haldið aðeins út en það kom smá hik hjá okkur. Skrítið að vera ekki með fleiri mörk í hálfleiknum en svo var þetta bara stál í stál í seinni hálfleik.“ KA leiddi allan leikinn og komst mest sjö mörkum yfir í fyrri hálfleik, 9-2. „Við vissum fyrirfram að þetta yrði mjög erfiður leikur hér í dag. Það munaði samt litlu að við hefðum geta keyrt alveg yfir þá en fyrst að það gekk ekki þá kom mjög gott áhlaup frá þeim. Heilt yfir var frammistaðan nóg til að vinna, mér fannst við eiga sigurinn skilið og örugglega erfitt fyrir Gróttu að koma hingað. Enn og aftur eru frábær stemmning á leikjum hjá okkur þrátt fyrir allt ruglið sem er í gangi í samfélaginu. Mér finnst að það ætti að vera fyrirsögnin á þessu, hversu vel áhorfendur létu sjá sig og studdu okkur, frábær stemmning.“ KA hefur náð í þrjá sigra í deildinni og hefur gengið verið brösulegt, liðið er í 10 sæti. „Það er gott að vinna, við spiluðum að mörgi leiti góðan leik á móti Haukum heima síðast en fáum ekkert út úr honum. Spilum svo ágætsleik á móti Selfoss í síðustu umferð en það var sama niðurstaða þess vegna er svo gott að fá þessi 2 stig því frammistaðan var góð, gott að fá sigurtilfinninguna.“ Þrátt fyrir nokkuð af töpuðum boltum í leiknum kom það ekki að sök. „Við erum með of margaða tapaða bolta í leik, stundum erum við ekki einu sinni undir pressu. Grótta er að spila mjög góða vörn og eru að setja lið í mjög erfiðar stöður og nokkrir af töpuðu boltunum í dag er út af því. Það er búið að vera mikið af áhyggjuefnum hjá okkur en í dag hef ég hins vegar engar áhyggjur. Í dag er ég bara ánægður að hafa unnið, búið að vera erfið vika og því er ég mjög stoltur af mínum mönnum að hafa klárað þetta í kvöld.“ Heimir Örn Árnason var kynntur inn í þjálfarateymi KA í vikunni en hann er uppalin í KA. „Hann kemur inn í þjálfarateymið til að styrkja það. Heimir hefur gríðarlega reynslu og mikla rödd og það gefur augaleið að hann kemur inn til að létta undir álagið á mér og Sverre. Ég er mjög ánægður með það. KA er stórt félag og við viljum vera ofar í deildinni heldur en við höfum verið. Þetta er ein leið í því.“ Framundan er leikur á móti HK í KA heimilinu næstkomandi föstudag. „Fyrir þennan leik lagðist það vel í mig en það leggst ennþá betur í mig núna. Basti er með ungt lið sem náði í stig í síðasta leik, þeir eins og Grótta koma með sjálfstraust inn í þann leik og við verðum að búa okkur undir það. Þetta er lið sem er að leita að sínum fyrsta sigri og við búum okkur vel undir þann leik. Við hlökkum til að fara að spila, hörku æfingarvika framundan,“ sagði Jónatan að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
KA Íslenski handboltinn Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - FH | Stórleikur í Mosó Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Sjá meira