Kostnaður við sýnatökur 2,5 milljarðar króna en verulegar tekjur fengist á móti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2021 10:21 Í tölunum er ekki kostnaður við greiningu PCR-sýnanna en hann fellur til hjá Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Kostnaður Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við sýnatökur vegna Covid-19 frá upphafi kórónuveirufaraldursins nemur um 2,5 milljörðum króna. Á sama tíma hafa tekjurnar numið um 2 milljörðum og eftir standa 460 milljónir sem hafa fallið á ríkissjóð. Upplýsingarnar að ofan fékk Vísir hjá Jónasi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar hjá Heilsugæslunni, en Fréttablaðið sagði frá því í gær að kostnaðurinn við sýnatökurnar hefði numið 460 milljónum króna fyrstu tíu mánuði ársins. Hið rétta er að kostnaður við sýnatökurnar nam í fyrra um milljarði króna og er þá með talinn kostnaður við uppsetningu sýnatökustöðva, innkaup prófa og fleiri tilfallandi kostnaðarliðir en Heilsugæslan hefur sinnt sýnatökum á Suðurlandsbraut, í Keflavík og verið með nokkra starfsemi úti á landi. Í sumar fór Heilsugæslan að bjóða upp á hraðpróf og aðsókn í þau hefur aukist verulega með haustinu. Í fyrra var eingöngu um að ræða svokölluð PCR-próf; einkennasýnatökur og sýnatökur ferðamanna við komuna og brottför frá landinu. Heilsugæslunni var á þessum tíma heimilt að rukka gjald og stóð gjaldtakan að mestu undir kostnaðinum árið 2020, að sögn Jónasar. „Á þessu ári hefur þetta verið fjölbreyttari flóra,“ segir Jónas um Covid-prófin en í sumar hóf Heilsugæslan að bjóða upp á svokölluð hraðpróf. Ríkisstjórnin ákvað að þau skyldu vera gjaldfrjáls og í haust var meira og minna öll gjaldtaka felld niður. Jónas segir tekjurnar hafa dugað vel upp í kostnað framan af, ekki síst vegna þeirra ferðamanna sem hingað komu í sumar, en með haustinu hafi róðurinn þyngst. Þá hafi kostnaðurinn farið fram úr tekjunum, sem námu 1,5 milljarði króna, og útaf standi umræddar 460 milljónir, fyrstu tíu mánuði ársins. Samkvæmt Fréttablaðinu hafa Sjúkratryggingar Íslands greitt 238 milljónir króna vegna 70.772 hraðprófa á tímabilinu 20. september til 7. júní. Þá voru 575 þúsund sýni tekin á Suðurlandsbraut fyrstu ellefu mánuði ársins, þar af 220 þúsund hraðpróf, og 250 þúsund sýni í Keflavík en þar er um að ræða PCR-próf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Upplýsingarnar að ofan fékk Vísir hjá Jónasi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar hjá Heilsugæslunni, en Fréttablaðið sagði frá því í gær að kostnaðurinn við sýnatökurnar hefði numið 460 milljónum króna fyrstu tíu mánuði ársins. Hið rétta er að kostnaður við sýnatökurnar nam í fyrra um milljarði króna og er þá með talinn kostnaður við uppsetningu sýnatökustöðva, innkaup prófa og fleiri tilfallandi kostnaðarliðir en Heilsugæslan hefur sinnt sýnatökum á Suðurlandsbraut, í Keflavík og verið með nokkra starfsemi úti á landi. Í sumar fór Heilsugæslan að bjóða upp á hraðpróf og aðsókn í þau hefur aukist verulega með haustinu. Í fyrra var eingöngu um að ræða svokölluð PCR-próf; einkennasýnatökur og sýnatökur ferðamanna við komuna og brottför frá landinu. Heilsugæslunni var á þessum tíma heimilt að rukka gjald og stóð gjaldtakan að mestu undir kostnaðinum árið 2020, að sögn Jónasar. „Á þessu ári hefur þetta verið fjölbreyttari flóra,“ segir Jónas um Covid-prófin en í sumar hóf Heilsugæslan að bjóða upp á svokölluð hraðpróf. Ríkisstjórnin ákvað að þau skyldu vera gjaldfrjáls og í haust var meira og minna öll gjaldtaka felld niður. Jónas segir tekjurnar hafa dugað vel upp í kostnað framan af, ekki síst vegna þeirra ferðamanna sem hingað komu í sumar, en með haustinu hafi róðurinn þyngst. Þá hafi kostnaðurinn farið fram úr tekjunum, sem námu 1,5 milljarði króna, og útaf standi umræddar 460 milljónir, fyrstu tíu mánuði ársins. Samkvæmt Fréttablaðinu hafa Sjúkratryggingar Íslands greitt 238 milljónir króna vegna 70.772 hraðprófa á tímabilinu 20. september til 7. júní. Þá voru 575 þúsund sýni tekin á Suðurlandsbraut fyrstu ellefu mánuði ársins, þar af 220 þúsund hraðpróf, og 250 þúsund sýni í Keflavík en þar er um að ræða PCR-próf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira