Sáttmáli framfara og vaxtar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 8. desember 2021 11:31 Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar er ítarlegur og vel gerður. Hann vísar leiðina fram veginn og einkennist af bjartsýni varðandi þau tækifæri sem til staðar eru og bjartsýni um að við getum áfram bætt samfélagið og lagfært það sem þarf að laga. Stefna og áherslumál Framsóknar skína í gegn, en sáttmálinn byggir á skynsömum lausnum, jafnrétti og á því að einstaklingurinn sé ávallt hjartað í kerfinu. Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar og framfara. Auka þarf verðmætasköpun og gefa fyrirtækjum nauðsynlegt svigrúm til að sækja fram, fjárfesta í tækjum og tólum til að standast samkeppni og ekki síður til að ráða fólk til starfa að nýju. Slíkt treystir ríkisfjármálin á ný og gefur okkur sem þjóð tækifæri til að vaxa og dafna til frekari velsældar. Einstaklingurinn er hjartað í kerfinu Við stöndum frammi fyrir mjög stórri áskorun, þeirri að þjóðin er að eldast. Stóra verkefnið er því áhersla á lýðheilsu með það að markmiði að fólk eigi betra líf á efri árum og sé minna háð þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Einnig er það ánægjulegt að auka skuli sveigjanleika í starfslokum hjá hinu opinbera, en slíkt stuðlar að því að fólk verði lengur virkir þátttakendur í samfélaginu og á vinnumarkaði. Auk þess er það skref í rétta átt að frítekjumark atvinnutekna verði tvöfaldað um næstu áramót. Ég fagna því sérstaklega að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur, en samhliða því er mikilvægt að virkt samtal eigi sér stað milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins og að nauðsynlegt fjármagn fari á rétta staði. Sveitarfélög vilja þjónusta íbúa vel, en það sem hefur gerst við tilfærslu stórra málaflokka frá ríki til sveitarfélaga er að þjónustan hefur færst nær fólkinu, hún aukist og orðið betri. Það hefur falið í sér umtalsverðan kostnaðarauka hjá sveitarfélögunum. Ráðist verður í vinnu við að bæta stöðu langveikra og alvarlega fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra með nýju fyrirkomulagi umönnunarstyrks og umönnunargreiðslna, ásamt því að foreldrum sem missa barn verður tryggt sorgarleyfi. Einnig er rétt að nefna að áfram verður unnið að því mikilvæga verkefni í samstarfi við sveitarfélög að jafna tækifæri barna til að stunda tómstundastarf óháð efnahag, aðstæðum og búsetu. 16,3 milljarða aukning til heilbrigðismála Tækifæri eru til framsóknar í heilbrigðismálum og ánægjulegt er að framlög til málaflokksins séu að hækka um 16,3 milljarða. Um leið og fjármagn er aukið, er einnig svigrúm til að nýta fjármuni betur. Heilbrigðiskerfið á að veita fólki þá þjónustu sem það þarf og gera það innan skilgreinds biðtíma. Geðheilbrigðismál þurfa að vera í forgangi á kjörtímabilinu en ýmis jákvæð teikn eru á lofti sé tekið mið af markmiðum ríkisstjórnarinnar. Því þarf að fylgja eftir. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar er ítarlegur og vel gerður. Hann vísar leiðina fram veginn og einkennist af bjartsýni varðandi þau tækifæri sem til staðar eru og bjartsýni um að við getum áfram bætt samfélagið og lagfært það sem þarf að laga. Stefna og áherslumál Framsóknar skína í gegn, en sáttmálinn byggir á skynsömum lausnum, jafnrétti og á því að einstaklingurinn sé ávallt hjartað í kerfinu. Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar og framfara. Auka þarf verðmætasköpun og gefa fyrirtækjum nauðsynlegt svigrúm til að sækja fram, fjárfesta í tækjum og tólum til að standast samkeppni og ekki síður til að ráða fólk til starfa að nýju. Slíkt treystir ríkisfjármálin á ný og gefur okkur sem þjóð tækifæri til að vaxa og dafna til frekari velsældar. Einstaklingurinn er hjartað í kerfinu Við stöndum frammi fyrir mjög stórri áskorun, þeirri að þjóðin er að eldast. Stóra verkefnið er því áhersla á lýðheilsu með það að markmiði að fólk eigi betra líf á efri árum og sé minna háð þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Einnig er það ánægjulegt að auka skuli sveigjanleika í starfslokum hjá hinu opinbera, en slíkt stuðlar að því að fólk verði lengur virkir þátttakendur í samfélaginu og á vinnumarkaði. Auk þess er það skref í rétta átt að frítekjumark atvinnutekna verði tvöfaldað um næstu áramót. Ég fagna því sérstaklega að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur, en samhliða því er mikilvægt að virkt samtal eigi sér stað milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins og að nauðsynlegt fjármagn fari á rétta staði. Sveitarfélög vilja þjónusta íbúa vel, en það sem hefur gerst við tilfærslu stórra málaflokka frá ríki til sveitarfélaga er að þjónustan hefur færst nær fólkinu, hún aukist og orðið betri. Það hefur falið í sér umtalsverðan kostnaðarauka hjá sveitarfélögunum. Ráðist verður í vinnu við að bæta stöðu langveikra og alvarlega fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra með nýju fyrirkomulagi umönnunarstyrks og umönnunargreiðslna, ásamt því að foreldrum sem missa barn verður tryggt sorgarleyfi. Einnig er rétt að nefna að áfram verður unnið að því mikilvæga verkefni í samstarfi við sveitarfélög að jafna tækifæri barna til að stunda tómstundastarf óháð efnahag, aðstæðum og búsetu. 16,3 milljarða aukning til heilbrigðismála Tækifæri eru til framsóknar í heilbrigðismálum og ánægjulegt er að framlög til málaflokksins séu að hækka um 16,3 milljarða. Um leið og fjármagn er aukið, er einnig svigrúm til að nýta fjármuni betur. Heilbrigðiskerfið á að veita fólki þá þjónustu sem það þarf og gera það innan skilgreinds biðtíma. Geðheilbrigðismál þurfa að vera í forgangi á kjörtímabilinu en ýmis jákvæð teikn eru á lofti sé tekið mið af markmiðum ríkisstjórnarinnar. Því þarf að fylgja eftir. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun