Jólahlaðborðin uppspretta hópsmita í faraldrinum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. desember 2021 11:37 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki skynsamlegt að bjóða upp á hlaðborð eins og staðan er núna. Vísir/Vilhelm Tuttugu hafa nú greinst með ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Sóttvarnalæknir segir jólahlaðborð hafa verið uppsprettu hópsýkinga í faraldrinum og hvetur þá sem standa fyrir slíkum samkomum að afgreiða matinn frekar beint á borðið. Hundrað og tuttugu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tæpur helmingur þeirra sem greindist var í sóttkví. Tuttugu og einn liggur nú inni á sjúkrahúsum á landinu með Covid-19 en ellefu þeirra eru óbólusettir. Fimm eru á gjörgæslu og eru þeir allir í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins hærri en hann hefði viljað sjá. „Við erum að sjá svona hópsýkingar koma upp og þá einkum í tengslum við til dæmis jólahlaðborð og því um líkt eins og við höfum lýst áður. Það virðist vera töluvert mikill áhættuþáttur. Þannig við höfum verið að hvetja og viljum hvetja þá sem eru að standa fyrir svona samkomum að kannski að reyna að standa ekki fyrir hlaðborðum heldur reyna að afgreiða frekar í sæti.“ Hann segir svipað uppi í gangi á hinum Norðurlöndunum. „Við að fá líka svona upplýsingar frá hinum Norðurlöndunum um stórar hópsýkingar í kjölfarið og til dæmis í Noregi þar sem þetta ómíkron-afbrigði er að koma upp í akkúrat í svona stöðu. Þannig þetta virðist vera töluverður áhættuþáttur og við erum að sjá aukningu á þessu ómíkron-afbrigði.“ Hér á landi hefur fjölgað í hópi þeirra sem greinst hafa með ómíkron-afbrigði veirunnar. „Við erum komin upp í tuttugu tilfelli sem hafa greinst og þau tengjast útlöndum. Þetta er sem sagt þetta Akranessmit sem tengist útlöndum og svo eru fólk sem er að koma frá Þýskalandi og frá Danmörku og frá Írlandi. Þannig að þetta er svona sama sagan og á hinum Norðurlöndunum líka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Hundrað og tuttugu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tæpur helmingur þeirra sem greindist var í sóttkví. Tuttugu og einn liggur nú inni á sjúkrahúsum á landinu með Covid-19 en ellefu þeirra eru óbólusettir. Fimm eru á gjörgæslu og eru þeir allir í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins hærri en hann hefði viljað sjá. „Við erum að sjá svona hópsýkingar koma upp og þá einkum í tengslum við til dæmis jólahlaðborð og því um líkt eins og við höfum lýst áður. Það virðist vera töluvert mikill áhættuþáttur. Þannig við höfum verið að hvetja og viljum hvetja þá sem eru að standa fyrir svona samkomum að kannski að reyna að standa ekki fyrir hlaðborðum heldur reyna að afgreiða frekar í sæti.“ Hann segir svipað uppi í gangi á hinum Norðurlöndunum. „Við að fá líka svona upplýsingar frá hinum Norðurlöndunum um stórar hópsýkingar í kjölfarið og til dæmis í Noregi þar sem þetta ómíkron-afbrigði er að koma upp í akkúrat í svona stöðu. Þannig þetta virðist vera töluverður áhættuþáttur og við erum að sjá aukningu á þessu ómíkron-afbrigði.“ Hér á landi hefur fjölgað í hópi þeirra sem greinst hafa með ómíkron-afbrigði veirunnar. „Við erum komin upp í tuttugu tilfelli sem hafa greinst og þau tengjast útlöndum. Þetta er sem sagt þetta Akranessmit sem tengist útlöndum og svo eru fólk sem er að koma frá Þýskalandi og frá Danmörku og frá Írlandi. Þannig að þetta er svona sama sagan og á hinum Norðurlöndunum líka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira