Kostnaður vegna heimilislausra tvöfaldast frá 2019 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. desember 2021 13:33 Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur tvöfaldast frá árinu 2019. Ákveðið hefur verið að bæta við styrkjum til Konukots þannig að heimilið þurfi ekki að reiða sig á sjálfboðaliða. Húsnæðisúrræði á vegum borgarinnar hafa tvöfaldast frá árinu 2019 og eru nú alls 99 talsins. Það sama á við um kostnað vegna aðgerða í málefnum heimilislausra. Hann var um 730 milljónir 2019 en er áætlaður á þessu ári vera um einn komma fjórir milljarðar króna. Þetta kemur fram í stöðumati Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Þar kemur líka fram að frá árinu 2017 hefur heimilislausum í Reykjavík fækkað um 14%. Af þeim nýta flestir sér heimilisúrræði borgarinnar en þrjú prósent heimilislausra býr á víðavangi. Árið 2017 bjuggu 76 einstaklingar á víðavangi. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að vel hafi gengið í málaflokknum „Nú hefur verið ákveðið að greina enn frekar stöðu heimilislausra í borginni. Við sjáum að þeim fækkar sem betur fer og meira en helmingur er í húsnæði. Við þurfum hins vegar að skoða núna hvar neyðin er sárust,“ segir Heiða. Heiða segir að auka eigi fjárstuðning um 29 milljónir króna við Rótina sem sér um Konukot, sem er neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur. Þetta þýði að hætt verði að reiða sig á framlag sjálfboðaliða. Áætlað er að kostnaður borgarinnar vegna Konukots árið 2022 verði 122,5 milljónir króna en hann var 93,6 milljónir. Hækkunin nemur styrkupphæðinni. „Núna erum við að bæta aðeins í samninginn þannig að þær geta veitt enn betri þjónustu til þeirra kvenna sem sækja þangað. Síðan erum við með ýmsar styrkumsóknir sem við erum að afgreiða núna sem eru t.d. frá Samhjálp, Rauða krossinum, Kirkjunni þá þessir sem eru að mæta þessum félagslegu þörfum og virkni þessa hóps og fleiri,“ segir Heiða. Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Húsnæðisúrræði á vegum borgarinnar hafa tvöfaldast frá árinu 2019 og eru nú alls 99 talsins. Það sama á við um kostnað vegna aðgerða í málefnum heimilislausra. Hann var um 730 milljónir 2019 en er áætlaður á þessu ári vera um einn komma fjórir milljarðar króna. Þetta kemur fram í stöðumati Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Þar kemur líka fram að frá árinu 2017 hefur heimilislausum í Reykjavík fækkað um 14%. Af þeim nýta flestir sér heimilisúrræði borgarinnar en þrjú prósent heimilislausra býr á víðavangi. Árið 2017 bjuggu 76 einstaklingar á víðavangi. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að vel hafi gengið í málaflokknum „Nú hefur verið ákveðið að greina enn frekar stöðu heimilislausra í borginni. Við sjáum að þeim fækkar sem betur fer og meira en helmingur er í húsnæði. Við þurfum hins vegar að skoða núna hvar neyðin er sárust,“ segir Heiða. Heiða segir að auka eigi fjárstuðning um 29 milljónir króna við Rótina sem sér um Konukot, sem er neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur. Þetta þýði að hætt verði að reiða sig á framlag sjálfboðaliða. Áætlað er að kostnaður borgarinnar vegna Konukots árið 2022 verði 122,5 milljónir króna en hann var 93,6 milljónir. Hækkunin nemur styrkupphæðinni. „Núna erum við að bæta aðeins í samninginn þannig að þær geta veitt enn betri þjónustu til þeirra kvenna sem sækja þangað. Síðan erum við með ýmsar styrkumsóknir sem við erum að afgreiða núna sem eru t.d. frá Samhjálp, Rauða krossinum, Kirkjunni þá þessir sem eru að mæta þessum félagslegu þörfum og virkni þessa hóps og fleiri,“ segir Heiða.
Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum