Karlarnir kvörtuðu en vilja helst vera með konunum en ekki einir Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. desember 2021 07:01 Ísfirðingar hafa haldið skíðagöngunámskeið í yfir tuttugu ár. Fyrir nokkrum árum síðan slógu í gegn kvennaskíðahelgar, námskeið á vegum Hótels Ísafjarðar. Karlarnir kvörtuðu í kjölfarið yfir því að ekki væru sams konar námskeið í boði fyrir þá og því varð úr að bjóða upp á strákahelgar. Ekki reyndist hljómgrunnur fyrir slíkum helgum en karlarnir komu sterkir inn þegar farið var að bjóða upp á námskeiðshelgar fyrir karla og konur. Hólmfríður Vala Svavarsdóttir segir svæðin á Ísafirði hreint frábær fyrir alls kyns vetrarsport. „Ísfirðingar hafa haldið skíðagöngunámskeið í yfir tuttugu ár en fyrir tæpum tíu árum fórum við að bjóða upp á kvennahelgar sem slógu svo rækilega í gegn,“ segir Hólmfríður Vala Svavarsdóttir eigandi hótels Ísafjarðar. „Við fengum athugasemdir frá strákunum um að það væri ekkert námskeið fyrir þá svo að við buðum upp á strákahelgar. Það var enginn hljómgrunnur fyrir því en þegar við fórum að bjóða upp á blandaðar helgar fyrir nokkrum árum þá fór þetta að ganga hjá okkur og við fengum strákana með.“ Löngum hefur fólk stundað að fara í ferðir erlendis til að skíða á veturnar og gera þá vel við sig í leiðinni: Gista á hóteli og njóta matar og drykkjar í bland við útivist og hreyfingu og skemmtilega samveru með vinum og vandamönnum. Hólmfríður Vala segir hins vegar að skíðagönguhelgarnar á Ísafirði séu svo sannarlega á pari við ferðir erlendis. Þá segir Hólmfríður Vala Covid ekki hafa breytt miklu fyrir ferðaþjónustuna fyrir vestan, að undanskildu því að fram að Covid voru sumargestirnir nær eingöngu erlendir. En Íslendingar hafa líka búið sér til sín eigin tækifæri. Til dæmis með Landvættum. Landvættir og það varð allt vitlaust…. Hólmfríður Vala er alltaf kölluð Vala. Hún og eiginmaður hennar, Daníel Jakobsson, reka gistingu á fimm stöðum á Ísafirði: Hótel Ísafjörð Torg og Horn, Gamla Gistihúsið sem er á tveimur stöðum og á sumrin Hótel Torfnes, sem áður var Hótel Edda. Þá reka þau veitingastaðinn Pollinn. Síðustu árin hefur hótelið lagt aukna áherslu á uppbyggingu ferðaþjónustu á Ísafirði fyrir allt árið um kring. Þá sérstaklega með því að bjóða upp á vinsæl gönguskíðanámskeið á Seljalandsdal. „Vestfirðir eru stór náttúruperla með endalausum möguleikum, jafnt að sumri sem vetri. Íslendingar eru að uppgötva Vestfirðina og það er frábært að taka á móti gestum sem hafa aldrei komið hingað áður og eru að upplifa svæðið í fyrsta sinn,“ segir Vala. Vala segir að í raun hafi Landvættir haft meiri áhrif en heimsfaraldurinn. Því í Landvættum þarf að leysa eina þraut í hverjum landsfjórðungi. Ein af þessum þrautum er skíðaganga og það má segja að það hafi allt orðið vitlaust í sportinu við það. Iðkenda fjöldinn margfaldaðist og þá um leið eftirspurnin eftir leiðsögn.“ Þá segir Vala Landvætti hafa opnað tækifæri fyrir almenning að taka þátt í íþróttaviðburðum. „Það er mikill hreyfi áhugi hjá okkur Íslendingum og okkur finnst gaman að prófa eitthvað nýtt. Þegar Landvættaprógramið var sett á var komið tækifæri fyrir almenning að taka þátt í íþróttaviðburðum. Það var því mikil áskorun fyrir marga að læra á skíðin. Fyrir okkur sem höfum alltaf verið í þessu sporti var mjög gaman að sjá íþróttina stækka og fá fleiri með.“ Það er alls ekki svo að allir sem koma í skíðaferðir á Ísafjörð séu þaulvanir skíðamenn. „Sumir eru vanir á svigskíðum á meðan aðrir hafa aldrei stígið á skíði, hvorki gönguskíði né svigskíði,“ segir Vala. En sú menning er að verða sterkari og sterkari að Íslendingar sækja í að fara í skíðaferðir innanlands, njóta útivistarinnar og gera vel við sig í mat og drykk. Menning að myndast í kringum skíðaferðir „Við erum alveg sannfærð um að skíðagönguhelgarnar okkar séu á pari við ferð erlendis og finnum fyrir miklum áhuga hjá vinahópum og fjölskyldum að skella sér vestur. Fólk er að gera vel við sig í mat og drykk og skíðar eins og engin sé morgundagurinn,“ segir Vala og bætir við: Það er nauðsynlegt að fá eitthvað gott í kroppinn á góðum skíðadegi fyrir vestan. Vala segir suma mæta til að koma á námskeið, aðra til að skíða sjálfir og eins eru viðburðir að verða stærri og vinsælli. Eins og til dæmis Fossagangan eða Skíðavikan. Þá segir Vala marga vilja leiðsögn á námskeiðum sem lið í því að nýta fjárfestinguna sína betur sem felst í skíðabúnaðinum. „En svo er það einmitt það að það er að myndast þessi menning að fara í skíðaferðir, ekki endilega að fara á námskeið heldur bara að skíða sjálfur. Nota vetrarfrí barnanna og taka langar helgar.“ Vala segir stöðuna alls ekki þannig að allir sem komi í skíðaferð séu þaulvanir skíðamenn. „Sumir eru vanir á svigskíðum á meðan aðrir hafa aldrei stígið á skíði, hvorki gönguskíði né svigskíði.“ Þá segir hún námskeið vinsæl, bæði hjá þeim sem vilja læra meira en eins að fólk vilji fá leiðsögn til að nýta betur þá fjárfestingu sem skíðabúnaðurinn er. Vala segist vilja kalla Ísafjörð Skíðagöngubæinn, fjallaskíðabæinn eða bara Skíðafjörð. Allt um kring eru frábær svæði til að leika sér í snjónum, á gönguskíðum, svigskíðum, fjallasíðum, utanbrautarskíðum, snjósleðum eða bara í leikjum. Vala segir fólk sem sækir Ísafjörð heim á veturnar sé ævintýrafólk og þótt ekki sé hægt að ábyrgjast veðrið sé alltaf hægt að ábyrgjast að upplifunin er geggjuð. Vala segir áberandi að nú séu konurnar að draga karlana sína með á námskeið og oft komi vinahópar saman. Strákarnir voru kannski meira þannig að þeir þurftu ekki leiðsögn. Vildu bara læra þetta sjálfir. En það er allt breytt, nú eru þeir óhræddir við að vera byrjendur, detta fyrir framan alla og fá leiðsögn.“ Sjálf hefur Vala mikla trú á þeim tækifærum sem veturinn getur gefið ferðaþjónustunni, sérstaklega á Ísafirði þar sem hún segir svæðin allt í kring hreinlega frábær. „Við viljum kalla okkur Skíðagöngubæinn, fjallaskíðabæinn eða bara Skíðafjörð. Hér eru endalaus tækifæri til að leika sér í snjónum,“ segir Vala og bendir á að það séu ekki bara gönguskíðin sem henti vel á svæðinu heldur séu þar góð svæði líka fyrir svigskíði, fjallaskíði, utanbrautarskíði, snjósleða og allt vetrarsport. Á Ísafirði njóti líka viðburðarhelgar og vikur sífellt meiri vinsælda yfir veturinn. Til dæmis Fossvatnsgangan og Skíðavikan. Við segjum alltaf að við ábyrgjumst ekki veðrið en upplifunin verður geggjuð. Fólkið sem sækir okkur heim er ævintýrafólk sem elskar óveður jafn mikið og sól og logn.“ Ferðamennska á Íslandi Skíðasvæði Skíðaíþróttir Ísafjarðarbær Nýsköpun Tengdar fréttir Eyddu síðustu krónunum sínum í jólaseríur Um land allt standa þúsundir fyrirtækjaeigenda frammi fyrir einni spurningu á hverjum degi: Hvernig náum við að lifa heimsfaraldurinn af? Í dag heyrum við dæmisögu um eitt slíkt fyrirtæki og hvernig þeim hefur gengið að takast á við Covid. 6. desember 2021 07:00 „Átti ekki séns í unga fólkið sem var vinsælla á þessum tíma“ „Ég var að verða 35 ára þegar ég sá loksins tækifæri til að halda áfram í námi, ég skráði mig í frumgreinadeild HR, sem þá var gamli Tækniskólinn uppá höfða. Ég lauk síðan B.Sc. í Viðskiptafræði Vörustjórnunarsviði í Janúar 2004,“ segir Stella Leifsdóttir eigandi verslunarinnar Belladonna. 15. nóvember 2021 07:01 „What the hell is wrong with your country?" spurði lögfræðingurinn Ævintýri sprota sem hófst skömmu eftir bankahrun. 8. nóvember 2021 07:00 „Mánudagsmorgnar alltaf í sérstöku uppáhaldi“ Kristján Sigurjónsson hefur haldið úti Túrista í tólf ár, en búið erlendis allan tíman og gerir enn. 1. nóvember 2021 07:01 Gaman að sjá krakkana læra að það þarf að hafa fyrir hlutunum Fjölskyldufyrirtækið Smartsocks selur litríka sokka og nærbuxur í áskrift og fer umsýsla þjónustunnar fram heima í stofu þar sem öll fjölskyldan hjálpast að. 25. október 2021 07:01 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Við fengum athugasemdir frá strákunum um að það væri ekkert námskeið fyrir þá svo að við buðum upp á strákahelgar. Það var enginn hljómgrunnur fyrir því en þegar við fórum að bjóða upp á blandaðar helgar fyrir nokkrum árum þá fór þetta að ganga hjá okkur og við fengum strákana með.“ Löngum hefur fólk stundað að fara í ferðir erlendis til að skíða á veturnar og gera þá vel við sig í leiðinni: Gista á hóteli og njóta matar og drykkjar í bland við útivist og hreyfingu og skemmtilega samveru með vinum og vandamönnum. Hólmfríður Vala segir hins vegar að skíðagönguhelgarnar á Ísafirði séu svo sannarlega á pari við ferðir erlendis. Þá segir Hólmfríður Vala Covid ekki hafa breytt miklu fyrir ferðaþjónustuna fyrir vestan, að undanskildu því að fram að Covid voru sumargestirnir nær eingöngu erlendir. En Íslendingar hafa líka búið sér til sín eigin tækifæri. Til dæmis með Landvættum. Landvættir og það varð allt vitlaust…. Hólmfríður Vala er alltaf kölluð Vala. Hún og eiginmaður hennar, Daníel Jakobsson, reka gistingu á fimm stöðum á Ísafirði: Hótel Ísafjörð Torg og Horn, Gamla Gistihúsið sem er á tveimur stöðum og á sumrin Hótel Torfnes, sem áður var Hótel Edda. Þá reka þau veitingastaðinn Pollinn. Síðustu árin hefur hótelið lagt aukna áherslu á uppbyggingu ferðaþjónustu á Ísafirði fyrir allt árið um kring. Þá sérstaklega með því að bjóða upp á vinsæl gönguskíðanámskeið á Seljalandsdal. „Vestfirðir eru stór náttúruperla með endalausum möguleikum, jafnt að sumri sem vetri. Íslendingar eru að uppgötva Vestfirðina og það er frábært að taka á móti gestum sem hafa aldrei komið hingað áður og eru að upplifa svæðið í fyrsta sinn,“ segir Vala. Vala segir að í raun hafi Landvættir haft meiri áhrif en heimsfaraldurinn. Því í Landvættum þarf að leysa eina þraut í hverjum landsfjórðungi. Ein af þessum þrautum er skíðaganga og það má segja að það hafi allt orðið vitlaust í sportinu við það. Iðkenda fjöldinn margfaldaðist og þá um leið eftirspurnin eftir leiðsögn.“ Þá segir Vala Landvætti hafa opnað tækifæri fyrir almenning að taka þátt í íþróttaviðburðum. „Það er mikill hreyfi áhugi hjá okkur Íslendingum og okkur finnst gaman að prófa eitthvað nýtt. Þegar Landvættaprógramið var sett á var komið tækifæri fyrir almenning að taka þátt í íþróttaviðburðum. Það var því mikil áskorun fyrir marga að læra á skíðin. Fyrir okkur sem höfum alltaf verið í þessu sporti var mjög gaman að sjá íþróttina stækka og fá fleiri með.“ Það er alls ekki svo að allir sem koma í skíðaferðir á Ísafjörð séu þaulvanir skíðamenn. „Sumir eru vanir á svigskíðum á meðan aðrir hafa aldrei stígið á skíði, hvorki gönguskíði né svigskíði,“ segir Vala. En sú menning er að verða sterkari og sterkari að Íslendingar sækja í að fara í skíðaferðir innanlands, njóta útivistarinnar og gera vel við sig í mat og drykk. Menning að myndast í kringum skíðaferðir „Við erum alveg sannfærð um að skíðagönguhelgarnar okkar séu á pari við ferð erlendis og finnum fyrir miklum áhuga hjá vinahópum og fjölskyldum að skella sér vestur. Fólk er að gera vel við sig í mat og drykk og skíðar eins og engin sé morgundagurinn,“ segir Vala og bætir við: Það er nauðsynlegt að fá eitthvað gott í kroppinn á góðum skíðadegi fyrir vestan. Vala segir suma mæta til að koma á námskeið, aðra til að skíða sjálfir og eins eru viðburðir að verða stærri og vinsælli. Eins og til dæmis Fossagangan eða Skíðavikan. Þá segir Vala marga vilja leiðsögn á námskeiðum sem lið í því að nýta fjárfestinguna sína betur sem felst í skíðabúnaðinum. „En svo er það einmitt það að það er að myndast þessi menning að fara í skíðaferðir, ekki endilega að fara á námskeið heldur bara að skíða sjálfur. Nota vetrarfrí barnanna og taka langar helgar.“ Vala segir stöðuna alls ekki þannig að allir sem komi í skíðaferð séu þaulvanir skíðamenn. „Sumir eru vanir á svigskíðum á meðan aðrir hafa aldrei stígið á skíði, hvorki gönguskíði né svigskíði.“ Þá segir hún námskeið vinsæl, bæði hjá þeim sem vilja læra meira en eins að fólk vilji fá leiðsögn til að nýta betur þá fjárfestingu sem skíðabúnaðurinn er. Vala segist vilja kalla Ísafjörð Skíðagöngubæinn, fjallaskíðabæinn eða bara Skíðafjörð. Allt um kring eru frábær svæði til að leika sér í snjónum, á gönguskíðum, svigskíðum, fjallasíðum, utanbrautarskíðum, snjósleðum eða bara í leikjum. Vala segir fólk sem sækir Ísafjörð heim á veturnar sé ævintýrafólk og þótt ekki sé hægt að ábyrgjast veðrið sé alltaf hægt að ábyrgjast að upplifunin er geggjuð. Vala segir áberandi að nú séu konurnar að draga karlana sína með á námskeið og oft komi vinahópar saman. Strákarnir voru kannski meira þannig að þeir þurftu ekki leiðsögn. Vildu bara læra þetta sjálfir. En það er allt breytt, nú eru þeir óhræddir við að vera byrjendur, detta fyrir framan alla og fá leiðsögn.“ Sjálf hefur Vala mikla trú á þeim tækifærum sem veturinn getur gefið ferðaþjónustunni, sérstaklega á Ísafirði þar sem hún segir svæðin allt í kring hreinlega frábær. „Við viljum kalla okkur Skíðagöngubæinn, fjallaskíðabæinn eða bara Skíðafjörð. Hér eru endalaus tækifæri til að leika sér í snjónum,“ segir Vala og bendir á að það séu ekki bara gönguskíðin sem henti vel á svæðinu heldur séu þar góð svæði líka fyrir svigskíði, fjallaskíði, utanbrautarskíði, snjósleða og allt vetrarsport. Á Ísafirði njóti líka viðburðarhelgar og vikur sífellt meiri vinsælda yfir veturinn. Til dæmis Fossvatnsgangan og Skíðavikan. Við segjum alltaf að við ábyrgjumst ekki veðrið en upplifunin verður geggjuð. Fólkið sem sækir okkur heim er ævintýrafólk sem elskar óveður jafn mikið og sól og logn.“
Ferðamennska á Íslandi Skíðasvæði Skíðaíþróttir Ísafjarðarbær Nýsköpun Tengdar fréttir Eyddu síðustu krónunum sínum í jólaseríur Um land allt standa þúsundir fyrirtækjaeigenda frammi fyrir einni spurningu á hverjum degi: Hvernig náum við að lifa heimsfaraldurinn af? Í dag heyrum við dæmisögu um eitt slíkt fyrirtæki og hvernig þeim hefur gengið að takast á við Covid. 6. desember 2021 07:00 „Átti ekki séns í unga fólkið sem var vinsælla á þessum tíma“ „Ég var að verða 35 ára þegar ég sá loksins tækifæri til að halda áfram í námi, ég skráði mig í frumgreinadeild HR, sem þá var gamli Tækniskólinn uppá höfða. Ég lauk síðan B.Sc. í Viðskiptafræði Vörustjórnunarsviði í Janúar 2004,“ segir Stella Leifsdóttir eigandi verslunarinnar Belladonna. 15. nóvember 2021 07:01 „What the hell is wrong with your country?" spurði lögfræðingurinn Ævintýri sprota sem hófst skömmu eftir bankahrun. 8. nóvember 2021 07:00 „Mánudagsmorgnar alltaf í sérstöku uppáhaldi“ Kristján Sigurjónsson hefur haldið úti Túrista í tólf ár, en búið erlendis allan tíman og gerir enn. 1. nóvember 2021 07:01 Gaman að sjá krakkana læra að það þarf að hafa fyrir hlutunum Fjölskyldufyrirtækið Smartsocks selur litríka sokka og nærbuxur í áskrift og fer umsýsla þjónustunnar fram heima í stofu þar sem öll fjölskyldan hjálpast að. 25. október 2021 07:01 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Eyddu síðustu krónunum sínum í jólaseríur Um land allt standa þúsundir fyrirtækjaeigenda frammi fyrir einni spurningu á hverjum degi: Hvernig náum við að lifa heimsfaraldurinn af? Í dag heyrum við dæmisögu um eitt slíkt fyrirtæki og hvernig þeim hefur gengið að takast á við Covid. 6. desember 2021 07:00
„Átti ekki séns í unga fólkið sem var vinsælla á þessum tíma“ „Ég var að verða 35 ára þegar ég sá loksins tækifæri til að halda áfram í námi, ég skráði mig í frumgreinadeild HR, sem þá var gamli Tækniskólinn uppá höfða. Ég lauk síðan B.Sc. í Viðskiptafræði Vörustjórnunarsviði í Janúar 2004,“ segir Stella Leifsdóttir eigandi verslunarinnar Belladonna. 15. nóvember 2021 07:01
„What the hell is wrong with your country?" spurði lögfræðingurinn Ævintýri sprota sem hófst skömmu eftir bankahrun. 8. nóvember 2021 07:00
„Mánudagsmorgnar alltaf í sérstöku uppáhaldi“ Kristján Sigurjónsson hefur haldið úti Túrista í tólf ár, en búið erlendis allan tíman og gerir enn. 1. nóvember 2021 07:01
Gaman að sjá krakkana læra að það þarf að hafa fyrir hlutunum Fjölskyldufyrirtækið Smartsocks selur litríka sokka og nærbuxur í áskrift og fer umsýsla þjónustunnar fram heima í stofu þar sem öll fjölskyldan hjálpast að. 25. október 2021 07:01