Niðurskurður á mannréttindum fatlaðs fólks Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar 10. desember 2021 18:00 Nýtt Alþingi hefur loks verið sett. Fyrsta verk þingsins er framlagning fjárlaga en þau vekja ekki von fyrir réttindabaráttu fatlaðs fólks. Þvert á móti, því þar er gert ráð fyrir 300 milljóna króna niðurskurði til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er alger bylting í þjónustu við fatlað fólk. Með NPA er notandinn við stjórnvölin og getur lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi. Þessi þjónusta er í raun andstaðan við stofnanavæðingu fortíðar með þeirri kúgun og ofbeldi sem henni fylgdi, eins og of mörg dæmi sýna. Þrátt fyrir að NPA sé nú lögfest mannréttindi fyrir fatlað fólk, þá þurfum við, fatlað fólk, að berjast stanslaust fyrir okkar lögbundna rétti. Fjölmörg eru á biðlistum eftir þjónustunni þrátt fyrir að ljóst sé að þau eigi á henni rétt. Afsökunin er nær ávallt sú sama: skortur á fjármagni. Fyrir ári síðan ákvað Alþingi að NPA samningum skyldi fjölgað um 30-40 á árinu 2021 og lagði til þess 300 milljóna viðbótarfjármagn við fjárlög. Það varð þó lítið úr fjölgun samninga þar sem í ljós kom að Alþingi hafði greinilega ekki verið upplýst um að nota þyrfti stóran hluta þessarar upphæðar til greiðslu vegna fyrri skuldbindinga. Raunveruleg fjölgun NPA samninga árið 2021 varð því lítil sem engin. Alþingi brýndi fyrir félagsmálaáðuneytinu að þessi 300 milljóna auka fjárheimild skyldi gerð varanleg í fjárlögum komandi ára. Nú þegar fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár liggur fyrir er hins vegar ljóst að þessar 300 milljónir hafa verið felldar niður og fatlað fólk þarf enn og aftur að berjast fyrir sínum lögfestu réttindum. Í lögum er gert ráð fyrir að NPA samningum fjölgi jafnt og þétt á milli ára, en verði þetta veruleikinn er hætt við að þeim fari fækkandi á næsta ári. Þetta mál snýst ekki einungis um ótta fatlaðs fólks við að missa NPA þjónustu. Fólks sem nú nýtur þessara réttinda eftir oft áralanga og harða baráttu við kerfi sem virðist haldið innbyggðri tregðu við að veita fötluðu fólki þá þjónustu sem því ber. Þetta snýst einnig um þá 30-40 einstaklinga sem enn bíða eftir NPA samningum. Þessir einstaklingar hafa verið metnir með þörf fyrir þjónustu og hafa lagalegan rétt á NPA en eru á biðlista þar til ríkið tryggir fjárframlag inn í samninga þeirra. Þrátt fyrir að þessar tölur liggi allar fyrir í félagsmálaráðuneytinu, og hafi gert það frá því í sumar, er niðurskurður á borðinu og ekkert plan um að útrýma biðlistum eftir NPA, hvað þá fækka einstaklingum á þeim. Lögbundin réttindi fatlaðs fólks og mannréttindi eru fótum troðin og því gert að lifa án sjálfstæðis og stjórnar á eigin lífi, að lifa sem bagga á samfélaginu í stað þess að geta lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Slík staða er óbærileg. Fatlað fólk krefst þess að ríkið standi við skuldbindingar sínar gagnvart þeim einstaklingum sem hafa NPA þjónustu eða bíða eftir NPA samningum og veiti fullnægjandi fjármagn til þess að útrýma biðlistum fyrir NPA á árinu 2022, í samræmi við lög. Réttindum frestað er réttindum neitað! Höfundur er formaður NPA miðstöðvarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Mannréttindi Málefni fatlaðs fólks Alþingi Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nýtt Alþingi hefur loks verið sett. Fyrsta verk þingsins er framlagning fjárlaga en þau vekja ekki von fyrir réttindabaráttu fatlaðs fólks. Þvert á móti, því þar er gert ráð fyrir 300 milljóna króna niðurskurði til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er alger bylting í þjónustu við fatlað fólk. Með NPA er notandinn við stjórnvölin og getur lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi. Þessi þjónusta er í raun andstaðan við stofnanavæðingu fortíðar með þeirri kúgun og ofbeldi sem henni fylgdi, eins og of mörg dæmi sýna. Þrátt fyrir að NPA sé nú lögfest mannréttindi fyrir fatlað fólk, þá þurfum við, fatlað fólk, að berjast stanslaust fyrir okkar lögbundna rétti. Fjölmörg eru á biðlistum eftir þjónustunni þrátt fyrir að ljóst sé að þau eigi á henni rétt. Afsökunin er nær ávallt sú sama: skortur á fjármagni. Fyrir ári síðan ákvað Alþingi að NPA samningum skyldi fjölgað um 30-40 á árinu 2021 og lagði til þess 300 milljóna viðbótarfjármagn við fjárlög. Það varð þó lítið úr fjölgun samninga þar sem í ljós kom að Alþingi hafði greinilega ekki verið upplýst um að nota þyrfti stóran hluta þessarar upphæðar til greiðslu vegna fyrri skuldbindinga. Raunveruleg fjölgun NPA samninga árið 2021 varð því lítil sem engin. Alþingi brýndi fyrir félagsmálaáðuneytinu að þessi 300 milljóna auka fjárheimild skyldi gerð varanleg í fjárlögum komandi ára. Nú þegar fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár liggur fyrir er hins vegar ljóst að þessar 300 milljónir hafa verið felldar niður og fatlað fólk þarf enn og aftur að berjast fyrir sínum lögfestu réttindum. Í lögum er gert ráð fyrir að NPA samningum fjölgi jafnt og þétt á milli ára, en verði þetta veruleikinn er hætt við að þeim fari fækkandi á næsta ári. Þetta mál snýst ekki einungis um ótta fatlaðs fólks við að missa NPA þjónustu. Fólks sem nú nýtur þessara réttinda eftir oft áralanga og harða baráttu við kerfi sem virðist haldið innbyggðri tregðu við að veita fötluðu fólki þá þjónustu sem því ber. Þetta snýst einnig um þá 30-40 einstaklinga sem enn bíða eftir NPA samningum. Þessir einstaklingar hafa verið metnir með þörf fyrir þjónustu og hafa lagalegan rétt á NPA en eru á biðlista þar til ríkið tryggir fjárframlag inn í samninga þeirra. Þrátt fyrir að þessar tölur liggi allar fyrir í félagsmálaráðuneytinu, og hafi gert það frá því í sumar, er niðurskurður á borðinu og ekkert plan um að útrýma biðlistum eftir NPA, hvað þá fækka einstaklingum á þeim. Lögbundin réttindi fatlaðs fólks og mannréttindi eru fótum troðin og því gert að lifa án sjálfstæðis og stjórnar á eigin lífi, að lifa sem bagga á samfélaginu í stað þess að geta lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Slík staða er óbærileg. Fatlað fólk krefst þess að ríkið standi við skuldbindingar sínar gagnvart þeim einstaklingum sem hafa NPA þjónustu eða bíða eftir NPA samningum og veiti fullnægjandi fjármagn til þess að útrýma biðlistum fyrir NPA á árinu 2022, í samræmi við lög. Réttindum frestað er réttindum neitað! Höfundur er formaður NPA miðstöðvarinnar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun