Varaformaður Kennarasambands Íslands - með „puttann á púlsinum“ Simon Cramer skrifar 12. desember 2021 11:31 Eftir að hafa heimsótt nokkra skóla og rætt við kennara úr grasrótinni er mér ljóst að það er skýrt ákall eftir samheldni, samtali sem leiðir til sameiningar og valdeflingar kennara innan sambandsins, og aukinni virðingu fyrir kennurum og starfi þeirra. Einnig hefur verið kallað eftir betri skýringu á starfi varaformanns og sýnileika hans. Það sýnir einnig mikilvægi þess að sá sem hlýtur umboð kjósenda sé með „puttann á púlsinum“ og skýran skilning á því sem er að gerast í skólaumhverfinu. Frá fyrsta degi hef ég lagt áherslu á einmitt þetta í mínu framboði. Mikilvægi þess að fara út í skólana og hlusta á grasrótina er gríðarleg því þar eru hugmyndir, lausnir og ný tækifæri að finna, þar eru sérfræðingarnir. Verði ég kosinn varaformaður Kennarasambands Íslands verða megináherslur mínar að: skapa umræðugrundvöll innan sambandsins þar sem forystufólk og grasrótin kemur sér saman og ræðir um skóla- og menntamál með það að leiðarljósi að samstarf, samtal, og skilningur aukist. Hér kemur valdefling stéttarinnar einnig til sögunnar því um leið og við förum að skilja, tala, og vinna meira saman eflum við okkur einnig. Við styrkjum stöðu okkar, færum umræðuna um okkar starf til okkar og sýnum að við sem stétt ætlum að stjórna umræðunni um mál er varða okkur. kennarar séu sérfræðingar á sínu sviði. Þess vegna mun ég vinna af heilum hug að því að fá kennara á „gólfinu“ inn í ráð og nefndir sem ráðgjafa og sérfræðinga. færa varaformanninn nær félagsfólki. Mikilvægt er að hinn almenni félagsmaður þekki og viti hverju varaformaðurinn er að sinna. Ég ætla að leggja áherslu á að skýra hlutverk varaformanns og styrkja tengsl á milli hans og félagsfólks gegnum skólaheimsóknir, Teams-fundi og mánaðarleg fréttabréf varaformanns til félagsfólks. Einnig legg ég til að hafa vikulega fundartíma þar sem tími gefst til að hitta félagsfólk þegar þörf er á. við í sameiningu tryggjum samhengi milli skólanna og skólastiganna og höldum þessari mikilvægu heildarsýn yfir okkar mennta- og skólamál. vinna að lausnum. Varaformaðurinn og grasrótin þurfa að vinna mjög náið saman að aðgerðum og lausnum sem sporna gegn kulnun og brotthvarfi kennara úr starfi. vinnuumhverfi og vellíðan kennara sé í brennidepli. Stuðla þarf að umhverfi innan skólanna sem mætir slíkum væntingum og þörfum. Í svoleiðis umhverfi verður hægt að ýta undir og hvetja til miðlunar og dreifingar á þekkingu, samstarfs og samskipta. Þannig er búinn til jarðvegur fyrir lærdómssamfélag sem til lengdar á að stuðla að starfsþróun kennara. efla virðingu í samfélaginu fyrir kennurum og starfi þeirra. menntun, starf og reynsla allra kennara sé metin að verðleikum alveg eins og annarra sérfræðinga í samfélaginu. „Tækifærið er núna – tækifærið er ykkar” Núna gefst félagsfólki tækifæri á að hafa áhrif. Tækifæri til að velja sér leiðtoga sem kemur til með að vera sterk rödd kennara í skóla- og menntamálum sem og öðrum málum sem varða okkar stétt. Núna er tækifæri á að velja manneskju sem er með „puttann á púlsinum“, sem hlustar og gefur frá byrjun grasrótinni hljómgrunn og tækifæri til að hafa áhrif. Núna er tækifæri á að velja manneskju sem hefur innsýn í hvernig Kennarasambandið virkar og virðir reglur og lýðræðið sem sambandið okkar byggir á. „Ég trúi því að það sé ég” Kæra félagsfólk í tónlistar-, leik-, grunn- og framhaldsskólum – ég trúi því að það sé ég sem er sú manneskja. Gagnrýna hugsun, jákvæðni og fagmennsku hef ég að leiðarljósi í öllum þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur. Styrkur minn liggur í mannlegum samskiptum þar sem ég á auðvelt með að umgangast fólk og hef starfað með fólki á mismunandi aldri og af ólíkum uppruna. Ég er félagslyndur, skapandi og metnaðarfullur einstaklingur sem tel mjög mikilvægt að sýna frumkvæði og fagmennsku í starfi. Ég kem til með að vera sterkur leiðtogi kennara; leiðtogi sem mun hlusta, taka mið af og vinna að heilum hug að málefnum er varða kennara og stéttina. „Trú á kennarastéttina og Kennarasambandið” Kennarar og stjórnendur á Íslandi sameinuðust undir fána Kennarasambandsins fyrir rúmum 20 árum síðan. Við erum stórt og öflugt samband sem þarf áfram forystu sem hefur trú á kennarastéttinni og Kennarasambandinu. Ég hef trú á því að kennarar séu sérfræðingar á sínu sviði, að skólamál séu okkar mál, að kennarar hafi haldið menntakerfinu gangandi í heimsfaraldrinum, að kennarar séu fyrirmyndir, og að kennarar séu að móta framtíð þjóðarinnar. Ég hef svo mikla trú á kennarastéttinni! Ég hef reynsluna, eldmóð og hugrekki til að vinna í þágu alls félagsfólks ásamt nýjum formanni, núna og til framtíðar. Ég vonast eftir stuðningi og umboði ykkar. Ég vona að saman getum við haft áhrif og mótað framtíð okkar. Höfundur er frambjóðandi til embættis varaformann Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa heimsótt nokkra skóla og rætt við kennara úr grasrótinni er mér ljóst að það er skýrt ákall eftir samheldni, samtali sem leiðir til sameiningar og valdeflingar kennara innan sambandsins, og aukinni virðingu fyrir kennurum og starfi þeirra. Einnig hefur verið kallað eftir betri skýringu á starfi varaformanns og sýnileika hans. Það sýnir einnig mikilvægi þess að sá sem hlýtur umboð kjósenda sé með „puttann á púlsinum“ og skýran skilning á því sem er að gerast í skólaumhverfinu. Frá fyrsta degi hef ég lagt áherslu á einmitt þetta í mínu framboði. Mikilvægi þess að fara út í skólana og hlusta á grasrótina er gríðarleg því þar eru hugmyndir, lausnir og ný tækifæri að finna, þar eru sérfræðingarnir. Verði ég kosinn varaformaður Kennarasambands Íslands verða megináherslur mínar að: skapa umræðugrundvöll innan sambandsins þar sem forystufólk og grasrótin kemur sér saman og ræðir um skóla- og menntamál með það að leiðarljósi að samstarf, samtal, og skilningur aukist. Hér kemur valdefling stéttarinnar einnig til sögunnar því um leið og við förum að skilja, tala, og vinna meira saman eflum við okkur einnig. Við styrkjum stöðu okkar, færum umræðuna um okkar starf til okkar og sýnum að við sem stétt ætlum að stjórna umræðunni um mál er varða okkur. kennarar séu sérfræðingar á sínu sviði. Þess vegna mun ég vinna af heilum hug að því að fá kennara á „gólfinu“ inn í ráð og nefndir sem ráðgjafa og sérfræðinga. færa varaformanninn nær félagsfólki. Mikilvægt er að hinn almenni félagsmaður þekki og viti hverju varaformaðurinn er að sinna. Ég ætla að leggja áherslu á að skýra hlutverk varaformanns og styrkja tengsl á milli hans og félagsfólks gegnum skólaheimsóknir, Teams-fundi og mánaðarleg fréttabréf varaformanns til félagsfólks. Einnig legg ég til að hafa vikulega fundartíma þar sem tími gefst til að hitta félagsfólk þegar þörf er á. við í sameiningu tryggjum samhengi milli skólanna og skólastiganna og höldum þessari mikilvægu heildarsýn yfir okkar mennta- og skólamál. vinna að lausnum. Varaformaðurinn og grasrótin þurfa að vinna mjög náið saman að aðgerðum og lausnum sem sporna gegn kulnun og brotthvarfi kennara úr starfi. vinnuumhverfi og vellíðan kennara sé í brennidepli. Stuðla þarf að umhverfi innan skólanna sem mætir slíkum væntingum og þörfum. Í svoleiðis umhverfi verður hægt að ýta undir og hvetja til miðlunar og dreifingar á þekkingu, samstarfs og samskipta. Þannig er búinn til jarðvegur fyrir lærdómssamfélag sem til lengdar á að stuðla að starfsþróun kennara. efla virðingu í samfélaginu fyrir kennurum og starfi þeirra. menntun, starf og reynsla allra kennara sé metin að verðleikum alveg eins og annarra sérfræðinga í samfélaginu. „Tækifærið er núna – tækifærið er ykkar” Núna gefst félagsfólki tækifæri á að hafa áhrif. Tækifæri til að velja sér leiðtoga sem kemur til með að vera sterk rödd kennara í skóla- og menntamálum sem og öðrum málum sem varða okkar stétt. Núna er tækifæri á að velja manneskju sem er með „puttann á púlsinum“, sem hlustar og gefur frá byrjun grasrótinni hljómgrunn og tækifæri til að hafa áhrif. Núna er tækifæri á að velja manneskju sem hefur innsýn í hvernig Kennarasambandið virkar og virðir reglur og lýðræðið sem sambandið okkar byggir á. „Ég trúi því að það sé ég” Kæra félagsfólk í tónlistar-, leik-, grunn- og framhaldsskólum – ég trúi því að það sé ég sem er sú manneskja. Gagnrýna hugsun, jákvæðni og fagmennsku hef ég að leiðarljósi í öllum þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur. Styrkur minn liggur í mannlegum samskiptum þar sem ég á auðvelt með að umgangast fólk og hef starfað með fólki á mismunandi aldri og af ólíkum uppruna. Ég er félagslyndur, skapandi og metnaðarfullur einstaklingur sem tel mjög mikilvægt að sýna frumkvæði og fagmennsku í starfi. Ég kem til með að vera sterkur leiðtogi kennara; leiðtogi sem mun hlusta, taka mið af og vinna að heilum hug að málefnum er varða kennara og stéttina. „Trú á kennarastéttina og Kennarasambandið” Kennarar og stjórnendur á Íslandi sameinuðust undir fána Kennarasambandsins fyrir rúmum 20 árum síðan. Við erum stórt og öflugt samband sem þarf áfram forystu sem hefur trú á kennarastéttinni og Kennarasambandinu. Ég hef trú á því að kennarar séu sérfræðingar á sínu sviði, að skólamál séu okkar mál, að kennarar hafi haldið menntakerfinu gangandi í heimsfaraldrinum, að kennarar séu fyrirmyndir, og að kennarar séu að móta framtíð þjóðarinnar. Ég hef svo mikla trú á kennarastéttinni! Ég hef reynsluna, eldmóð og hugrekki til að vinna í þágu alls félagsfólks ásamt nýjum formanni, núna og til framtíðar. Ég vonast eftir stuðningi og umboði ykkar. Ég vona að saman getum við haft áhrif og mótað framtíð okkar. Höfundur er frambjóðandi til embættis varaformann Kennarasambands Íslands.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun