Vegna varaformannskjörs KÍ Hjördís Gestsdóttir skrifar 12. desember 2021 17:01 Varaformannskosningar Kennarasambands Íslands eru í fullum gangi og aðeins tæplega sólahringur eftir af kosningatímanum. Félagsmenn hafa til kl. 14:00 á morgun, mánudaginn 13. desember til að nýta sinn kosningarétt. Öll atkvæði skipta máli! Frá aldamótum síðustu hef ég starfað á vettvangi leikskóla, grunnskóla og við virkniúrræði ungmenna á aldrinum 16 – 24 ára sem ekki hafa fundið sig í hinu almenna og hefðbundna menntakerfi framhaldsskólans. Ég hef átt í góðu samstarfi við stjórnendur og aðra fagaðila meðal annars innan framhaldsskólanna, Menntamálastofnunar, Vinnumálastofnunar o.fl. Á þeim tæplega 22 árum sem ég hef starfað á vettvangi kennslu, fyrst sem leiðbeinandi, svo sem kennari, stjórnandi og náms- og starfsráðgjafi hafa verkefnin verið afar fjölbreytt og lærdómsrík. Segja má að þau hafi mótað mig og hugsjónir mínar að miklu leyti en á sama tíma hefur þekking mín, hæfni og reynsla aukist. Ég er afar stolt af minni fagstétt og tel hana gera kraftaverk á hverjum degi. Í skólum landsins, á öllum skólastigum, fer fram mikilvægt starf þar sem mannauður er mikill og dýrmætur. Það er því nauðsynlegt að hlúa að þeim og skapa þeim gott og öruggt starfsumhverfi. Ánægja starfsmanna skilar sér til betri starfsanda og vinnubragða sem skila sér beint til nemenda og hefur áhrif á gæði kennslunnar og árangur nemenda verður meiri. Samstarf aðila innan skólans sem utan er einn þeirra þátta sem skiptir hvað mestu máli. Við þurfum og eigum að hlusta á raddir kennaranna, vinna saman að settum markmiðum, skapa sameiginlega sýn og ávallt að hafa hagsmuni nemendanna að leiðarljósi. Ég hef alla tíð talað fyrir þessum hugsjónum mínum við mitt samstarfsfólk. Lengi má gott bæta! Við eigum það því miður of mikið til að ræða meira um það sem miður hefur farið en það sem gott hefur verið gert. Það er mín skoðun að við ættum að láta það heyrast betur þegar vel gengur. Við ættum að huga betur að gæðum starfsins með fjölbreyttari leiðum en nú þegar er gert, bæði hvað varðar kennsluhætti, stjórnun og samstarf með árangur nemenda okkar í huga. Varaformaður KÍ starfar í nánu samstarfi við formann félagsins þar sem þeir leiða saman hesta sína í öflugu samstarfi við aðildarfélögin átta. Ég tel að með faglegum og sveigjanlegum stjórnunarháttum, heiðarlegu og opnu samtali ásamt lausnamiðuðum nálgunum og valdeflingu kennara náum við árangri í sameiningu. Ég tel mig hafa það sem þarf til fyrir embætti varaformanns KÍ þar sem ég mun leiða þessa öflugu fylkingu við hlið nýkjörins formanns hennar. Ef ég verð fyrir valinu og mér treyst fyrir þessu stóra og mikilvæga verkefni mun ég leggja mitt af mörkum við að vinna ötullega að hagsmunum félagsmanna aðildarfélaganna allra í góðu og öflugu samstarfi. Á bloggsíðunni minni styrkjumstodirnar.com má lesa mína pistla til að glöggva sig betur á því sem ég hef fram að færa. Með von um þinn stuðning í varaformannssæti Kennarasambands Íslands! Höfundur er í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Varaformannskosningar Kennarasambands Íslands eru í fullum gangi og aðeins tæplega sólahringur eftir af kosningatímanum. Félagsmenn hafa til kl. 14:00 á morgun, mánudaginn 13. desember til að nýta sinn kosningarétt. Öll atkvæði skipta máli! Frá aldamótum síðustu hef ég starfað á vettvangi leikskóla, grunnskóla og við virkniúrræði ungmenna á aldrinum 16 – 24 ára sem ekki hafa fundið sig í hinu almenna og hefðbundna menntakerfi framhaldsskólans. Ég hef átt í góðu samstarfi við stjórnendur og aðra fagaðila meðal annars innan framhaldsskólanna, Menntamálastofnunar, Vinnumálastofnunar o.fl. Á þeim tæplega 22 árum sem ég hef starfað á vettvangi kennslu, fyrst sem leiðbeinandi, svo sem kennari, stjórnandi og náms- og starfsráðgjafi hafa verkefnin verið afar fjölbreytt og lærdómsrík. Segja má að þau hafi mótað mig og hugsjónir mínar að miklu leyti en á sama tíma hefur þekking mín, hæfni og reynsla aukist. Ég er afar stolt af minni fagstétt og tel hana gera kraftaverk á hverjum degi. Í skólum landsins, á öllum skólastigum, fer fram mikilvægt starf þar sem mannauður er mikill og dýrmætur. Það er því nauðsynlegt að hlúa að þeim og skapa þeim gott og öruggt starfsumhverfi. Ánægja starfsmanna skilar sér til betri starfsanda og vinnubragða sem skila sér beint til nemenda og hefur áhrif á gæði kennslunnar og árangur nemenda verður meiri. Samstarf aðila innan skólans sem utan er einn þeirra þátta sem skiptir hvað mestu máli. Við þurfum og eigum að hlusta á raddir kennaranna, vinna saman að settum markmiðum, skapa sameiginlega sýn og ávallt að hafa hagsmuni nemendanna að leiðarljósi. Ég hef alla tíð talað fyrir þessum hugsjónum mínum við mitt samstarfsfólk. Lengi má gott bæta! Við eigum það því miður of mikið til að ræða meira um það sem miður hefur farið en það sem gott hefur verið gert. Það er mín skoðun að við ættum að láta það heyrast betur þegar vel gengur. Við ættum að huga betur að gæðum starfsins með fjölbreyttari leiðum en nú þegar er gert, bæði hvað varðar kennsluhætti, stjórnun og samstarf með árangur nemenda okkar í huga. Varaformaður KÍ starfar í nánu samstarfi við formann félagsins þar sem þeir leiða saman hesta sína í öflugu samstarfi við aðildarfélögin átta. Ég tel að með faglegum og sveigjanlegum stjórnunarháttum, heiðarlegu og opnu samtali ásamt lausnamiðuðum nálgunum og valdeflingu kennara náum við árangri í sameiningu. Ég tel mig hafa það sem þarf til fyrir embætti varaformanns KÍ þar sem ég mun leiða þessa öflugu fylkingu við hlið nýkjörins formanns hennar. Ef ég verð fyrir valinu og mér treyst fyrir þessu stóra og mikilvæga verkefni mun ég leggja mitt af mörkum við að vinna ötullega að hagsmunum félagsmanna aðildarfélaganna allra í góðu og öflugu samstarfi. Á bloggsíðunni minni styrkjumstodirnar.com má lesa mína pistla til að glöggva sig betur á því sem ég hef fram að færa. Með von um þinn stuðning í varaformannssæti Kennarasambands Íslands! Höfundur er í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun