Elexír við virkjanaáráttu? Tómas Guðbjartsson skrifar 12. desember 2021 19:30 Grein Bjarna Bjarnasonar forstjóra OR er mikilvægt innlegg og vonandi lækning á þeirri virkjanaáráttu sem tröllriðið hefur umræðunni hérlendis sl. mánuði, en þar er því stöðugt haldið fram að virkja þurfi meira. Sem er ekki alls kostar rétt eins og Bjarni rekur í frábærri grein sinni á visir.is. Að sama skapi er svargrein Landsvirkjunar máttlítil og svarar alls ekki þeim staðreyndum sem settar eru fram í grein Bjarna. Það er orkuskortur á Íslandi, en hann er ekki vegna þess að það vanti fleiri virkjanir. Bilanir hafa komið upp í túrbínum og vatnsstaða uppistöðulóna sunnanlands verið óvenju lág. Þetta veldur minnkuðum afköstum virkjana. Á sama tíma eru álver og kísilverksmiðjur að keyra verksmiðjur sínar á fullu stími vegna tímabundins hás verðs á afurðum. Sú staða gæti breyst skyndilega og sum þeirra lognast út af, eins og álver Rio Tinto í Straumsvík. Loks má nefna að fiskimjölsverksmiðjur hafa fyrir löngu samið um kaup á svokölluðu umframrafmagni - á mun lægra verði en annars er í boði. Þegar orkuskortur kemur upp, eins og nú er raunin, þýða slíkir samningar að þau verða að sæta skerðingum. Staðreyndin er sú að hér á landi hefur um árabil verið ónýtt rafmagn í kerfinu, eins og við Blöndu og fleiri stórvirkjunum. Þetta er ekkert smá magn umframrafmagns, en erfitt hefur reynst að koma því til neytanda vegna ófullkomins dreifikerfis sem Landsnet ber ábyrgð á. Þar veigra menn sér sífellt við að velja umhverfisvænni lausnir eins og grafa strengi í jörð, enda kostar það meira en sjónmengandi háspennulínur. Dreifikerfið er því helsta meinsemdin og ljóst að lækningin felst ekki í því að virkja meira. Hin síðari ár hefur umframrafmagn verið selt gagnaverum, sem eru vægast sagt sveiflukenndur og óáreiðanlegur kúnni sem að stærstum hluta til fæst við gröft eftir rafmyntum. Sá furðulegi iðnaður hefur nú verið bannaður í Kína og önnur Norðurlönd ætla sömuleiðis að banna hann í sínum löndum. Enda notar gröftur eftir rafmyntum þegar meira rafmagn en allt Austurríki á ársbasis! Allir sjá hljóta að sjá hversu fáránleg rafmynt er út frá umhverfissjónarmiðum. Þar að auki eru rafmyntir notaðar af glæpasamtökum og aðilum sem ekki vilja láta rekja slóð sína í viðskiptum. Leit að slíku glópagulli ætti því ekki að eiga sér stað hérlendis. Íslensk gagnaver verða að leggja spilin á borðið og tryggja að þau séu ekki að sinna slíkum viðskiptavinum. Annars á að vísa þeim á dyr sem orkukaupendum - eins og fjöldi ríkja er farinn að gera. Þangað til gagnsæjar upplýsingar um starfsemi gagnavera liggja fyrir er sjálfgefið að skerða raforku til þeirra, enda veita þau tiltölulega fá störf, ef frá er skilinn stuttur uppbyggingartími þeirra. Höfundur er náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Um vatnsbúskap og vinnslukerfi Landsvirkjunar Það kemur verulega á óvart að í aðsendri grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á Vísi þann 10. desember sl. skuli fjallað um vatnsbúskap og skerðingar Landsvirkjunar og ýjað að því að til sé næg vinnslugeta í raforkukerfi landsmanna til að fullnægja orkuskiptum framtíðarinnar. 11. desember 2021 12:01 Er rafmagnsskortur á Íslandi í dag? Stutta svarið er já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda. Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær. Skoðum þetta aðeins nánar. 10. desember 2021 08:00 Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Sjá meira
Grein Bjarna Bjarnasonar forstjóra OR er mikilvægt innlegg og vonandi lækning á þeirri virkjanaáráttu sem tröllriðið hefur umræðunni hérlendis sl. mánuði, en þar er því stöðugt haldið fram að virkja þurfi meira. Sem er ekki alls kostar rétt eins og Bjarni rekur í frábærri grein sinni á visir.is. Að sama skapi er svargrein Landsvirkjunar máttlítil og svarar alls ekki þeim staðreyndum sem settar eru fram í grein Bjarna. Það er orkuskortur á Íslandi, en hann er ekki vegna þess að það vanti fleiri virkjanir. Bilanir hafa komið upp í túrbínum og vatnsstaða uppistöðulóna sunnanlands verið óvenju lág. Þetta veldur minnkuðum afköstum virkjana. Á sama tíma eru álver og kísilverksmiðjur að keyra verksmiðjur sínar á fullu stími vegna tímabundins hás verðs á afurðum. Sú staða gæti breyst skyndilega og sum þeirra lognast út af, eins og álver Rio Tinto í Straumsvík. Loks má nefna að fiskimjölsverksmiðjur hafa fyrir löngu samið um kaup á svokölluðu umframrafmagni - á mun lægra verði en annars er í boði. Þegar orkuskortur kemur upp, eins og nú er raunin, þýða slíkir samningar að þau verða að sæta skerðingum. Staðreyndin er sú að hér á landi hefur um árabil verið ónýtt rafmagn í kerfinu, eins og við Blöndu og fleiri stórvirkjunum. Þetta er ekkert smá magn umframrafmagns, en erfitt hefur reynst að koma því til neytanda vegna ófullkomins dreifikerfis sem Landsnet ber ábyrgð á. Þar veigra menn sér sífellt við að velja umhverfisvænni lausnir eins og grafa strengi í jörð, enda kostar það meira en sjónmengandi háspennulínur. Dreifikerfið er því helsta meinsemdin og ljóst að lækningin felst ekki í því að virkja meira. Hin síðari ár hefur umframrafmagn verið selt gagnaverum, sem eru vægast sagt sveiflukenndur og óáreiðanlegur kúnni sem að stærstum hluta til fæst við gröft eftir rafmyntum. Sá furðulegi iðnaður hefur nú verið bannaður í Kína og önnur Norðurlönd ætla sömuleiðis að banna hann í sínum löndum. Enda notar gröftur eftir rafmyntum þegar meira rafmagn en allt Austurríki á ársbasis! Allir sjá hljóta að sjá hversu fáránleg rafmynt er út frá umhverfissjónarmiðum. Þar að auki eru rafmyntir notaðar af glæpasamtökum og aðilum sem ekki vilja láta rekja slóð sína í viðskiptum. Leit að slíku glópagulli ætti því ekki að eiga sér stað hérlendis. Íslensk gagnaver verða að leggja spilin á borðið og tryggja að þau séu ekki að sinna slíkum viðskiptavinum. Annars á að vísa þeim á dyr sem orkukaupendum - eins og fjöldi ríkja er farinn að gera. Þangað til gagnsæjar upplýsingar um starfsemi gagnavera liggja fyrir er sjálfgefið að skerða raforku til þeirra, enda veita þau tiltölulega fá störf, ef frá er skilinn stuttur uppbyggingartími þeirra. Höfundur er náttúruverndarsinni.
Um vatnsbúskap og vinnslukerfi Landsvirkjunar Það kemur verulega á óvart að í aðsendri grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á Vísi þann 10. desember sl. skuli fjallað um vatnsbúskap og skerðingar Landsvirkjunar og ýjað að því að til sé næg vinnslugeta í raforkukerfi landsmanna til að fullnægja orkuskiptum framtíðarinnar. 11. desember 2021 12:01
Er rafmagnsskortur á Íslandi í dag? Stutta svarið er já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda. Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær. Skoðum þetta aðeins nánar. 10. desember 2021 08:00
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun