Seinni bylgjan um hrun Aftureldingar í Garðabæ: „Þetta er bara andlegt þrot“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2021 18:31 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, horfði á sína menn henda frá sér tíu marka forystu um helgina. Vísir/Vilhelm Afturelding henti frá sér því sem virtist unninn leikur er liðið mætti Stjörnunni í Garðabæ í Olís-deild karla í handbolta um helgina. Eftir að hafa verið tíu mörkum yfir fór það svo að leiknum lauk með jafntefli, lokatölur 26-26. „Förum í þessa lygilegu endurkomu, 22-12. Hvað er hægt að segja,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður þáttarins, hvumsa. „Ég veit ekki eiginlega hvar við eigum að byrja. Að sjálfsögðu snúast allar fyrirsagnir um seinni hálfleikinn. Stjarnan var skelfileg í fyrri og Afturelding frábærir. Þessi seinni hálfleikur, það er svo mikið skrítið við þetta,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson og hélt svo áfram. „Þegar lið ná svona rosalegri endurkomu þá hafa markmennirnir lokað markinu, það var ekki þannig. Markverðir Stjörnunnar voru ekkert frábærir. Fór einhver á algjöran eld: Nei í rauninni ekki.“ „Þetta er bara andlegt þrot. Þetta er í raun skammarlegt,“ sagði Jóhann Gunnar að endingu. „Kaflinn frá fertugustu til fertugustu og fimmtu mínútu þegar þeir missa 10 marka forystu niður í fimm mörk án þess að það sé eitthvað sérstakt í gangi. Það má segja að Afturelding hafi bara boðið þeim upp á dans,“ sagði Rúnar Sigtryggsson um þennan ótrúlega leik. Sjá má umfjöllun Seinni bylgjunnar um ótrúlega endurkomu Stjörnunnar hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Endurkoma Stjörnunnar Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Stjarnan Afturelding Seinni bylgjan Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
„Förum í þessa lygilegu endurkomu, 22-12. Hvað er hægt að segja,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður þáttarins, hvumsa. „Ég veit ekki eiginlega hvar við eigum að byrja. Að sjálfsögðu snúast allar fyrirsagnir um seinni hálfleikinn. Stjarnan var skelfileg í fyrri og Afturelding frábærir. Þessi seinni hálfleikur, það er svo mikið skrítið við þetta,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson og hélt svo áfram. „Þegar lið ná svona rosalegri endurkomu þá hafa markmennirnir lokað markinu, það var ekki þannig. Markverðir Stjörnunnar voru ekkert frábærir. Fór einhver á algjöran eld: Nei í rauninni ekki.“ „Þetta er bara andlegt þrot. Þetta er í raun skammarlegt,“ sagði Jóhann Gunnar að endingu. „Kaflinn frá fertugustu til fertugustu og fimmtu mínútu þegar þeir missa 10 marka forystu niður í fimm mörk án þess að það sé eitthvað sérstakt í gangi. Það má segja að Afturelding hafi bara boðið þeim upp á dans,“ sagði Rúnar Sigtryggsson um þennan ótrúlega leik. Sjá má umfjöllun Seinni bylgjunnar um ótrúlega endurkomu Stjörnunnar hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Endurkoma Stjörnunnar Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Stjarnan Afturelding Seinni bylgjan Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira