Óskað eftir formlegri heimild til að taka á móti „stórmerkilegri“ gjöf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2021 12:39 Íslandsbanki gaf íslensku þjóðinni 203 listaverk í vor og er nú óskað eftir formlegri heimild til að taka við gjöfinni. Vísir/Vilhelm Óskað er formlega eftir heimild til að þiggja listaverkagjöf Íslandsbanka til íslenska ríkisins í frumvarpi til fjáraukalaga sem birt var í gær. Gjöfin er stórmerkileg að sögn safnstjóra Listasafns Íslands. Greint var frá því í vor að hluthafafundur bankans hafði ákveðið að bankinn gæfi 203 listaverk í eigu bankans til Listasafns Íslands og annarra viðurkenndra safna. Ríkissjóður tók við gjöfinni áður en að 35 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka var boðinn til sölu í sumar. Samkvæmt gjöfinni fær Listasafn Íslands afhent 152 verk af þeim 203 sem voru í eigu bankans, en bankinn sjálfur mun samkvæmt vörslusamningi við Listasafnið varðveita 51 listaverk sem hanga í útibúum og höfuðstöðvum bankans í ákveðinn tíma. Segir í frumvarpi til fjáraukalaga að óskað sé eftir sérstakri heimild vegna gjafarinnar þar sem ríkisaðilum sé óheimilt að þiggja gjafir sem feli í sér viðvarandi útgjöld fyrir ríkissjóð án heimildar. Ljóst sé að kostnaður mun falla á listasafnið við varðveislu og geymslu þessara listaverka og er því óskað eftir formlegri heimild til að þiggja gjöfina. Í samtali við Vísi segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Listasafns Íslands, að vinna við að flokka og skrá verkin standi nú yfir. Þjóðargersemar að komast í eign almennings Árið 2009 var gerð skýrsla um listaverkasafn íslensku bankanna og voru þau meðal annars flokkuð í flokka. Í fyrsta flokki þá voru metin þau verk sem teldust til þjóðargersema sem ættu heima í Listasafni Íslands, listasafni þjóðarinnar. Gjöf bankans til íslenskra ríkisins felur í sér verk í öllum flokkum en gjöfin er stórmerkileg að sögn Hörpu. „Ég myndi segja að þetta væri nokkuð góður hluti af íslenskri listasögu á 20. öld,“ segir Harpa. Má þar finna verk eftir Jóhannes Kjarval, Júlíönu Sveinsdóttur, Karl Kvaran og Jón Stefánsson svo dæmi séu tekin. Vinna stendur nú yfir að flokka og skrá verkin sem teljast til gjafarinnar eins og fyrr segir en þau eru mörg hver varðveitt á einum stað. Hefur Listasafnið fengið aðgang að geymslustaðnum. Harpa segir það mjög ánægjulegt að fá þessi verk í eign almennings. „Bara stórkostlegt og mjög ánægjulegt að það hafi gengið eftir þessar óskir um að verkin færu í eign almennings,“ segir Harpa. Menning Íslenskir bankar Myndlist Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Söfn Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Greint var frá því í vor að hluthafafundur bankans hafði ákveðið að bankinn gæfi 203 listaverk í eigu bankans til Listasafns Íslands og annarra viðurkenndra safna. Ríkissjóður tók við gjöfinni áður en að 35 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka var boðinn til sölu í sumar. Samkvæmt gjöfinni fær Listasafn Íslands afhent 152 verk af þeim 203 sem voru í eigu bankans, en bankinn sjálfur mun samkvæmt vörslusamningi við Listasafnið varðveita 51 listaverk sem hanga í útibúum og höfuðstöðvum bankans í ákveðinn tíma. Segir í frumvarpi til fjáraukalaga að óskað sé eftir sérstakri heimild vegna gjafarinnar þar sem ríkisaðilum sé óheimilt að þiggja gjafir sem feli í sér viðvarandi útgjöld fyrir ríkissjóð án heimildar. Ljóst sé að kostnaður mun falla á listasafnið við varðveislu og geymslu þessara listaverka og er því óskað eftir formlegri heimild til að þiggja gjöfina. Í samtali við Vísi segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Listasafns Íslands, að vinna við að flokka og skrá verkin standi nú yfir. Þjóðargersemar að komast í eign almennings Árið 2009 var gerð skýrsla um listaverkasafn íslensku bankanna og voru þau meðal annars flokkuð í flokka. Í fyrsta flokki þá voru metin þau verk sem teldust til þjóðargersema sem ættu heima í Listasafni Íslands, listasafni þjóðarinnar. Gjöf bankans til íslenskra ríkisins felur í sér verk í öllum flokkum en gjöfin er stórmerkileg að sögn Hörpu. „Ég myndi segja að þetta væri nokkuð góður hluti af íslenskri listasögu á 20. öld,“ segir Harpa. Má þar finna verk eftir Jóhannes Kjarval, Júlíönu Sveinsdóttur, Karl Kvaran og Jón Stefánsson svo dæmi séu tekin. Vinna stendur nú yfir að flokka og skrá verkin sem teljast til gjafarinnar eins og fyrr segir en þau eru mörg hver varðveitt á einum stað. Hefur Listasafnið fengið aðgang að geymslustaðnum. Harpa segir það mjög ánægjulegt að fá þessi verk í eign almennings. „Bara stórkostlegt og mjög ánægjulegt að það hafi gengið eftir þessar óskir um að verkin færu í eign almennings,“ segir Harpa.
Menning Íslenskir bankar Myndlist Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Söfn Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“