Vilja staðfestingu á að friðlýsingin hafi ekki áhrif út fyrir landamörk Dranga Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2021 10:39 Pétur Guðmundsson, bóndi í Ófeigsfirði, á göngubrúnni yfir Hvalá. Vísir/Egill Eigendur Ófeigsfjarðar, jarðar í Árneshreppi, hafa óskað eftir staðfestingu á að nýleg friðlýsing Dranga hafi engin áhrif út fyrir landamörk Dranga. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis og þingmanna Norðvesturkjördæmis, en það er Bæjarins besta sem greinir frá málinu. Í bréfinu er þeirri kröfu beint til ráðherra, Umhverfisstofnunar og forsvarsmanna Dranga að þeir staðfesti að friðlýsing Dranga hafi engin áhrif út fyrir landamörk Dranga eða að opinber yfirlýsing komi frá Alþingi um að áhrifasvæði friðlýsingar nái aðeins til „óumdeildra landamerkja“ Dranga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfisráðherra, skrifaði undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á síðasta degi sínum í embættinu, en undirbúningur hafði þá staðið yfir í nokkur ár. Með friðlýsingunni mætti ekki reisa ný mannvirki í fimm kílómetra radíus frá Drangajörðinni. Sjá má á kortinu hve langt það nær, um það bil, en það gæti haft áhrif á svæði þar sem virkjanaframkvæmdir eru fyrirhugaðar.Vísir/Hjalti „Frekleg aðför“ Það er Pétur Guðmundsson sem ritar undir bréfið fyrir hönd eigenda jarðarinnar Ófeigsfjarðar. Þar segir að eins og friðlýsingin beri með sér að áhrifasvæði friðlýsingarinnar nái yfir nær alla Skjaldabjarnarvík, Drangavík, Engjanes og talsvert inn á jörð Ófeigsfjarðar. „Þetta er frekleg aðför að einkaeignarrétti þeirra sem eiga jarðir sem þessi friðun hefur áhrif á,“ segir í bréfinu. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá í febrúar 2019 þar sem rétt er við Pétur um deilurnar um friðlýsingu og mögulega Hvalárvirkjun. Lögum var breytt á síðasta ári á þann veg að hægt væri að friðlýsa svæði sem uppfylli öll skilyrði sem óbyggt víðerni þótt mannvirki séu til staðar í innan við fimm kílómetra fjarlægð að jafnaði frá mörkum svæðisins. Í svari Evu B. Sólan Hannesdóttur, lögfræðings Umhverfisstofnunar og formanns starfshóps um friðlýsingu Dranga, kemur ekki fram hvort athugað hafi verið hvort hugmyndir um Hvalárvirkjun myndi að einhverju leyti vera innan fjarlægðamarka friðlýsta svæðisins að Dröngum. Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýni á friðlýsingu Dranga „stormur í vatnsglasi“ Fyrrverandi umhverfisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að hans síðasta embættisverk hafi verið að skrifa undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum. Málið hafi komið inn á borð umhverfisráðuneytisins í upphafi kjörtímabils og hann hafi viljað klára það fyrir lok þess. 9. desember 2021 12:47 Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. 8. desember 2021 13:07 Segir gagnrýnina beinast að áhrifum friðlýsingarinnar á nærliggjandi svæði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir staðhæfingar eigenda jarðarinnar Dranga á Ströndum um að friðlýsing jarðarinnar hafi engin áhrif á Hvalárvirkjun rangar. Þá hafi það aldrei komið til umræðu að brjóta á eignarrétti eigendanna eða að taka jörðina eignarnámi. 8. desember 2021 15:34 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem sent var til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis og þingmanna Norðvesturkjördæmis, en það er Bæjarins besta sem greinir frá málinu. Í bréfinu er þeirri kröfu beint til ráðherra, Umhverfisstofnunar og forsvarsmanna Dranga að þeir staðfesti að friðlýsing Dranga hafi engin áhrif út fyrir landamörk Dranga eða að opinber yfirlýsing komi frá Alþingi um að áhrifasvæði friðlýsingar nái aðeins til „óumdeildra landamerkja“ Dranga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfisráðherra, skrifaði undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á síðasta degi sínum í embættinu, en undirbúningur hafði þá staðið yfir í nokkur ár. Með friðlýsingunni mætti ekki reisa ný mannvirki í fimm kílómetra radíus frá Drangajörðinni. Sjá má á kortinu hve langt það nær, um það bil, en það gæti haft áhrif á svæði þar sem virkjanaframkvæmdir eru fyrirhugaðar.Vísir/Hjalti „Frekleg aðför“ Það er Pétur Guðmundsson sem ritar undir bréfið fyrir hönd eigenda jarðarinnar Ófeigsfjarðar. Þar segir að eins og friðlýsingin beri með sér að áhrifasvæði friðlýsingarinnar nái yfir nær alla Skjaldabjarnarvík, Drangavík, Engjanes og talsvert inn á jörð Ófeigsfjarðar. „Þetta er frekleg aðför að einkaeignarrétti þeirra sem eiga jarðir sem þessi friðun hefur áhrif á,“ segir í bréfinu. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá í febrúar 2019 þar sem rétt er við Pétur um deilurnar um friðlýsingu og mögulega Hvalárvirkjun. Lögum var breytt á síðasta ári á þann veg að hægt væri að friðlýsa svæði sem uppfylli öll skilyrði sem óbyggt víðerni þótt mannvirki séu til staðar í innan við fimm kílómetra fjarlægð að jafnaði frá mörkum svæðisins. Í svari Evu B. Sólan Hannesdóttur, lögfræðings Umhverfisstofnunar og formanns starfshóps um friðlýsingu Dranga, kemur ekki fram hvort athugað hafi verið hvort hugmyndir um Hvalárvirkjun myndi að einhverju leyti vera innan fjarlægðamarka friðlýsta svæðisins að Dröngum.
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýni á friðlýsingu Dranga „stormur í vatnsglasi“ Fyrrverandi umhverfisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að hans síðasta embættisverk hafi verið að skrifa undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum. Málið hafi komið inn á borð umhverfisráðuneytisins í upphafi kjörtímabils og hann hafi viljað klára það fyrir lok þess. 9. desember 2021 12:47 Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. 8. desember 2021 13:07 Segir gagnrýnina beinast að áhrifum friðlýsingarinnar á nærliggjandi svæði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir staðhæfingar eigenda jarðarinnar Dranga á Ströndum um að friðlýsing jarðarinnar hafi engin áhrif á Hvalárvirkjun rangar. Þá hafi það aldrei komið til umræðu að brjóta á eignarrétti eigendanna eða að taka jörðina eignarnámi. 8. desember 2021 15:34 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Gagnrýni á friðlýsingu Dranga „stormur í vatnsglasi“ Fyrrverandi umhverfisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að hans síðasta embættisverk hafi verið að skrifa undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum. Málið hafi komið inn á borð umhverfisráðuneytisins í upphafi kjörtímabils og hann hafi viljað klára það fyrir lok þess. 9. desember 2021 12:47
Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. 8. desember 2021 13:07
Segir gagnrýnina beinast að áhrifum friðlýsingarinnar á nærliggjandi svæði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir staðhæfingar eigenda jarðarinnar Dranga á Ströndum um að friðlýsing jarðarinnar hafi engin áhrif á Hvalárvirkjun rangar. Þá hafi það aldrei komið til umræðu að brjóta á eignarrétti eigendanna eða að taka jörðina eignarnámi. 8. desember 2021 15:34