Innlent

Vagnstjórinn hyggst kæra árásina

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Árásin átti sér stað í Spönginni í Grafarvogi seint í gærkvöldi.
Árásin átti sér stað í Spönginni í Grafarvogi seint í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Vagnstjórinn sem varð fyrir árás hóps ungmenna í Spönginni seint í gærkvöldi hyggst kæra árásina. Stjórnendur Strætó ræddu við vagnstjórann í morgun.

Vísir hefur ekki upplýsingar um aðdraganda árásarinnar en vagnstjórinn, sem var nýbyrjaður að keyra fyrir Strætó, var undir stýri á leið 24 þegar ráðist var á hann í Spönginni. 

Að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar brotnaði framrúða vagnsins í árásinni og þá þurfti vagnstjórinn að leita á bráðamóttöku Landspítala. Hann reyndist nefbrotinn.

Guðmundur sagði í samtali við Vísi í morgun að myndvélar væru í öllum nýrri vögnum en að lögregla hefði ekki enn sett sig í samband. Má leiðar líkur að því að lögregla beri sig eftir myndefninu þegar kæra hefur verið lögð fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×