„Það er eitthvað mikið að gerast“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2021 12:09 Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir ómíkron-bylgju geta skollið á í janúar. Vísir/Arnar Prófessor í líftölfræði segir ótrúlegan vöxt í faraldrinum innanlands og að staðan sé tvísýn, einkum í ljósi þess að önnur stór bylgja drifin áfram af ómíkron-afbrigðinu gæti skollið á strax eftir áramót. Nýgengi smitaðra hefur aldrei verið hærra að sögn sóttvarnalæknis. 200 greindust með kórónuveiruna í gær en aðeins einu sinni áður hafa fleiri greinst á einum degi, 206 innanlands 15. nóvember síðastliðinn. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. Rúmlega 1.200 manns hafa þá greinst með veiruna frá því á laugardag í síðustu viku. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að faraldurinn sé í veldisvexti og Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir tölur gærdagsins ískyggilegar. „Þetta lítur ekki vel út en var komið einhvern veginn af stað í átt að svona bylgju fyrir nokkrum dögum, þannig að við eigum eftir að sjá þennan fjölda í talsverðan tíma í viðbót. Af því það tekur alltaf þennan tíma að ná þessu niður aftur,“ segir Thor. „Það er ótrúlegt að það skuli nást aftur svona vöxtur svona fljótt, þannig að það er eitthvað mikið að gerast.“ Borgi sig að fara strax hart í aðgerðir Þó að margir hafi þegar fengið örvunarskammt bóluefnis muni árangur af honum ekki koma almennilega fram fyrr en eftir talsverðan tíma. „Þannig að það er alveg nóg af fólki eftir til að smitast og auðvitað tekur líka tíma fyrir raunverulega þriðja skammtinn að verða virkur. Það yrði þá meira undirbúningur fyrir janúar, ef það væri alveg sérstakt átak núna að klára þriðja skammtinn, því það gæti allt eins gerst að það komi önnur stór bylgja í janúar, sem væri þá meira ómíkron-drifin,“ segir Thor. Búast megi við svipaðri þróun hér á næstu vikum og í Danörku og Noregi, þar sem ómíkron er í hröðum vexti og grípa hefur þurft til mjög harðra aðgerða. Taka eigi stöðuna alvarlega. „Þá sýnir það sig að það borgar sig að fara frekar hart í aðgerðir strax, og þá ætti þetta að taka styttri tíma,“ segir Thor. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28 Sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, biðlar til foreldra að láta sér ekki niðurstöður úr tilraunum sem hafa verið gerðar á börnum með bóluefni sem vind um eyru þjóta. „Við erum svo heppin að hópur barna hefur nú þegar tekið að sér að taka þátt í tilraun og sýnt fram á gagnsemi,“ segir hann í færslu á Facebook. 18. desember 2021 21:23 Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
200 greindust með kórónuveiruna í gær en aðeins einu sinni áður hafa fleiri greinst á einum degi, 206 innanlands 15. nóvember síðastliðinn. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. Rúmlega 1.200 manns hafa þá greinst með veiruna frá því á laugardag í síðustu viku. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að faraldurinn sé í veldisvexti og Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir tölur gærdagsins ískyggilegar. „Þetta lítur ekki vel út en var komið einhvern veginn af stað í átt að svona bylgju fyrir nokkrum dögum, þannig að við eigum eftir að sjá þennan fjölda í talsverðan tíma í viðbót. Af því það tekur alltaf þennan tíma að ná þessu niður aftur,“ segir Thor. „Það er ótrúlegt að það skuli nást aftur svona vöxtur svona fljótt, þannig að það er eitthvað mikið að gerast.“ Borgi sig að fara strax hart í aðgerðir Þó að margir hafi þegar fengið örvunarskammt bóluefnis muni árangur af honum ekki koma almennilega fram fyrr en eftir talsverðan tíma. „Þannig að það er alveg nóg af fólki eftir til að smitast og auðvitað tekur líka tíma fyrir raunverulega þriðja skammtinn að verða virkur. Það yrði þá meira undirbúningur fyrir janúar, ef það væri alveg sérstakt átak núna að klára þriðja skammtinn, því það gæti allt eins gerst að það komi önnur stór bylgja í janúar, sem væri þá meira ómíkron-drifin,“ segir Thor. Búast megi við svipaðri þróun hér á næstu vikum og í Danörku og Noregi, þar sem ómíkron er í hröðum vexti og grípa hefur þurft til mjög harðra aðgerða. Taka eigi stöðuna alvarlega. „Þá sýnir það sig að það borgar sig að fara frekar hart í aðgerðir strax, og þá ætti þetta að taka styttri tíma,“ segir Thor.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28 Sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, biðlar til foreldra að láta sér ekki niðurstöður úr tilraunum sem hafa verið gerðar á börnum með bóluefni sem vind um eyru þjóta. „Við erum svo heppin að hópur barna hefur nú þegar tekið að sér að taka þátt í tilraun og sýnt fram á gagnsemi,“ segir hann í færslu á Facebook. 18. desember 2021 21:23 Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28
Sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, biðlar til foreldra að láta sér ekki niðurstöður úr tilraunum sem hafa verið gerðar á börnum með bóluefni sem vind um eyru þjóta. „Við erum svo heppin að hópur barna hefur nú þegar tekið að sér að taka þátt í tilraun og sýnt fram á gagnsemi,“ segir hann í færslu á Facebook. 18. desember 2021 21:23
Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40