Víðtæk leit stendur yfir að Almari á suðvesturhorni landsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. desember 2021 11:15 Lögreglan leitar enn Almars Yngva en síðast sást til hans á aðfaranótt sunnudags. Víðtæk leit stendur yfir að Almari Yngva Garðarssyni, 29 ára karlmanns, sem ekki hefur sést til síðan á aðfaranótt sunnudags. Lögregluembættin á suðvesturhorni landsins standa saman að leitinni auk Landhelgisgæslu og björgunarsveita. Síðast sást til Almars á aðfaranótt sunnudag, milli tvö og þrjú um nóttina. Sást hann þá í Hafnarfirði og er hann talinn geta verið á gráum Chevrolet Spark bílaleigubíl með bílnúmerinu HUX90. „Við erum ekki búin að finna Almar og höfum núna kallað til björgunarsveitir Landsbjargar og Landhelgisgæsluna til aðstoðar við leitina með það að markmiði að finna Almar. Planið er að leita núna á suðvesturhorninu, alla vegslóða og nota til þess þau tæki og tól sem björgunarsveitir og Landhelgisgæsla hafa yfir að ráða,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Almar er grannvaxinn og um 190 sentímetrar á hæð. Hann er dökkhærður og með skeggrót. Óskað hefur verið eftir aðstoð frá almenningi og hann hvattur til að hafa samband við 112 hafi einhver upplýsingar um ferðir Almars eða séð til bílsins sem hann er talinn vera á. Að sögn Skúla hafa eftirlitsmyndavélar verið skoðaðar en ekki borið árangur. Þá sé ekki grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Lögreglan sé þá að skoða hvort Almar eða bíllinn hafi sést við gistiheimili eða hótel. „Við teljum að hann hafi farið á bifreiðinni HUX90 sem er Chevrolet Spark, grár á lit, af heimili sínu í Hafnarfirði aðfaranótt sunnudags og því miður hefur okkar eftirgrennslan engan árangur borið,“ segir Skúli. „Frá því að við auglýstum eftir honum í gær um fimm leitið hafa komið nokkrar ábendingar, vísbendingar, ekki margar og þær hafa ekki skilað okkur neinu þannig að svæðið sem við erum að leita á er ansi stórt. Við erum að horfa til suðvesturhornsins eins og ég sagði.“ Bíllinn hefur enn ekki fundist. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SIF er notuð við leitina og verður meðal annars flogið yfir Reykjanesið. „Við biðlum til almennings, sama hvar hann er, að láta okkur vita ef þeir verða varir við bílinn eða Almar.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Síðast sást til Almars á aðfaranótt sunnudag, milli tvö og þrjú um nóttina. Sást hann þá í Hafnarfirði og er hann talinn geta verið á gráum Chevrolet Spark bílaleigubíl með bílnúmerinu HUX90. „Við erum ekki búin að finna Almar og höfum núna kallað til björgunarsveitir Landsbjargar og Landhelgisgæsluna til aðstoðar við leitina með það að markmiði að finna Almar. Planið er að leita núna á suðvesturhorninu, alla vegslóða og nota til þess þau tæki og tól sem björgunarsveitir og Landhelgisgæsla hafa yfir að ráða,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Almar er grannvaxinn og um 190 sentímetrar á hæð. Hann er dökkhærður og með skeggrót. Óskað hefur verið eftir aðstoð frá almenningi og hann hvattur til að hafa samband við 112 hafi einhver upplýsingar um ferðir Almars eða séð til bílsins sem hann er talinn vera á. Að sögn Skúla hafa eftirlitsmyndavélar verið skoðaðar en ekki borið árangur. Þá sé ekki grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Lögreglan sé þá að skoða hvort Almar eða bíllinn hafi sést við gistiheimili eða hótel. „Við teljum að hann hafi farið á bifreiðinni HUX90 sem er Chevrolet Spark, grár á lit, af heimili sínu í Hafnarfirði aðfaranótt sunnudags og því miður hefur okkar eftirgrennslan engan árangur borið,“ segir Skúli. „Frá því að við auglýstum eftir honum í gær um fimm leitið hafa komið nokkrar ábendingar, vísbendingar, ekki margar og þær hafa ekki skilað okkur neinu þannig að svæðið sem við erum að leita á er ansi stórt. Við erum að horfa til suðvesturhornsins eins og ég sagði.“ Bíllinn hefur enn ekki fundist. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SIF er notuð við leitina og verður meðal annars flogið yfir Reykjanesið. „Við biðlum til almennings, sama hvar hann er, að láta okkur vita ef þeir verða varir við bílinn eða Almar.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira