Mun færri smit og miklu harðari aðgerðir síðustu jól Sunna Valgerðardóttir skrifar 20. desember 2021 20:00 Landsmenn voru hvattir til að búa sér til jólakúlur með tíu manns síðustu jól. Um tíu manns voru að greinast smitaðir á degi hverjum. Vísir/Vilhelm Eðli faraldursins var töluvert annað fyrir ári síðan. Samkomutakmarkanir voru mjög strangar og margt var lokað, en daglegur smitfjöldi var einungis brot af því sem er að greinast í dag. Síðustu jól þurftum við að stofna jólakúlu, enda var bóluefnið ekki komið, og flestir hugguðu sig við að þetta yrðu bara þessi einu skrýtnu jól. Frá 15. til 19. desember 2020 voru að greinast á bilinu 5 til 14 smit á dag, 85 í heildina þessa fimm daga. Jólakúla stjórnvalda gerði ráð fyrir 10 manna samkomubanni, tveggja metra reglu og skemmtistaðir, sundlaugar og líkamsræktarstöðvar voru lokuð. Allir biðu spenntir eftir bóluefni. Margfalt fleiri smit og splunkuný afbrigði Á nákvæmlega sama tímabili, ári síðar, eru að greinast um 200 smit á dag, alls 954 yfir þessa fimm daga, frá 15. til 19. desember 2021. Og það er ýmist delta eða ómíkron, sem var enn ekki fætt fyrir síðustu jól. Við erum núna með 50 - 500 manna samkomubann, eins metra reglu, skemmtistaðir eru opnir, eins og sundlaugar og líkamsræktarstöðvar, með takmörkunum þó. Langflestir eru bólusettir. Öll spálíkön upp í loft Thor Aspelund tölfræðiprófessor segir í samtali við fréttastofu að nú séu öll spálíkön upp í loft og Ísland stefni hraðbyri í sama far og hin Norðurlöndin. Hann segir það eina í stöðunni að herða aðgerðir til muna. Núgildandi reglugerð rennur út á miðnætti fyrir þorláksmessu, en Þórólfur hefur lagt til enn hertari aðgerðir við heilbrigðisráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er meðal annars lagt til 20 manna samkomubann og að skólarnir ekki aftur til starfa fyrr en 10. janúar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggur til 20 manna samkomubann og frestun skóla Sóttvarnalæknir leggur til verulega hertar sóttvarnaaðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem lagt er til er 20 manna samkomubann og að skólar taki seinna til starfa en áður var gert ráð fyrir. 20. desember 2021 16:02 Bólusetningar hafa gert mikið gagn Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. 20. desember 2021 15:25 Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Frá 15. til 19. desember 2020 voru að greinast á bilinu 5 til 14 smit á dag, 85 í heildina þessa fimm daga. Jólakúla stjórnvalda gerði ráð fyrir 10 manna samkomubanni, tveggja metra reglu og skemmtistaðir, sundlaugar og líkamsræktarstöðvar voru lokuð. Allir biðu spenntir eftir bóluefni. Margfalt fleiri smit og splunkuný afbrigði Á nákvæmlega sama tímabili, ári síðar, eru að greinast um 200 smit á dag, alls 954 yfir þessa fimm daga, frá 15. til 19. desember 2021. Og það er ýmist delta eða ómíkron, sem var enn ekki fætt fyrir síðustu jól. Við erum núna með 50 - 500 manna samkomubann, eins metra reglu, skemmtistaðir eru opnir, eins og sundlaugar og líkamsræktarstöðvar, með takmörkunum þó. Langflestir eru bólusettir. Öll spálíkön upp í loft Thor Aspelund tölfræðiprófessor segir í samtali við fréttastofu að nú séu öll spálíkön upp í loft og Ísland stefni hraðbyri í sama far og hin Norðurlöndin. Hann segir það eina í stöðunni að herða aðgerðir til muna. Núgildandi reglugerð rennur út á miðnætti fyrir þorláksmessu, en Þórólfur hefur lagt til enn hertari aðgerðir við heilbrigðisráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er meðal annars lagt til 20 manna samkomubann og að skólarnir ekki aftur til starfa fyrr en 10. janúar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggur til 20 manna samkomubann og frestun skóla Sóttvarnalæknir leggur til verulega hertar sóttvarnaaðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem lagt er til er 20 manna samkomubann og að skólar taki seinna til starfa en áður var gert ráð fyrir. 20. desember 2021 16:02 Bólusetningar hafa gert mikið gagn Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. 20. desember 2021 15:25 Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Leggur til 20 manna samkomubann og frestun skóla Sóttvarnalæknir leggur til verulega hertar sóttvarnaaðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem lagt er til er 20 manna samkomubann og að skólar taki seinna til starfa en áður var gert ráð fyrir. 20. desember 2021 16:02
Bólusetningar hafa gert mikið gagn Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. 20. desember 2021 15:25
Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12