Forseti FIFA segir meirihluta fyrir því að hafa HM á tveggja ára fresti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. desember 2021 07:01 Arsene Wenger hefur farið fremstur í flokki þegar kemur að hugmyndinni um að halda HM í fótbolta á tveggja ára fresti. Valeriano Di Domenico - Pool/Getty Images Fulltrúar á leiðtogafundi Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA hafa fengið þær fregnir að ef HM í knattspyrnu verður haldið á tveggja ára fresti í stað fjögurra skili það allt að auka 3,3 milljörðum punda í tekjur á fjögurra ára tímabili. Það samsvarar tæplega 570 milljörðum íslenskra króna, en breytingin er hluti af breyttu leikjadagatali FIFA sem sambandið hefur lagt til. Frá þessu er greint á vef BBC. Öllum 211 aðildarríkjum var boðið á leiðtogafundinn þar sem hugmyndir Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóra Arsenal, um að tvöfalda tíðni Heimsmeistaramótsins eru ræddar. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sem og það Suður-ameríska, CONMEBOL, hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en það afríska, CAF, segist styðja hugmyndina. Fulltrúar á fundinum fengu að vita að fjárhagsleg áhrif á miðasölu, sýningarrétt og sölu auglýsinga sem HM aukinn fjöldi Heimsmeistaramóta myndi hafa væru að tekjurnar myndu aukast frá 5,3 milljörðum punda árið 2030 þegar 48 þjóðir taka þátt í þremur löndum, upp í 8,6 milljarða punda á fjögurra ára tímabili með tveimur Heimsmeistaramótum. Hins vegar birti UEFA skýrslu á föstudaginn þar sem kom fram að breyting á leikjadagatali myndi sjá til þess að tekjur evrópsku aðildafélaganna myndu minnka um 2,1-2,6 milljarða punda á fjögurra ára tímabili. „Meirihlutinn myndi líklega kjósa með HM á tveggja ára fresti“ Gianni Infantino er viss um að fleiri séu með hugmyndinni um HM á tveggja ára fresti en á móti henni.EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Gianni Infantino, forseti FIFA, segist vongóður um að samstaða náist varðandi breytt leikjadagatal þrátt fyrir mikla mótstöðu frá Evrópu og Suður-Ameríku. „Ef ég væri að fara að kjósa á morgun þá myndi meirihlutinn líklega kjósa með hugmyndinni um HM á tveggja ára fresti,“ sagði Infantino. „En við erum að horfa á allt dagatalið. Við erum að skoða hvernig við getum gert fótboltann betri og við verðum að sjá hversu marga við getum fengið með okkur í lið til að endurskipuleggja fótbolta framtíðarinnar.“ „Við höldum samtalinu áfram, við höldum greiningunni áfram og við vonumst til að komast áfram í þessu máli með einum eða öðrum hætti. Eða þá að finna einhvern meðalveg.“ FIFA UEFA Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Það samsvarar tæplega 570 milljörðum íslenskra króna, en breytingin er hluti af breyttu leikjadagatali FIFA sem sambandið hefur lagt til. Frá þessu er greint á vef BBC. Öllum 211 aðildarríkjum var boðið á leiðtogafundinn þar sem hugmyndir Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóra Arsenal, um að tvöfalda tíðni Heimsmeistaramótsins eru ræddar. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sem og það Suður-ameríska, CONMEBOL, hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en það afríska, CAF, segist styðja hugmyndina. Fulltrúar á fundinum fengu að vita að fjárhagsleg áhrif á miðasölu, sýningarrétt og sölu auglýsinga sem HM aukinn fjöldi Heimsmeistaramóta myndi hafa væru að tekjurnar myndu aukast frá 5,3 milljörðum punda árið 2030 þegar 48 þjóðir taka þátt í þremur löndum, upp í 8,6 milljarða punda á fjögurra ára tímabili með tveimur Heimsmeistaramótum. Hins vegar birti UEFA skýrslu á föstudaginn þar sem kom fram að breyting á leikjadagatali myndi sjá til þess að tekjur evrópsku aðildafélaganna myndu minnka um 2,1-2,6 milljarða punda á fjögurra ára tímabili. „Meirihlutinn myndi líklega kjósa með HM á tveggja ára fresti“ Gianni Infantino er viss um að fleiri séu með hugmyndinni um HM á tveggja ára fresti en á móti henni.EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Gianni Infantino, forseti FIFA, segist vongóður um að samstaða náist varðandi breytt leikjadagatal þrátt fyrir mikla mótstöðu frá Evrópu og Suður-Ameríku. „Ef ég væri að fara að kjósa á morgun þá myndi meirihlutinn líklega kjósa með hugmyndinni um HM á tveggja ára fresti,“ sagði Infantino. „En við erum að horfa á allt dagatalið. Við erum að skoða hvernig við getum gert fótboltann betri og við verðum að sjá hversu marga við getum fengið með okkur í lið til að endurskipuleggja fótbolta framtíðarinnar.“ „Við höldum samtalinu áfram, við höldum greiningunni áfram og við vonumst til að komast áfram í þessu máli með einum eða öðrum hætti. Eða þá að finna einhvern meðalveg.“
FIFA UEFA Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira