Þórólfur: Óskhyggjan megi ekki blinda okkur sýn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2021 11:25 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mikilvægt að óskhyggja blindi ekki okkur sýn þegar lagt sé mat á stöðu kórónuveirufaraldursins og afleiðingar hans. Hann bendir á að tæplega helmingur þjóðarinnar sé móttækilegur fyrir alvarlegum veikindum vegna ómikron-afbrigðsins. Þetta kemur fram í pistli Þórólfs sem birtur var á Covid.is fyrir stundu. Pistilinn er birtur á sama tíma og ríkisstjórnin situr á fundi þar sem viðfangsefnið eru tillögur Þórólfs um hertar sóttvarnarreglur til að bregðast við fjölgun á þeim sem greinast smitaðir á degi hverjum. Viðfangsefni pistilsins eru bólusetningar og áhrif þeirra á faraldurinn. Útgangspunkturinn er spurningun um það hvort að hægt sé að fá slæman Covid-19 faraldur þrátt fyrir góða þátttöku í bólusetningum. Takmarkanir vægari en fyrir ári síðan, þökk sé bólusetningu Bendir Þórólfur á að almennar takmarkanir séu vægari nú en fyrir ári síðan og það megi þakka góðu bólusetningarhlutfalli þjóðarinnar, um 77 prósent hafa fengið tvo skamma, en 43 prósent þrjá skammta. En af hverju þarf þá að vera með takmarkanir fyrst að þátttaka í bólusetningum er góð, spyr Þórólfur. Svarið er að tvær bólusetningar veiti takmarkaða vernd gegn smiti af völdum delta-afbrigðsins. „Örvunarskammturinn veitir hins vegar mjög góða vernd bæði gegn smiti og alvarlegum veikindum og þá erum við að tala um smit af völdum delta afbrigðisins. Enn sem komið er hafa hins vegar 57% landsmanna ekki fengið örvunarbólusetningu og eru því móttækilegir fyrir smiti og alvarlegum veikindum,“ skrifar Þórólfur. Omíkron að taka yfir En hvað með omíkron-afbrigðið, spyr þá Þórólfur Bendir hann á að yfirgnæfandi líkur séu á því að það muni yfirtaka Covid-19 faraldurinn á næstu dögum eða vikum, vegna mikillar smithæfni. Tvær bólusetningar veiti að öllum líkinum litla sem enga vernd gegn smiti eða alvarlegum veikindum, þriðja bólusetningin veiti hins vegar talsverða vernd gegn alvarlegum veikdinum en litla vernd gegn smiti. „Þannig eru um 57% þjóðarinnar móttækileg fyrir alvarlegum veikindum af völdum omíkron afbrigðisins og jafnvel þó alvarleg veikindi séu hlutfallslega fátíðari en af völdum annarra afbrigða þá getur fjöldi smita orðið slíkur að fjöldi alvarlegra veikra skapi neyðarástand á sjúkrahúsum,“ skrifar hann. Segir Þórólfur að bólusetningin hafi vissulega skilað miklu í baráttunni við faraldurinn en óskhyggjan megi hins vegar ekki ráða förinni. „Þó að bólusetning gegn COVID-19 hafi vissulega skilað miklu í baráttunni við faraldurinn þá má óskhyggjan ekki blinda okkur sýn þegar við leggjum mat á COVID-19 faraldurinn og alvarlegar afleiðingar hans. Við verðum að nýta okkur þær upplýsingar sem liggja fyrir um raunverulegan árangur bólusetninganna og leggja þannig mat á þá hættu sem stafar af COVID-19.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01 Mun færri smit og miklu harðari aðgerðir síðustu jól Eðli faraldursins var töluvert annað fyrir ári síðan. Samkomutakmarkanir voru mjög strangar og margt var lokað, en daglegur smitfjöldi var einungis brot af því sem er að greinast í dag. Síðustu jól þurftum við að stofna jólakúlu, enda var bóluefnið ekki komið, og flestir hugguðu sig við að þetta yrðu bara þessi einu skrýtnu jól. 20. desember 2021 20:00 „Þetta heldur ekki svona áfram endalaust“ Yfirvofandi samkomutakmarkanir munu að líkindum koma hvað verst niður á skemmtanalífi eins og endranær. Fréttastofa leit við á Röntgen og tók stöðuna, í ljósi þess að þar mega að líkindum ekki fleiri en 20 koma saman á næstu vikum. 20. desember 2021 23:02 Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli Þórólfs sem birtur var á Covid.is fyrir stundu. Pistilinn er birtur á sama tíma og ríkisstjórnin situr á fundi þar sem viðfangsefnið eru tillögur Þórólfs um hertar sóttvarnarreglur til að bregðast við fjölgun á þeim sem greinast smitaðir á degi hverjum. Viðfangsefni pistilsins eru bólusetningar og áhrif þeirra á faraldurinn. Útgangspunkturinn er spurningun um það hvort að hægt sé að fá slæman Covid-19 faraldur þrátt fyrir góða þátttöku í bólusetningum. Takmarkanir vægari en fyrir ári síðan, þökk sé bólusetningu Bendir Þórólfur á að almennar takmarkanir séu vægari nú en fyrir ári síðan og það megi þakka góðu bólusetningarhlutfalli þjóðarinnar, um 77 prósent hafa fengið tvo skamma, en 43 prósent þrjá skammta. En af hverju þarf þá að vera með takmarkanir fyrst að þátttaka í bólusetningum er góð, spyr Þórólfur. Svarið er að tvær bólusetningar veiti takmarkaða vernd gegn smiti af völdum delta-afbrigðsins. „Örvunarskammturinn veitir hins vegar mjög góða vernd bæði gegn smiti og alvarlegum veikindum og þá erum við að tala um smit af völdum delta afbrigðisins. Enn sem komið er hafa hins vegar 57% landsmanna ekki fengið örvunarbólusetningu og eru því móttækilegir fyrir smiti og alvarlegum veikindum,“ skrifar Þórólfur. Omíkron að taka yfir En hvað með omíkron-afbrigðið, spyr þá Þórólfur Bendir hann á að yfirgnæfandi líkur séu á því að það muni yfirtaka Covid-19 faraldurinn á næstu dögum eða vikum, vegna mikillar smithæfni. Tvær bólusetningar veiti að öllum líkinum litla sem enga vernd gegn smiti eða alvarlegum veikindum, þriðja bólusetningin veiti hins vegar talsverða vernd gegn alvarlegum veikdinum en litla vernd gegn smiti. „Þannig eru um 57% þjóðarinnar móttækileg fyrir alvarlegum veikindum af völdum omíkron afbrigðisins og jafnvel þó alvarleg veikindi séu hlutfallslega fátíðari en af völdum annarra afbrigða þá getur fjöldi smita orðið slíkur að fjöldi alvarlegra veikra skapi neyðarástand á sjúkrahúsum,“ skrifar hann. Segir Þórólfur að bólusetningin hafi vissulega skilað miklu í baráttunni við faraldurinn en óskhyggjan megi hins vegar ekki ráða förinni. „Þó að bólusetning gegn COVID-19 hafi vissulega skilað miklu í baráttunni við faraldurinn þá má óskhyggjan ekki blinda okkur sýn þegar við leggjum mat á COVID-19 faraldurinn og alvarlegar afleiðingar hans. Við verðum að nýta okkur þær upplýsingar sem liggja fyrir um raunverulegan árangur bólusetninganna og leggja þannig mat á þá hættu sem stafar af COVID-19.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01 Mun færri smit og miklu harðari aðgerðir síðustu jól Eðli faraldursins var töluvert annað fyrir ári síðan. Samkomutakmarkanir voru mjög strangar og margt var lokað, en daglegur smitfjöldi var einungis brot af því sem er að greinast í dag. Síðustu jól þurftum við að stofna jólakúlu, enda var bóluefnið ekki komið, og flestir hugguðu sig við að þetta yrðu bara þessi einu skrýtnu jól. 20. desember 2021 20:00 „Þetta heldur ekki svona áfram endalaust“ Yfirvofandi samkomutakmarkanir munu að líkindum koma hvað verst niður á skemmtanalífi eins og endranær. Fréttastofa leit við á Röntgen og tók stöðuna, í ljósi þess að þar mega að líkindum ekki fleiri en 20 koma saman á næstu vikum. 20. desember 2021 23:02 Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01
Mun færri smit og miklu harðari aðgerðir síðustu jól Eðli faraldursins var töluvert annað fyrir ári síðan. Samkomutakmarkanir voru mjög strangar og margt var lokað, en daglegur smitfjöldi var einungis brot af því sem er að greinast í dag. Síðustu jól þurftum við að stofna jólakúlu, enda var bóluefnið ekki komið, og flestir hugguðu sig við að þetta yrðu bara þessi einu skrýtnu jól. 20. desember 2021 20:00
„Þetta heldur ekki svona áfram endalaust“ Yfirvofandi samkomutakmarkanir munu að líkindum koma hvað verst niður á skemmtanalífi eins og endranær. Fréttastofa leit við á Röntgen og tók stöðuna, í ljósi þess að þar mega að líkindum ekki fleiri en 20 koma saman á næstu vikum. 20. desember 2021 23:02
Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12