„Þetta verður mikið vesen” Sunna Valgerðardóttir skrifar 21. desember 2021 12:11 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir ómíkronafbrigðið svo smitandi að við mundum ekki ráða við að greina alla sem smitast ef það fær að geysa hér óhindrað. Vísir/Arnar Prófessor í líftölfræði segir allt stefna í heljarinnar vesen þegar ómíkronafbrigðið tekur yfir. Það smitast margfalt hraðar heldur en fyrri afbrigði og ef það fengi að geysa óhindrað yrðu svo mörg smit hér að það væri ekki einu sinni hægt að greina þau öll. Af þessum tæplega 300 sem greindust í gær voru 180 utan sóttkvíar og nokkuð stór hluti óbólusettur. Nú eru meira en fimm þúsund manns á landinu annað hvort í einangrun með COVID 19 eða í sóttkví. Lóðbeinn vöxtur upp á við Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að þó að það hafi komið vísbending um viðsnúning í síðustu viku varðandi vaxtahraða veirunnar hér, er allt að stefna í nýjan veruleika. Hann segir tvöföldunartíma veirunnar ískyggilega hraðan. Ef faraldurinn tekur sömu stefnu hér og til dæmis í Danmörku eða Bretlandi, er hægt að gera ráð fyrir nýjum lóðbeinum vexti upp á við. Fyrri afbrigðin náðu að tvöfalda sig á þremur vikum. „Hraðinn núna er kominn niður í viku. Og Bretar eru að segja að tvöföldunarhraðinn á omikron, ef hún fær að geysa, séu tveir eða þrír dagar. Við erum í 300, þá erum við að tala um 600 eftir viku,” segir Thor. „Svo tekur ómikron yfir.” Mundu ekki ráða við að greina alla Allt færi hér á hliðina ef ómíkron, sem er miklu meira smitandi en delta, fengi að geysa óhindrað. „Þetta er bara alveg nýr veruleiki fyrir okkur. Við mundum ekki einu sinni ráða við sinni við að greina þennan fjölda. Þannig að þetta verður mikið vesen.” Raðgreining á nýjum smitum liggur enn ekki alveg fyrir, en ljóst er að ómíkron afbrigðið sækir hratt í sig veðrið og tekur líklega yfir delta áður en langt um líður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01 Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum 73 prósent þeirra Bandaríkjamanna sem smituðust af Covid-19 í síðustu viku, smituðust af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir hlutfall ómíkron-afbrigðisins af smitum vikunnar vera sex sinnum hærra en í vikunni á undan. 21. desember 2021 09:57 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Af þessum tæplega 300 sem greindust í gær voru 180 utan sóttkvíar og nokkuð stór hluti óbólusettur. Nú eru meira en fimm þúsund manns á landinu annað hvort í einangrun með COVID 19 eða í sóttkví. Lóðbeinn vöxtur upp á við Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að þó að það hafi komið vísbending um viðsnúning í síðustu viku varðandi vaxtahraða veirunnar hér, er allt að stefna í nýjan veruleika. Hann segir tvöföldunartíma veirunnar ískyggilega hraðan. Ef faraldurinn tekur sömu stefnu hér og til dæmis í Danmörku eða Bretlandi, er hægt að gera ráð fyrir nýjum lóðbeinum vexti upp á við. Fyrri afbrigðin náðu að tvöfalda sig á þremur vikum. „Hraðinn núna er kominn niður í viku. Og Bretar eru að segja að tvöföldunarhraðinn á omikron, ef hún fær að geysa, séu tveir eða þrír dagar. Við erum í 300, þá erum við að tala um 600 eftir viku,” segir Thor. „Svo tekur ómikron yfir.” Mundu ekki ráða við að greina alla Allt færi hér á hliðina ef ómíkron, sem er miklu meira smitandi en delta, fengi að geysa óhindrað. „Þetta er bara alveg nýr veruleiki fyrir okkur. Við mundum ekki einu sinni ráða við sinni við að greina þennan fjölda. Þannig að þetta verður mikið vesen.” Raðgreining á nýjum smitum liggur enn ekki alveg fyrir, en ljóst er að ómíkron afbrigðið sækir hratt í sig veðrið og tekur líklega yfir delta áður en langt um líður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01 Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum 73 prósent þeirra Bandaríkjamanna sem smituðust af Covid-19 í síðustu viku, smituðust af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir hlutfall ómíkron-afbrigðisins af smitum vikunnar vera sex sinnum hærra en í vikunni á undan. 21. desember 2021 09:57 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01
Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum 73 prósent þeirra Bandaríkjamanna sem smituðust af Covid-19 í síðustu viku, smituðust af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir hlutfall ómíkron-afbrigðisins af smitum vikunnar vera sex sinnum hærra en í vikunni á undan. 21. desember 2021 09:57