Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Snorri Másson skrifar 21. desember 2021 16:10 Síðustu mánuðir hafa verið átakanlegir í lífi þessara afgönsku mæðgina, sem komust við illan leik af flugvellinum í Kabúl í sumar. En Arsalan litli varð í fyrsta kasti eftir - og hitti í morgun mömmu sína í fyrsta sinn í fjóra mánuði. Vísir/Snorri Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. Arsalan var tveggja mánaða þegar hann var skilinn eftir hjá ömmu sinni á flugvellinum í Kabúl - foreldrar hans voru færðir inn í flugvél og af stað. Hann varð eftir. Nú er hann sex mánaða gamall. Faðir hans, Khairullah Yosufi, flaug fyrir nokkrum dögum á móti föruneytinu sem færði þeim son þeirra. Hann lýsti því í samtali við fréttastofu á flugvellinum að vegna fjarvistanna þekkti sonur hans hann ekki lengur. Það tók mjög á hann. Barnið grét og grét - en hægt og rólega kemur hann nú til. Fréttastofa fylgdist með fagnaðarfundum á flugvellinum í morgun: Zeba og Khairullah verja jólunum hér á landi með Arsalan í ró og næði, en þar sem Zeba hefur starfað fyrir alþjóðasamtök í Afganistan var henni og fjölskyldu hennar ekki vært þar lengur eftir að talíbanar tóku völdin. Arsalan er jólabarnið í ár, eins og Irma Erlingsdóttir, forseti Jafnréttisskóla Háskóla Íslands, lýsti í samtali við mbl.is, en Irma hefur staðið fyrir komu fjölskyldunnar til landsins. Foreldrarnir kunna Irmu og öðrum sem hafa lagt þeim lið bestu þakkir. Þau höfðu sannarlega þörf fyrir hjálp en þetta er á meðal lýsinga Zebu frá flugvellinum í sumar: „Við tókum son okkar með, en loftleysið og troðningurinn við flugstöðina var svo mikill að hann missti meðvitund. Við hlupum þá með hann inn í nærliggjandi hús þar sem hann fór smátt og smátt að hreyfa fingurna og sýna lífsmark.“ Fleiri flóttamenn komu til landsins með fluginu í morgun og fagnaðarfundir urðu með fjölskyldum sem hafa verið í sundur mánuðum saman. Við segjum nánar frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Afganistan Flóttafólk á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Arsalan var tveggja mánaða þegar hann var skilinn eftir hjá ömmu sinni á flugvellinum í Kabúl - foreldrar hans voru færðir inn í flugvél og af stað. Hann varð eftir. Nú er hann sex mánaða gamall. Faðir hans, Khairullah Yosufi, flaug fyrir nokkrum dögum á móti föruneytinu sem færði þeim son þeirra. Hann lýsti því í samtali við fréttastofu á flugvellinum að vegna fjarvistanna þekkti sonur hans hann ekki lengur. Það tók mjög á hann. Barnið grét og grét - en hægt og rólega kemur hann nú til. Fréttastofa fylgdist með fagnaðarfundum á flugvellinum í morgun: Zeba og Khairullah verja jólunum hér á landi með Arsalan í ró og næði, en þar sem Zeba hefur starfað fyrir alþjóðasamtök í Afganistan var henni og fjölskyldu hennar ekki vært þar lengur eftir að talíbanar tóku völdin. Arsalan er jólabarnið í ár, eins og Irma Erlingsdóttir, forseti Jafnréttisskóla Háskóla Íslands, lýsti í samtali við mbl.is, en Irma hefur staðið fyrir komu fjölskyldunnar til landsins. Foreldrarnir kunna Irmu og öðrum sem hafa lagt þeim lið bestu þakkir. Þau höfðu sannarlega þörf fyrir hjálp en þetta er á meðal lýsinga Zebu frá flugvellinum í sumar: „Við tókum son okkar með, en loftleysið og troðningurinn við flugstöðina var svo mikill að hann missti meðvitund. Við hlupum þá með hann inn í nærliggjandi hús þar sem hann fór smátt og smátt að hreyfa fingurna og sýna lífsmark.“ Fleiri flóttamenn komu til landsins með fluginu í morgun og fagnaðarfundir urðu með fjölskyldum sem hafa verið í sundur mánuðum saman. Við segjum nánar frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00