Fólk getur skort hugrekki til að framkvæma almennilegt hraðpróf Snorri Másson skrifar 22. desember 2021 22:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir alvarlegt ef hraðpróf eru ekki rétt framkvæmd. Vísir/Vilhelm „Ég held að þetta geti verið bundið við þann sem er að taka prófið. Það þarf ákveðið hugrekki til að setja pinnann alveg inn í nefkokið og það getur vel verið að sumir veigri sér við það. En ég vona ekki samt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Borið hefur á umræðu um ærið misjöfn vinnubrögð umsjónarmanna hraðprófa á ólíkum hraðprófsstöðum í Reykjavík. Sumir rétt strjúka manni í nösina og aðrir keyra pinnann ofan í heila, eins og einn komst að orði. Fréttastofa gerði óformlega könnun á vinnubrögðunum á ólíkum stöðum í dag og við skelltum okkur í hraðpróf: Hraðpróf fyrir viðburði eru að hluta til framkvæmd af einkaaðilum, sem fengu greiddar 240 milljónir króna frá Sjúkratryggingum í október og nóvember. Sú upphæð hefur að líkindum ekki gert nema hækkað síðan. Sóttvarnalæknir segir að leiðbeiningar yfirvalda kveði á um að sýnin séu tekin úr nefkoki en ekki aðeins nefi. Ef þetta er ekki gert rétt, segir Þórólfur að niðurstöðurnar séu alls ekki öruggar, sem aftur geti gert þetta mjög varasamt; falskt öryggi. Yfirvöld hafa þrátt fyrir ábendingar um misbresti ákveðið að treysta aðilunum fyrir framkvæmdinni, en ekki haft neitt eftirlit með henni. „Ef þetta er ekki gert rétt og margir hafa sent okkur upplýsingar um það, getum við ekki treyst niðurstöðunum. Það er mjög líklegt að þetta geti verið falskt neikvætt próf og það getur verið mjög varasamt,“ segir Þórólfur. Á meðal viðburða sem byggt hafa á hraðprófi, og einnig sérstakri fjöldaundanþágu frá sóttvarnayfirvöldum, eru tónleikar Emmsjé Gauta sem eru haldnir í kvöld og á morgun: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. 22. desember 2021 13:01 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Sjá meira
Borið hefur á umræðu um ærið misjöfn vinnubrögð umsjónarmanna hraðprófa á ólíkum hraðprófsstöðum í Reykjavík. Sumir rétt strjúka manni í nösina og aðrir keyra pinnann ofan í heila, eins og einn komst að orði. Fréttastofa gerði óformlega könnun á vinnubrögðunum á ólíkum stöðum í dag og við skelltum okkur í hraðpróf: Hraðpróf fyrir viðburði eru að hluta til framkvæmd af einkaaðilum, sem fengu greiddar 240 milljónir króna frá Sjúkratryggingum í október og nóvember. Sú upphæð hefur að líkindum ekki gert nema hækkað síðan. Sóttvarnalæknir segir að leiðbeiningar yfirvalda kveði á um að sýnin séu tekin úr nefkoki en ekki aðeins nefi. Ef þetta er ekki gert rétt, segir Þórólfur að niðurstöðurnar séu alls ekki öruggar, sem aftur geti gert þetta mjög varasamt; falskt öryggi. Yfirvöld hafa þrátt fyrir ábendingar um misbresti ákveðið að treysta aðilunum fyrir framkvæmdinni, en ekki haft neitt eftirlit með henni. „Ef þetta er ekki gert rétt og margir hafa sent okkur upplýsingar um það, getum við ekki treyst niðurstöðunum. Það er mjög líklegt að þetta geti verið falskt neikvætt próf og það getur verið mjög varasamt,“ segir Þórólfur. Á meðal viðburða sem byggt hafa á hraðprófi, og einnig sérstakri fjöldaundanþágu frá sóttvarnayfirvöldum, eru tónleikar Emmsjé Gauta sem eru haldnir í kvöld og á morgun:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. 22. desember 2021 13:01 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Sjá meira
Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. 22. desember 2021 13:01
Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57