Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2021 00:00 Grímuskylda er í verslunum og verslunarmiðstöðvum. Vísir/vilhelm Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við 20 manns, opnunartími veitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. Sérstök undanþága verður veitt fyrir rekstraraðila og tónleikahaldara á morgun. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti hertar innanlandsaðgerðir á þriðjudag vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu en metfjöldi greindist á mánudag. Heilbrigðisráðherra veitti rekstraraðilum og tónleikahöldurum sérstaka undanþágu sem gildir aðeins á morgun, Þorláksmessu. Undanþágan tekur til fjöldatakmarkana en 50 manns mega koma saman í hverju hólfi á veitingastöðum í stað 20. Á tónleikum mega 500 koma saman í hverju hólfi í stað 200. Eins og fyrr segir gildir undanþágan aðeins á Þorláksmessu. Hér að neðan má sjá þær takmarkanir sem tóku gildi á miðnætti. Reglugerðin gildir til 12. janúar 2022. Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns: Á sitjandi viðburðum er þó heimilt að hafa allt að 50 manns í hólfi ef gestir eru sitjandi, noti andlitsgrímur og viðhafi eins metra fjarlægðartakmörk. Óheimilt er að selja áfengisveitingar og gestir skulu halda kyrru fyrir í sætum sínum eins og kostur er. Hraðpróf og skipulagðir viðburðir: Heimilt verður að skipuleggja viðburði fyrir allt að 200 manns. Gestum á slíkum viðburðum er skylt, þrátt fyrir hraðpróf, að bera grímu. Gestum ber að viðhafa eins metra nálægðartakmörkun og óheimilt verður að selja áfengisveitingar. Gestir skulu halda kyrru fyrir í sætum sínum eins og kostur er. Grímuskylda í verslunum og í verslunarmiðstöðvum: Grímuskyldan gildir einnig þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra nálægðartakmörk milli ótengdra einstaklinga. Þar undir falla meðal annars heilbrigðisþjónusta, almenningssamgöngur, söfn, hágreiðslustofur og önnur sambærileg starfsemi. Veitingastaðir, skemmtistaðir og krár mega hafa opið til 21: Undir takmörkunina falla veitingastaðir sem selja áfengisveitingar. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Einkasamkvæmi: Óheimilt er að halda einkasamkvæmi eftir klukkan 22 á stöðum sem hafa vínveitingaleyfi. Einnig er óheimilt að veita tímabundið leyfi fyrir skemmtunum sem ætla má að dregið gætu að sér fólk eftir klukkan 22. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstöðvar: Heimilt verður að hafa opið fyrir 50% af hámarksfjölda leyfilegra gesta. Sameiginlegan búnað skal sótthreinsa milli notenda. Skíðasvæði: Heimilt er að hafa opið fyrir 50% af hámarksfjölda gesta. Gætt verði að tveggja metra reglu og grímuskylda er í gildi ef ekki er unnt að tryggja gildandi fjarlægðartakmörk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti hertar innanlandsaðgerðir á þriðjudag vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu en metfjöldi greindist á mánudag. Heilbrigðisráðherra veitti rekstraraðilum og tónleikahöldurum sérstaka undanþágu sem gildir aðeins á morgun, Þorláksmessu. Undanþágan tekur til fjöldatakmarkana en 50 manns mega koma saman í hverju hólfi á veitingastöðum í stað 20. Á tónleikum mega 500 koma saman í hverju hólfi í stað 200. Eins og fyrr segir gildir undanþágan aðeins á Þorláksmessu. Hér að neðan má sjá þær takmarkanir sem tóku gildi á miðnætti. Reglugerðin gildir til 12. janúar 2022. Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns: Á sitjandi viðburðum er þó heimilt að hafa allt að 50 manns í hólfi ef gestir eru sitjandi, noti andlitsgrímur og viðhafi eins metra fjarlægðartakmörk. Óheimilt er að selja áfengisveitingar og gestir skulu halda kyrru fyrir í sætum sínum eins og kostur er. Hraðpróf og skipulagðir viðburðir: Heimilt verður að skipuleggja viðburði fyrir allt að 200 manns. Gestum á slíkum viðburðum er skylt, þrátt fyrir hraðpróf, að bera grímu. Gestum ber að viðhafa eins metra nálægðartakmörkun og óheimilt verður að selja áfengisveitingar. Gestir skulu halda kyrru fyrir í sætum sínum eins og kostur er. Grímuskylda í verslunum og í verslunarmiðstöðvum: Grímuskyldan gildir einnig þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra nálægðartakmörk milli ótengdra einstaklinga. Þar undir falla meðal annars heilbrigðisþjónusta, almenningssamgöngur, söfn, hágreiðslustofur og önnur sambærileg starfsemi. Veitingastaðir, skemmtistaðir og krár mega hafa opið til 21: Undir takmörkunina falla veitingastaðir sem selja áfengisveitingar. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Einkasamkvæmi: Óheimilt er að halda einkasamkvæmi eftir klukkan 22 á stöðum sem hafa vínveitingaleyfi. Einnig er óheimilt að veita tímabundið leyfi fyrir skemmtunum sem ætla má að dregið gætu að sér fólk eftir klukkan 22. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstöðvar: Heimilt verður að hafa opið fyrir 50% af hámarksfjölda leyfilegra gesta. Sameiginlegan búnað skal sótthreinsa milli notenda. Skíðasvæði: Heimilt er að hafa opið fyrir 50% af hámarksfjölda gesta. Gætt verði að tveggja metra reglu og grímuskylda er í gildi ef ekki er unnt að tryggja gildandi fjarlægðartakmörk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03
Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57
Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25
Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18