Undanþágur gerðar vegna meðalhófs Snorri Másson skrifar 23. desember 2021 12:07 Heilbrigðisráðherra hefur sætt gagnrýni vegna undanþága sem hann veitti á nýjum samkomutakmörkunum. Vísir/vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að fjölmörg fordæmi séu fyrir því að veittar séu undanþágur þegar takmarkanir beri brátt að. Gæta beri meðalhófs. Þá segir hann að að Kári Stefánsson hafi bara lagt gott eitt til í gegnum faraldurinn. Willum segir að viðburðahaldarar og veitingamenn hafi að öllu leyti gengið lengra í sóttvörnum eftir að undanþágurnar voru veittar og að gætt hafi verið að öryggi gesta í hvívetna. Þetta eru íþyngjandi ákvarðanir, segir Willum, og þegar fyrirvarinn er eins skammur sé það í anda meðalhófs að koma til móts við fólk á málefnalegan hátt. Í samræmi við það sem áður hefur verið Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði að Willum hafi gert ansi stór mistök með því að heimila Emmsjé Gauta og Bubba að halda jólatónleika með undanþágu þvert á gildandi takmarkanir. Þú telur ekki að þessar undanþágur hafi verið mistök? Willum: „Ég held að þær séu bara í samræmi við það sem áður hefur verið og er fordæmi fyrir. Við erum að taka tillit til þessa skamma fyrirvara og beita meðalhófinu.“ Kári segir að þetta hafi verið ansi stór mistök. Ég vildi spyrja þig út í þau ummæli. Willum: „Já, hann segir það. Ég vil nú bara segja það að sá góði maður hefur bara lagt gott til í gegnum þetta allt saman. Þannig að ég ætla ekkert að tjá mig neitt frekar um það.“ Veitingahúsin fengu að taka á móti 50 í hólfi í stað 20, eins og almennar takmarkanir kveða á um. „Þar er auðvitað verið að gæta áfram að ýtrustu sóttvörnum eins og með spritt og grímur og slíkt. Þar var fallist á að mæta þeim á málefnalegan hátt með meðalhófi með því að heimila þennan fjölda, en það var ekki fallist á að veita undanþágu frá styttri opnunartíma, sem var aðallínan í minnisblaði sóttvarnalækni,“ segir Willum. Þurfum að taka þetta mjög alvarlega Unnið er að því hörðum höndum í heilbrigðisráðuneytinu að losa um rými á Landspítala, enda er talið að innlögnum fjölgi á næstu dögum vegna Covid. Viðráðanlegt ástand akkúrat núna, segir ráðherra, en hann hefur þó áhyggjur af næstu dögum. Ef tölurnar þróast eins og þær hafi verið að gera komi það niður á heilbrigðisstarfsfólkinu yfir hátíðirnar. „Við þurfum bara öll að taka þetta mjög alvarlega og fara varlega,“ segir Willum. Eru það tilmæli þín, á maður bara að vera heima og sleppa því að hitta fólk? „Ég held að við verðum bara að passa upp á okkur. Það er nú bara aðalmálið,“ segir Willum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Sjá meira
Willum segir að viðburðahaldarar og veitingamenn hafi að öllu leyti gengið lengra í sóttvörnum eftir að undanþágurnar voru veittar og að gætt hafi verið að öryggi gesta í hvívetna. Þetta eru íþyngjandi ákvarðanir, segir Willum, og þegar fyrirvarinn er eins skammur sé það í anda meðalhófs að koma til móts við fólk á málefnalegan hátt. Í samræmi við það sem áður hefur verið Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði að Willum hafi gert ansi stór mistök með því að heimila Emmsjé Gauta og Bubba að halda jólatónleika með undanþágu þvert á gildandi takmarkanir. Þú telur ekki að þessar undanþágur hafi verið mistök? Willum: „Ég held að þær séu bara í samræmi við það sem áður hefur verið og er fordæmi fyrir. Við erum að taka tillit til þessa skamma fyrirvara og beita meðalhófinu.“ Kári segir að þetta hafi verið ansi stór mistök. Ég vildi spyrja þig út í þau ummæli. Willum: „Já, hann segir það. Ég vil nú bara segja það að sá góði maður hefur bara lagt gott til í gegnum þetta allt saman. Þannig að ég ætla ekkert að tjá mig neitt frekar um það.“ Veitingahúsin fengu að taka á móti 50 í hólfi í stað 20, eins og almennar takmarkanir kveða á um. „Þar er auðvitað verið að gæta áfram að ýtrustu sóttvörnum eins og með spritt og grímur og slíkt. Þar var fallist á að mæta þeim á málefnalegan hátt með meðalhófi með því að heimila þennan fjölda, en það var ekki fallist á að veita undanþágu frá styttri opnunartíma, sem var aðallínan í minnisblaði sóttvarnalækni,“ segir Willum. Þurfum að taka þetta mjög alvarlega Unnið er að því hörðum höndum í heilbrigðisráðuneytinu að losa um rými á Landspítala, enda er talið að innlögnum fjölgi á næstu dögum vegna Covid. Viðráðanlegt ástand akkúrat núna, segir ráðherra, en hann hefur þó áhyggjur af næstu dögum. Ef tölurnar þróast eins og þær hafi verið að gera komi það niður á heilbrigðisstarfsfólkinu yfir hátíðirnar. „Við þurfum bara öll að taka þetta mjög alvarlega og fara varlega,“ segir Willum. Eru það tilmæli þín, á maður bara að vera heima og sleppa því að hitta fólk? „Ég held að við verðum bara að passa upp á okkur. Það er nú bara aðalmálið,“ segir Willum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Sjá meira