Áslaug skýtur á takmarkanir: „Önnur sjónarmið en sóttvarnir þurfa að heyrast“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2021 17:37 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að líta veðri til fleiri þátta en smivarna þegar teknar eru ákvarðanir um takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur að líta verði til fleiri þátta en smitvarna þegar teknar eru ákvarðanir um takmarkanir vegna kórónuveirunnar hér á landi. Bóluefni veiti góða vernd og ekki megi líta fram hjá þeim áhrifum sem takmarkanirnar hafi á geðheilsu almennings og þá sérstaklega barna. Áslaug gerir „covid-kynslóðina“ að sérstöku umræðuefni í aðsendri grein á Innherja sem birt var á vefnum fyrr í dag. Með covid-kynslóðinni á hún við þau börn sem hafa þurft að alast upp við margvíslegar takmarkanir á almennu skólahaldi og óvissu vegna faraldursins. Áslaug segir að takmarkanirnar hafi ekki einungis áhrif á námsgetu barna heldur geti einnig haft mikil áhrif á geðheilsu þeirra. Þá bætir hún við að rannsóknir sýni að alvarleg veikindi meðal barna af völdum veirunnar séu fátíð og sjaldgæfari en til dæmis veikindi vegna hefðbundinnar inflúensu. Hún fagnar því að Íslendingar hafi ekki gengið jafnlangt í lokunum og takmörkunum á skólahaldi og nágrannaríki okkar. „Það er mín einlæga sannfæring að engin ástæða hafi verið, né verði, til að loka skólum. Afstaða mín skýrist einkum af tvennu. Börnum og ungu fólki stafar almennt lítil hætta af covid og börnin líða fyrir það að fá ekki að mæta í skólann,“ segir Áslaug Arna í greininni. Styður heilbrigðisráðherra fyllilega Hún fagnar því að heilbrigðisráðherrann nýi, Willum Þór Þórsson, hafi ekki farið að tillögum sóttvarnalæknis um frestun skólahalds en sóttvarnalæknir hafði lagt til að skólahald hæfist þann 10. janúar, tæpri viku síðar en hefðbundið er. Þá telur hún einnig að heilbrigðisráðherra hafi verið rétt að fylgja ekki tillögum sóttvarnalæknis um grímuskyldu á börn niður í sex ára aldur. Samkvæmt núgildandi takmörkunum þurfa börn sem fædd eru árið 2006 eða síðar almennt ekki að bera grímur. „Ég styð báðar ákvarðanir heilbrigðisráðherra fyllilega. Á því eru vissulega skiptar skoðanir en væntingar um að aldrei sé vikið frá tillögum sóttvarnalæknis, jafnvel í smæstu atriðum, virðast hafa skotið rótum býsna víða,“ segir Áslaug Arna. „Öll viljum við vernda líf og heilsu fólks en það er margt annað sem hefur áhrif á heilsu og líðan fólks en þessi eina tegund veiru. Önnur sjónarmið en sóttvarnir þurfa að heyrast - sérstaklega þegar börn eiga í hlut.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við 20 manns, opnunartími veitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. Sérstök undanþága verður veitt fyrir rekstraraðila og tónleikahaldara á morgun. 23. desember 2021 00:00 Kári segir Willum hafa orðið á mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Áslaug gerir „covid-kynslóðina“ að sérstöku umræðuefni í aðsendri grein á Innherja sem birt var á vefnum fyrr í dag. Með covid-kynslóðinni á hún við þau börn sem hafa þurft að alast upp við margvíslegar takmarkanir á almennu skólahaldi og óvissu vegna faraldursins. Áslaug segir að takmarkanirnar hafi ekki einungis áhrif á námsgetu barna heldur geti einnig haft mikil áhrif á geðheilsu þeirra. Þá bætir hún við að rannsóknir sýni að alvarleg veikindi meðal barna af völdum veirunnar séu fátíð og sjaldgæfari en til dæmis veikindi vegna hefðbundinnar inflúensu. Hún fagnar því að Íslendingar hafi ekki gengið jafnlangt í lokunum og takmörkunum á skólahaldi og nágrannaríki okkar. „Það er mín einlæga sannfæring að engin ástæða hafi verið, né verði, til að loka skólum. Afstaða mín skýrist einkum af tvennu. Börnum og ungu fólki stafar almennt lítil hætta af covid og börnin líða fyrir það að fá ekki að mæta í skólann,“ segir Áslaug Arna í greininni. Styður heilbrigðisráðherra fyllilega Hún fagnar því að heilbrigðisráðherrann nýi, Willum Þór Þórsson, hafi ekki farið að tillögum sóttvarnalæknis um frestun skólahalds en sóttvarnalæknir hafði lagt til að skólahald hæfist þann 10. janúar, tæpri viku síðar en hefðbundið er. Þá telur hún einnig að heilbrigðisráðherra hafi verið rétt að fylgja ekki tillögum sóttvarnalæknis um grímuskyldu á börn niður í sex ára aldur. Samkvæmt núgildandi takmörkunum þurfa börn sem fædd eru árið 2006 eða síðar almennt ekki að bera grímur. „Ég styð báðar ákvarðanir heilbrigðisráðherra fyllilega. Á því eru vissulega skiptar skoðanir en væntingar um að aldrei sé vikið frá tillögum sóttvarnalæknis, jafnvel í smæstu atriðum, virðast hafa skotið rótum býsna víða,“ segir Áslaug Arna. „Öll viljum við vernda líf og heilsu fólks en það er margt annað sem hefur áhrif á heilsu og líðan fólks en þessi eina tegund veiru. Önnur sjónarmið en sóttvarnir þurfa að heyrast - sérstaklega þegar börn eiga í hlut.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við 20 manns, opnunartími veitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. Sérstök undanþága verður veitt fyrir rekstraraðila og tónleikahaldara á morgun. 23. desember 2021 00:00 Kári segir Willum hafa orðið á mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við 20 manns, opnunartími veitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. Sérstök undanþága verður veitt fyrir rekstraraðila og tónleikahaldara á morgun. 23. desember 2021 00:00
Kári segir Willum hafa orðið á mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01