Knattspyrnusamband Íslands birti nýverið skilaboð á samfélagsmiðlum sínum þar sem fólk var hvatt til þess að láta aðra vita ef því liði illa.
„Það eru til leiðir til að takast á við allt,“ segir Arnar Þór til að mynda í myndbandi sem KSÍ birti á Twitter-síðu sinni þann 17. desember síðastliðinn.
„Að glíma við andlega erfiðleika þýðir ekki að maður sé einhver aumingi. Andleg veikindi hverfa ekkert ef maður bítur á jaxlinn. Ekkert frekar en aðrir sjúkdómar,“ bætti Arnar Þór við í myndbroti sem birt var á vef sambandsins nokkrum dögum síðar.