Ásmundur segir Verbúð lýsa landsbyggðarrasisma RÚV Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2021 09:43 Ásmundur Friðriksson telur að sú mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í Verbúðinni sé fyrir neðan allar hellur og hefur hana til marks um landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er afar ósáttur við þá mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í Verbúðinni, segir hana lýsa landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins. Fyrsti þáttur Verbúðarinnar, sjónvarpsþáttaraðar sem Vesturport framleiðir í samstarfi við Arte, Turbine Studios og RÚV, var sýndur í gær. Sé litið almennt til viðbragða á samfélagsmiðlum hafa undirtektir verið með miklum ágætum en væntingar voru miklar. Verbúðin var valin besta sjónvarpsþáttaröðin á Seris Mania-hátíðinni í Lille í Frakklandi fyrr í vetur. Þættirnir, sem eru átta, fjalla á dramatískan hátt og skoplegan öðrum þræði um hversu afdrifarík áhrif kvótakerfið hefur á sjávarþorp. Nema Ásmundur er ekki hrifinn. Satt best að segja telur hann fyrsta þáttinn fyrir neðan allar hellur og greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Undirmálsfólk á landsbyggðinni „Það er ekki oft sem ég sest við sjónvarpið. Gerði það þó í kvöld og horfði á Verbúðina á Ríkisútvarpinu. Ég verð að segja eins og er að ég er orðinn leiður á þessum landsbyggðarrasisma höfuðborgarbúa og Ríkisútvarpsins,“ segir Ásmundur í pistli sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Ásmundur les mikla fyrirlitningu á landsbyggðinni sem hann telur hafa hreiðrað um sig í Ríkissjónvarpinu. „Í þessu framlagi ríkisútvarpsins til menningarinnar í landinu er dregin upp sú mynd af fólki í sjávarplássi að þar sé meira og minna um undirmálsfólk. Topp skipstjórar séu drykkjusjúklingar sem láti troða amfetamíni í óæðri endann á sér. Samfarir þar sem ekkert er dregið undan en ljótleikinn í aðalhlutverki. Þá er fiskvinnslufólkið ekki látið líta vel út eins ég upplifði það.“ Fáránlegt stripl sem engum tilgangi þjónar Þá telur Ásmundur Metoo-hreyfinguna fá kaldar kveðjur í þessum fyrsta þætti. Hann segir konur lítillækkaðar „með fáránlegu stripli sem engan tilgang hefur. Er þetta er menningarframlag Ríkisútvarpsins til Me too hreyfingarinnar“ spyr þingmaðurinn og lýkur ádrepu sinni með eftirfarandi orðum: „Er ekki komin tími til að landbyggðarrasisma menningarvitanna og Ríkisútvarpsins linni. Baráttumálum Ríkisútvarpsins og samstarfsaðilum þess má koma á framfæri á annan hátt en gera lítið úr fólki sem vinnur mikilvæg gjaldeyrisskapand störf á landsbyggðinni og í sjávarplássum allt í kringum landið.“ Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Kjördæmaskipan Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Verbúðin frumsýnd við mikla lukku netverja Verbúðin, ný þáttaröð úr smiðju Vesturports, var frumsýnd á RÚV í kvöld. Fyrsti þáttur hefur fengið góðar viðtökur landsmanna, ef marka má viðbrögð á netinu. Netverjar virðast sérlega hrifnir af mikilli nekt sem birtist í sjónvarpi allra landsmanna. 26. desember 2021 23:14 Verbúðin tilnefnd til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins Verbúðin er einn fimm þáttaraða sem tilnefnd er til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins 2022. Nordisk Film & TV Fond verðlaunar árlega það besta í handritagerð fyrir dramaþáttaraðir. 15. desember 2021 09:56 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Fyrsti þáttur Verbúðarinnar, sjónvarpsþáttaraðar sem Vesturport framleiðir í samstarfi við Arte, Turbine Studios og RÚV, var sýndur í gær. Sé litið almennt til viðbragða á samfélagsmiðlum hafa undirtektir verið með miklum ágætum en væntingar voru miklar. Verbúðin var valin besta sjónvarpsþáttaröðin á Seris Mania-hátíðinni í Lille í Frakklandi fyrr í vetur. Þættirnir, sem eru átta, fjalla á dramatískan hátt og skoplegan öðrum þræði um hversu afdrifarík áhrif kvótakerfið hefur á sjávarþorp. Nema Ásmundur er ekki hrifinn. Satt best að segja telur hann fyrsta þáttinn fyrir neðan allar hellur og greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Undirmálsfólk á landsbyggðinni „Það er ekki oft sem ég sest við sjónvarpið. Gerði það þó í kvöld og horfði á Verbúðina á Ríkisútvarpinu. Ég verð að segja eins og er að ég er orðinn leiður á þessum landsbyggðarrasisma höfuðborgarbúa og Ríkisútvarpsins,“ segir Ásmundur í pistli sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Ásmundur les mikla fyrirlitningu á landsbyggðinni sem hann telur hafa hreiðrað um sig í Ríkissjónvarpinu. „Í þessu framlagi ríkisútvarpsins til menningarinnar í landinu er dregin upp sú mynd af fólki í sjávarplássi að þar sé meira og minna um undirmálsfólk. Topp skipstjórar séu drykkjusjúklingar sem láti troða amfetamíni í óæðri endann á sér. Samfarir þar sem ekkert er dregið undan en ljótleikinn í aðalhlutverki. Þá er fiskvinnslufólkið ekki látið líta vel út eins ég upplifði það.“ Fáránlegt stripl sem engum tilgangi þjónar Þá telur Ásmundur Metoo-hreyfinguna fá kaldar kveðjur í þessum fyrsta þætti. Hann segir konur lítillækkaðar „með fáránlegu stripli sem engan tilgang hefur. Er þetta er menningarframlag Ríkisútvarpsins til Me too hreyfingarinnar“ spyr þingmaðurinn og lýkur ádrepu sinni með eftirfarandi orðum: „Er ekki komin tími til að landbyggðarrasisma menningarvitanna og Ríkisútvarpsins linni. Baráttumálum Ríkisútvarpsins og samstarfsaðilum þess má koma á framfæri á annan hátt en gera lítið úr fólki sem vinnur mikilvæg gjaldeyrisskapand störf á landsbyggðinni og í sjávarplássum allt í kringum landið.“
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Kjördæmaskipan Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Verbúðin frumsýnd við mikla lukku netverja Verbúðin, ný þáttaröð úr smiðju Vesturports, var frumsýnd á RÚV í kvöld. Fyrsti þáttur hefur fengið góðar viðtökur landsmanna, ef marka má viðbrögð á netinu. Netverjar virðast sérlega hrifnir af mikilli nekt sem birtist í sjónvarpi allra landsmanna. 26. desember 2021 23:14 Verbúðin tilnefnd til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins Verbúðin er einn fimm þáttaraða sem tilnefnd er til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins 2022. Nordisk Film & TV Fond verðlaunar árlega það besta í handritagerð fyrir dramaþáttaraðir. 15. desember 2021 09:56 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Verbúðin frumsýnd við mikla lukku netverja Verbúðin, ný þáttaröð úr smiðju Vesturports, var frumsýnd á RÚV í kvöld. Fyrsti þáttur hefur fengið góðar viðtökur landsmanna, ef marka má viðbrögð á netinu. Netverjar virðast sérlega hrifnir af mikilli nekt sem birtist í sjónvarpi allra landsmanna. 26. desember 2021 23:14
Verbúðin tilnefnd til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins Verbúðin er einn fimm þáttaraða sem tilnefnd er til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins 2022. Nordisk Film & TV Fond verðlaunar árlega það besta í handritagerð fyrir dramaþáttaraðir. 15. desember 2021 09:56