Mikið sé gert úr því að landsbyggðarfólk sé rolur og aular Árni Sæberg skrifar 27. desember 2021 21:20 Ásmundur Friðriksson er ekki ánægður með Verbúðina. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisfólksins, segir mikið gert úr því í fjölmiðlum og íslenskum kvikmyndum að landsbyggðarfólk sé upp til hópa rolur og aular. Þar vísar hann helst til Verðbúðarinnar, nýrrar þáttaráðar RÚV, sem hann hefur gagnrýnt harðlega í dag. Í Reykjavík síðdegis í dag sagðist Ásmundur hafa verið verkstjóri í einni stærstu fiskvinnslu landsins á þeim árum sem Verbúðin á að gerast. Hann segir lífið í verbúðinni þar ekki hafa á nokkurn hátt líkst þeirri mynd sem máluð er upp í þættinum. Þó ýmislegt hafi auðvitað gengið á þar. „Að draga þetta svona upp, samfarir og brjóstasýningar, ég veit ekki inn í hvaða heim þetta fólk er að tala með þessu. Hvort það trúi því að jafnvel á þessum árum sem er verið að horfa til, í upphafi kvótakerfisins, að þá hafi lífið verið svona,“ segir hann. Velur heldur Nýtt líf Þá segir hann að á þeim árum sem hann vann í fiskvinnslu hafi þar verið tekin upp kvikmyndin Nýtt líf. Hún sýni lífið í verðbúð á skemmtilegan og smekklegan hátt. „En ef maður horfir á Nýtt líf og svo þetta sem er gert í gærkvöldi, þar sem fiskvinnslufólkið er gert að einhverjum álfum, skipstjórinn að aumingja sem notar efni upp í endaþarminn á sér og svona hluti. Veistu það, mér finnst þetta ekki ná orðið nokkurri átt,“ Þó segir hann boðskap þáttarins um kvótakerfið eiga rétt á sér. Hann vill þó að hann sé settur fram á annan hátt. „Ég bara stend upp til varnar landsbyggðinni vegna þess að hún á undir högg að sækja í öllu þessi menningarbrölti, sem er orðið gegnsýrt af einhverju berrössuðu fólki og ómennum,“ segir Ásmundur. „Hvað finnst Me-too hreyfingunni?“ Þá veltir Ásmundur því fyrir sér hvernig þátturinn hafi fallið í kramið hjá þeim sem hann kallar „Me-too hreyfinguna“. „Menn mega ekki hósta upp úr sér óviðurkvæmilegu orði, þá missa þeir vinnuna. En svo geta listamenn í nafni listarinnar nauðgað þessu öllu til og frá. Ég er bara orðinn gáttaður á þessari framkomu,“ segir hann. Viðtal við Ásmund Friðriksson í Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Í Reykjavík síðdegis í dag sagðist Ásmundur hafa verið verkstjóri í einni stærstu fiskvinnslu landsins á þeim árum sem Verbúðin á að gerast. Hann segir lífið í verbúðinni þar ekki hafa á nokkurn hátt líkst þeirri mynd sem máluð er upp í þættinum. Þó ýmislegt hafi auðvitað gengið á þar. „Að draga þetta svona upp, samfarir og brjóstasýningar, ég veit ekki inn í hvaða heim þetta fólk er að tala með þessu. Hvort það trúi því að jafnvel á þessum árum sem er verið að horfa til, í upphafi kvótakerfisins, að þá hafi lífið verið svona,“ segir hann. Velur heldur Nýtt líf Þá segir hann að á þeim árum sem hann vann í fiskvinnslu hafi þar verið tekin upp kvikmyndin Nýtt líf. Hún sýni lífið í verðbúð á skemmtilegan og smekklegan hátt. „En ef maður horfir á Nýtt líf og svo þetta sem er gert í gærkvöldi, þar sem fiskvinnslufólkið er gert að einhverjum álfum, skipstjórinn að aumingja sem notar efni upp í endaþarminn á sér og svona hluti. Veistu það, mér finnst þetta ekki ná orðið nokkurri átt,“ Þó segir hann boðskap þáttarins um kvótakerfið eiga rétt á sér. Hann vill þó að hann sé settur fram á annan hátt. „Ég bara stend upp til varnar landsbyggðinni vegna þess að hún á undir högg að sækja í öllu þessi menningarbrölti, sem er orðið gegnsýrt af einhverju berrössuðu fólki og ómennum,“ segir Ásmundur. „Hvað finnst Me-too hreyfingunni?“ Þá veltir Ásmundur því fyrir sér hvernig þátturinn hafi fallið í kramið hjá þeim sem hann kallar „Me-too hreyfinguna“. „Menn mega ekki hósta upp úr sér óviðurkvæmilegu orði, þá missa þeir vinnuna. En svo geta listamenn í nafni listarinnar nauðgað þessu öllu til og frá. Ég er bara orðinn gáttaður á þessari framkomu,“ segir hann. Viðtal við Ásmund Friðriksson í Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira